Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Blaðsíða 2
Eitt sinn skáti,
ávallt skáti
Ég kynntist skátastarfinu á Akureyri, ég byrjaði sem ljósálfur 10 ára gömul í
Valkyrjum en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það sem heillaði mig
mest í sambandi við skátana var mikil útivist, góður félagsskapur og allir fengu
að njóta sín. Ég var alltaf í útilegum. Einu sinni bjuggum við til snjóhús og sváfum
í því í tvær nætur, það var minn fyrsti búskapur.
Fyrir mér eru skátarnir eins og ég var búin að segja mikil útivist og góður félagskapur. Þar
eignast maður vini fyrir lífstíð. Mér finnst mikilvægt að innan skátanna eru börn, unglingar og full-
orðnir saman í leik og starfi. Einnig finnst mér mikilvægt að þú þarft ekki að vera afreksmann-
eskja heldur getur þú verið þú sjálfur og notið þinna hæfileika.
Á fullorðins árum kom ég aftur inn í starfið með skátafélaginu Faxa og starfaði í stjórn
félagsins frá árinu 2008 til 2012. En þótt ég sé ekki lengur í stjórninni þá er ég ennþá með puttann
á púlsinum og tek þátt í hinum ýmsum verkefnum sem snúa að starfi skátafélagsins Faxa. í dag
eru breyttir tímar í stað ljósálfa og ylfinga eru komnir Drekaskátar og Fálkaskátar. Tæknin hefur
haldið innreið sína og öll ferðalög orðin auðveldari og allur útbúnaður mun betri. Umgjörð skáta-
starfsins þar með talið skátamóta er orðin viðameiri en skátaandinn er ennþá sá sami.
Markmið skátahreyfingarinnar á íslandi er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálf-
stæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Á tímum efnishyggju er okkur
alltaf að verða betur og betur ljóst hversu dýrmætur mannauðurinn er.
Hvet ég því börn og unglinga til að skoða skátastarfið.
Ég óska skátafélaginu Faxa og öllum bæjarbúum
gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Útgefið í
desember
2013
Útgefandi:
Skátafélagið Faxi
Ábyrgðarmaður:
Marinó Sigursteinsson
Ritstjórar: Alma
Eðvaldsdóttir og
Steinunn Ragnhildur
Guðmundsdóttir
Auglýsingar: Alma
Eðvaldsdóttir og
Steinunn Ragnhildur
Guðmundsdóttir
Uppsetning: Alma
Eðvaldsdóttir
Prófarkarlestur:
Guðbjörg Guðmunds-
dóttir
Prentun:
Prentsmiðjan Eyrún
Ritnefnd: Alma
Eðvaldsdóttir,
Guðbjörg Guðmunds-
dóttir og
Steinunn Ragnhildur
Guðmundsdóttir.
Sendum bœjarbúum
bestu jóla og nýárskveðjur,:
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Vélaverkstœðið Þór
481-2111
2