Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Blaðsíða 13

Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Blaðsíða 13
Hér erum við D.S. Westmenn að taka þátt í keilumóti sem fram fór 9. nóvem- ber og töpuðum með stæl. Við í skátafélagina Faxa í Vestmannaeyjum, ákváðum að skella okkur á keilumót Garðbúa ásamt því að kíkja í menninguna þarna á Islandi. Farið var í tveimur pörtum þ.e.a.s með fyrri ferð og seinni ferð með Herjólfi. Skammst frá því að segja að ferðin tókst með ein dæmum vel. Þegar allir voru komnir í bæinn fórum við að skauta, og sýndum miklar listir þar. (sérstaklega Þóra og Leifa, því þær voru einar sem runnu á hausinn). Farið var í Kópaheimilið, þetta fallega og vel hirta heimili. Fórum við svo með Gísla í Vífli upp í Heiðmörk... og sýndum mikla takta þar, því þar misstum við púströrið undan bílnum mínum (eða mömmu og pabba). En Gísli bjargaði málunum og tók bara púströrið undan, heyrðist þá mikið í bílnum. Fengum við líka að skoða Vífilsheimilið og fannst okkur það mjög fínt. Farið var aftur í Kópaheimilið. Þar sem Gísli sagði okkur brandaran um Baldur galdur... sem sumir áttu mjög erfitt með að skil- ja. Farið var að sofa seinnt man ekki alveg hvernær, eða hvort maður svaf eit- thvað því Sandra var svo pláss frek, þurfti sko að deila dýnunni með henni. Ég og Sandra vöknuðum klukkan 6:30 og vorum strax beðnar um að þegja, og ekki skil ég það. Vöknuðu svo allir um 10 og farið var með bílin og láta kíkja á pústið, sem auðvitað tókst (enda mjög klárir bflamenn í Hafnafirði) Farið var svo að kaupa búninga fyrir keilumótið, náð í bíó miða sem okkur voru gefnir, en þeir fundust þá ekki (en komu í leitimar Hérna erum við að fara að skauta - svakalegt fjör. síðar) Kolbeinn í Hraunbúum tók svo vel á móti okkur og leyfði okkur að klifra, sem var mjög gaman. Kolbeinn sýndi okkur líka Hraunbyrgi, og laug okkur fullar af einhverju bölvuðu rugli um skátaheimilið, um einhverja deman- ta og gat í gólfi, sumir fóm út í bíl og biðu eftir þeim sem langaði að klifra meira. Fengum okkur mjög fínt að borða... bara KFC í Hafnafirði sem er bara OGO gott, en Gísli og Gunnur fóru með okkur. Komum svo aftur í snyrtile- ga Kópaheimilið, og láum þar í pínu stund. Við erum náttúrulega utan bæjar fólk og komum við af stað sem er ekki strætó og okkur langaði mjög að fara í svona óvænta ferð með þessu gula flot- ta stóra bfl sem stoppar, ef maður ýtir á einhvem takka. Farið var í bíó eftir að miðarnir fundust á mjög óvæntum stað, fómm við á Kill Bill, sem er svo sem ágætis mynd held ég. Eftir bíóið var haldið í skátaheimilið í Kópavogi og slappað af þangað til hringt var í Sölva og spurðu hann hvort hann væri í skáta- heimilinu, og komu þessir óvæntu gestir einhvern tíman og fóru ekki fym en við fórum á keilumótið, sem gekk bara nokkuð vel. Því við settum markið ekki mjög hátt, því það var að tapa með STÆL. Eftir keilu þá fórum við í skey- funa og fá okkur að borða. Keyrðum svo á Selfoss og fengum að fara í skáta- heimilið það og sváfum við á dýnum þar í einn og hálfan tíma þ.e.a.s Erna, Þóra, Elín og ég. En Leifa og Sigrún voru vakandi.. ekki furða þær sváfu á meðan gestirnir voru hjá okkur um nóttina. Keyrðum við svo í átt að Þorlákshöfn þar sem þjóðvegurinn okkar beið okkar, Herjólfur. Og silgdum við þreytar heim á leið.. Þetta var öfga skemmtileg ferð. Jólakveðja Rósa og D.S. Westmenn Menningarferð Faxa 7.-9. nóv. SKÁTABLAÐIÐ FAXI 13

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.