Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Blaðsíða 8

Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Blaðsíða 8
• • Dögun • • Dögun er sveit í Faxa og eru þar starf- andi ylfingar sem eru á aldrinum 8-10 ára. Fundir eru haldnir á mið- vikudögum, þar sem unnið er að ýmsum verkefnum. En verkefnin fela í sér mikið að því að vera sjálfsbjarga á ýmsan hátt. Það eru þrír flokkar í sveitinni og heita þeir: Þrumur og Eldingar, Dvergarnir og Refir. Sveitin hefur gert ýmislegt. í ár höfum við farið í sveitarútilegu, flokksútilegur, haldið fundi og svo tókum við nokkur þátt í Faxamótinu. Ekki er hægt að gleyma félagsútilegunni sem var farinn núna í októmber. Vil ég þakka fyrir samstafið á þessu ári og vona að það hafi verið ánægjulegt að vera með okkur á miðvikudögum í skátaheimilinu. Sjáumst hress á nýju ári, og gleðileg jól. Skátakveðja Rósa Jónsdóttir sveitarforingi og flokksforingjar Dvergarnir Við heitum Klara, Marta, Svana, Svana Björk, Sigrún Gyða og Sigrún. Foringinn okkar heitir Sandra. Við erum að safna í armband, sem gengur út á að fá perlur fyrir að mæta á fundi og geng- ur okkur vel. Við vorum á Faxamóti í sumar, og vígðumst sem ylfingar 22. febrúar. En ennþá eiga tvær eftir að vígast. Við fórum í félagsútilegu, og þar var farið í ratleik sem var mjög skemmtilegt. Við erum að safna pening inn á bankabók. Þrumur og Eldingar Við heitum Aníta, Jóna Þóra, Sólveig, Guðrún, Helga Rut, Rakel, Bryndís og Sveinbjörg. Við erum búin að vera að gera heilan helling þar á meðal fórum við á Faxamótið í sumar, sem var alveg geggjað fjör. Þar sem við fengum að sofa í tjaldi án þess að hafa einhvern foringja yfir okkur. A fundum höfum við verið að gera ýmis verkefni og finnst okkur gaman að föndra. Við fórum í eina útilegu saman sem var mjög gaman, það var næturleikur í henni sem var alveg geðveikt flottur. Takk foringj- ar fyrir hann, við gleymum honum aldrei. Við höfum líka haldið kökukvöld sem heppnaðist mjög vel. Tókum við líka virkan þátt í félagsútilegunni sem var haldin hér í skátaheimilinu, það sem okkur fannst gaman þar var að síga. Eins og þið sjáið erum við búnar að gera ýmislegt á þessu ári, og ætlum að gera meira á næsta ári.Því þá vígust við sem skátar, eða þann 22. febrúar Refir Við erum fimm skemmtilegir og duglegir strákar. Við byrjuðum núna í haust. Höfum við sofið eina nótt í skáta- heimilinu, þegar félagsútilegan var og fannst okkur það mjög gaman sérstak- lega ratleikurinn. Svo höldum við fundi einu sinni í viku, þ.e.a.s á mið- vikudögum. Við ætlum allir að vígjast sem ylfingar 22. febrúar. Dvergarnir. Sigrún Gyða, Svana Björk, Klara, Sigrún, Marta og Svana Sigurrós. Fl. Sandra. ReFir. Daníel, Hlynur, Hjálmar, Ingi Óli og Valur, fl. Elín. Á myndina vantar Ernu. SKATABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.