Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Blaðsíða 6
í sveitinni Bakkabræður eru starfandi
3 flokkar, tveir stelpuflokkar og einn
strákaflokkur. Þetta eru mjög duglegir,
skemmtilegir og hressir krakkar á
aldrinum 11-13 ára. Við höfum gert
margt skemmtilegt þetta árið, þau segja
betur frá því sjálf í flokkagreinunum.
Við fengum tvo nýja flokka úr ylfinga-
sveitinni í sveitina,sem eru að verða
skátar, til okkar núna í september og
nýja krakka og viljum við bjóða þau
velkomin í sveitina okkar. En það sem
stendur upp úr á árinu er Faxamótið þar
sem var svaka stuð og kynntumst þar
fullt af skemmtilegum krökkum. Við
erum líka búin að fara í skemmtilegar
útilegur og svo eru auðvitað fundir einu
sinni í viku þar sem við gerum margt
skemmtilegt. Eftir áramót stefnum við á
að vígja nýju krakkana sem skáta og
fara í flokksútilegur og margt fleira
skemmtilegt. En núna ætla flokkarnir
að kynna sig og við óskum ykkur gleði-
legra jóla og farsældar á nýju ári.
Jólakveðja
Foringjamir í Bakkabrœðrum
Rassálfarnir
Við heitum Pálína, Saga, Sandra,
Aníta og Mæja. Það sem við erum búnar
að gera á skátafundum í vetur er að
undirbúa vígsluna okkar sem skáta þann
22. febrúar. Við erum búnar að læra um
íslenska fánann og læra skátaheitið, en
við eigum samt eftir að læra meira til
þess að geta vígst en það gerum við eftir
Örninn. Aftari röð fv.: Gísli, Kristinn, Gísli M, Friðrik Már og Friðrik Þór.
Neðri röð fv.: Guðjón, Hafþór og fl. Alma.
áramót. Við ætlum líka að fara í útilegu
og gera margt fleira skemmtilegt eftir
áramót.
Jólakveðja
Rassálfar
Tröllabambar
Við erum 12 stelpur í flokknum og
heitum Jakobína, Þóra, Þóra Björk,
Agnes, Ingunn, Margrét, Poula,
Ingibjörg, Elín Björk, Sandra Rós, írena
og Valgerður. I skátunum lærum við að
binda hnúta og lærum ýmislegt fleira.
Við förum oft í leiki og í útilegur. Það er
gaman í skátunum. Við syngjum og
kveikjum eld og eldum stundum við
opin eld eða prímus. Við viljum hvetja
fleiri að prófa að koma í skátana. Við
fórum á Faxamót í sumar, við súrruðum
þrífót og bundum hnúta með þykkum og
þunnum böndum. Við sváfum í tjaldi og
þurftum að færa okkur upp í skátastykki
því það kom svo vont veður þannig að
tjöldin fuku út um allt. Það var stuð:o)
Jólakveðja, Tröllabambar
6
SKÁTABLAÐIÐ FAXI