Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Blaðsíða 15

Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Blaðsíða 15
Sveitaforingjanámskeið helgina 3.-5. september Ég mætti á réttum tíma í Ægisbúaheimlið eftir smá leit. Og var þá með þeim fyrstu.. Til að byrja með vorum við bara 6 en svo bættist í hópinn seinna um kvöldið.. Við vorum 9 á námskeiðinu. Leiðbeinendumir voru Harpa og Helga úr Ægisbúum. Námskeiðið var sett með kúrekaleik og síðan var haldið í Kinki- rinki..Um kvöldið var svo 1 fyrirlestur um skáta- heitið og lögin. Og síðan var horft á Friends. Eftir það var svo frjálst fram að kyrrð. Við fórum í eitthvern landafræðaleik og svo Hakkisett.. Laugadagurinn Við vöknuðum snemma og fórum á fyrirlestra.. Þetta var sett þannig upp að það var fyrirlestur-leikur-fyrirlestur- leikur. K1 2 fórum við svo í leik úti sem var þannig að það var stríð á milli flokkanna.. Og endaði það með jafntefli og farið var að blæða úr höndunum á eitthverjum, flestir með skrámur og klór á höndum og andliti. En allir voru sáttir og svangir þegar inn var komið.. Eftir kaffið fengum við svo smá pásu til að chilla. En síðan var aftur farið á fyrirlestaprógramið.. Eftir kvöldmatinn var svo smá umræðustund og horft svo á Sódómu. Eftir það vorum við eiginlega frjáls. Við ákváðum því að fara í Kollhnísakeppni. Og vann Jón Andri það með rústi á okkur stelpurnar.. Þegar við vorum svo í keppninni komu leiðbeinendumir með þraut.. Sem var Kóngulóarvefurinn, og er það til að byrja með alls ekki hægt að fara í geg- num hann. En þegar við föttuðum lausn- ina þá vorum við óstöðvandi. Það endaði með einhverjum langakollhnísa sýningu og koddaslag. En ekki voru allir búnir með orkuna því nokkrir ákváðu að fara að hoppa niður á stafla af dýnum. Við vorum öll fljót að sofna þegar við lögðumst svo á koddann.. Sunnudagur. Við byrjuðum á að ganga frá öllu áður en við fórum á fyrirlestur og vomm fljót að ganga frá.. Síðan var fyrirlestur og svo slit. Alma Guðnadóttir Félagsútilega 10.-12. október 2003 Félagsútilega Faxa, var haldin í skáta- heimilinu okkar við Faxastíg 38. Þangað mættu allir starfandi skátar og ylfingar í Faxa 10-12 október. Klukkan 17 var mæting og farið var í leiki fram að kvöldmat, til að mynda var farið í PB- bensín (sem var mjög vinsæll leikur). Borðað var vel af kjötfasbollum og kartöflum í kvöldmatnum. Eftir kvöldmat var farið að undirbúa kvöld- vöku, þar sem vom skemmtiatrið og allt. Haldin var skemmtileg kvöldvaka sem að Eyþór spilaði undir á gítar (eins og máltakið segir æfingin skapar meis- tarann). Fóru margir flokkar á kostum með skemmtilegum skemmtiatriðum. Eftir kvöldvöku var komið sér í háttinn, þar sem sumir áttu mjög erfitt með að sofna, vegna spennu. Farið var með eldri krakkana í pínulítið meiri dagskrá, þar sem farið var f fjömferð og unnið skemmtilegt verkefni. Ræs var tekið með trompi þar sem öllum var hent út í fánaathöfn og morgunleikftmi. Haldin var skála- skoðun og borðað góðan og hollan morgunmat. Búið var til flokksbók, en flokkarnir voru raðaðir saman eftir litum sem gekk mjög vel að okkar sögn. Við fengum okkur kakósúpu og brauð með osti og skinku, eða allavega það sem ekki brann. Eftir þetta allt var farið í ratleik sem var mjög skemmtilegur, þegar foringjarnir föttuðu hvar ætti að setja póstana. En allir skemmtu sér vel, en ratleikurinn gekk út á það að kynnast því hvernig fólk þvoði tuskur í gamla dag, vakti þetta mikla lukku meira að segja hjá þeim eldri. Komið inn og fengið sér kaffi, þ.e.a.s. köku og djús. Póstaleikurinn tók svo við þar sem margt var í boði eins og talstöðvapóst- urinn þar sem skátamir fengu að sprey- ta sig að tala í talstöðvar. Vinabönd, þar sem átti að gera vinaband fyrir nág- ungan. Farið var að spranga þar sem boðið var líka upp á að síga, sem Bjarni Halldórsson úr BV sá um og var það mjög gaman. Svo var unnið verkefni sem heitir skátadulmál. Þar sem skát- amir áttu að lesa úr því var að ganga upp í Skátastykki, en þar sem þreyta var komin í mannskapinn var doblað Arnar Inga í BV að skutla liði upp eftir. Alma og Elín biðu upp í stykki með leik sem var rnjög skemmtilegu. Þar var elduð pissa sem allir borðuðu vel af, vegna hvers hungruð þau vom. Farið var út í næturleik þar sem allir voru dauð hræddir í, meira að segja foringjarnir. Haldið var í skátaheimilið, þar sem fengið var far með ýmsum öðlum sem við viljum þakka kærlega fyrir. Allir voru orðnir þreyttir þegar heim var komið og því alveg kjörið dæmi til að fara að sofa. Sunnudagurinn vaknað var klukkan 10 og farið í fána, morgun- leikfimi, skálaskoðun og morgunmatur, farið var svo að ganga frá. Eftir það var horft á Harry Potter og farið svo heim eftir viðburðaríka helgi. Allir mjög þreyttir, við viljum þakka fyrir skemmtilega helgi. Skátakveðja Þóra og Rósa SKÁTABLAÐIÐ FAXI 15

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.