Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Blaðsíða 5

Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Blaðsíða 5
Skátastarfið í Eyjum. í ár varð skátafélagið Faxi 75 ára og þess vegna langar okkur að segja lítillega frá félaginu og stöðu þess í dag. Skátafélagið Faxi var stofnað þann 22. febrúar 1938 og hefur starfað óslitið síðan. Skátafélagið er aðili að bandalagi íslenskra skáta, BÍS. í dag eru í félaginu starfandi um 30 skátar sem skiptast niður í þrjár sveitir sem tveir foringjar sjá um. Dreka - og Fálkasveitarforingi er Frosti Gíslason en Drótt- og Rekkaskátasveitarforingi er Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir, hafa þau staðið sig með prýði. Einnig eru nokkrir "gamlir” skátar sem alltaf er hægt að leita til þegar á þarf að halda, en það er alltaf pláss fyrir nýja meðlimi í baklandið okkar og eru allir velkomnir. Mikilvægt er fýrir félagið að geta státað sig af nógu mörgum og góðum foringjum en þeir hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að sjá um innra starf félagsins. Skátafélagið Faxi hefur lent í vandræðum síðustu árin við manna foringjastöður þar sem að nýjar reglur hafa verið settar varðandi aldurstak- mörk og þurfa foringjar nú í dag að hafa náð 18 ára aldri og einnig að vera með hreint sakavottorð. Núna hefur skátastarfið tekið breytingum að því leyti að núna eru ekki ljósálfar, ylfingar og skátar heldur er búið að breyta nöfnunum í það sem áður voru Ijósálfar og ylfingar heita núna Drekaskátar og eru þeir fýrir 7-9 ára, það sem áður voru einfaldlega skátar eru núna Fálkaskátar fýrir 10-12 ára, Dróttskátar eru fyrir 13-15 ára, Rekkaskátar eru fýrir 16-18 ára, Róverskátar fýrir 19-22 ára og svo eftir 22 ára þá ertu einfaldlega skáti í sumum hugum "gamall skáti". Skátastarfið í dag er fjölbreytt og uppbyggjandi til dæmis hafa Dreka- og Fálkaskátar verið að vinna að afar skapandi verkefnum, Dróttskátar hafa verið að gera hinar ýmsar tilraunir, Rekkaskátar eru að vinna að krefjandi verkefnum. 3 Skátar úr Rekka- og Dróttskátum eru að vinna að Forsetamerkinu sem er afar spennandi og mikill heiður að fá, en það er afhent við hátíðarlega athöfn á Bessastöðum. Skátastarfið í eyjum hefur nokkra fasta pósta svo sem fánaburð í skrúðgöngu á Sumardaginn fyrsta og 17. júní. Félagið hefur sína föstu árlegu fjáraflanaleiðir. dreifingu á jólakveðjum og sölu og dreifingu á fermingarskeytum. Félagið hefur farið á öll Landsmót sem haldin hafa verið á íslandi og er félagið mjög stolt af því. Félagið er einnig stolt af því að eiga félagsheimilið sitt á Faxastíg í sameign með Björgunarfélagi Vestmannaeyja einnig á það skátaskála suður á eyju. Því miður er félagið í dag án félagsforingja og hefur verið það þetta árið síðan Alma Eðvaldsdóttir fráfarandi félagsforingi lét af störfum vegna veikinda. í félagsstjórn eru í dag Ingibjörg Bryngeirsdóttir aðstoðar félagsforingi, Þórdís Sigurjónsdóttir gjaldkeri, Flóvent Máni Theodórsson ritari, Hafþór Snorrason og Friðrik Þór Steindórsson meðstjórnendur. Á ábyrgð félagsstjórnarinnar er m.a. fjármál og húsnæðismál félagsins. Einnig heldur hún utan um félagsstarfið s.s. foringjamál og annað sem viðvíkur starfinu. Það er okkar einlæga ósk að starfið muni ná sér upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í og muni rísa upp, blómstra og dafna. En til þess að það geti átt sér stað þá hvetjum við þig sem að hefur áhuga á að leggja okkur lið að hafa samband við stjórnarmeðlimi. Einnig er hægt að skrá sig á skatar.is og ýta á linkinn „komdu í skátana". Að lokum viljum við koma á framfæri kærum þökkum til fýrirtækja og allra íbúa í Vestmannaeyjum fýrir hlýjan hug og stuðning í gegnum árin. Skátakveðja Skátafélagið Faxi Sendun Vestmannaeyingum bestu jóla- og njársheöjur. Þökkum samskiptin á árinu sem er aö líöa. tpz. teiknistofa TEIKNISTOFA PZ KIRKJUVEGI 23 5

x

Skátablaðið Faxi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7250
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
56
Gefið út:
1967-2017
Myndað til:
2017
Útgáfustaðir:
Ábyrgðarmaður:
Marinó Sveinsson (1967-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Útgefandi, ár: Vestmannaeyjum : Skátafélagið Faxi, 1967-2017

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.2013)
https://timarit.is/issue/395665

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.2013)

Aðgerðir: