Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Blaðsíða 8
Drekaskátar
V
Drekaskátar eru skátar á aldrinum
7-9 ára og aðaláherslan í starfi er að
Drekaskátinn læri að sýna hjálpsemi
og sýni vilja til að gera sitt besta.
Drekaskátar kynnast náttúru og stunda
útivist í nærumhverfi Eyjanna.
í Drekaskátastarfi er lögð
áhersla á reynslunám, að læra af því að
vinna verkefni en ekki af bókum eða
útskýringum annarra. Margt er hægt
að læra með leikjum og verkefnum í
nærumhverfi
okkar. Því fara Drekaskátar mikið í
fjölbreytta og skemmtilega leiki, jafnt
úti sem inni.
Skátastarfið hjá Drekaskátum
hefur gengið vel og höfum við gert ýmsa
skemmtilega hluti.
Á hverjum skátafundi er farið í leiki og
unnið að ýmsum skemmtilegum
verkefnum. Við höfum mikið verið að
vinna með fyrstu fjórar greinar
skátalaganna, sem eru að skáti er
hjálpsamur, glaðvær, traustur og
náttúruvinur.
En jafnframt höfum við verið að æfa
okkur í að vinna saman í hópum. Við
höfum farið í gönguferðir, í hellaferð-
ir og fjallgöngur og út í spröngu að
sjálfsögðu. Eitt það skemmtilegasta við
skátalífið er útilífið. Því höfum við farið
t.d. í Sýslumannskór og poppað yfir
opnum eldi og farið í gönguferðir og
útileiki.
Við höfum líka nokkrum sinnum farið í
Fab Lab og búið til einhverja
skemmtilega hluti. Þá höfum við
einnig verið að búa til nokkuð stór hús
úr pappa í salnum í skátaheimilinu. Um
þessar mundir erum við að taka
fundarherbergið okkar í gegn og við
viljum gera það skátalegra og enn
skemmtilegra og fylla það af góðum
minningum úr skátastarfinu okkar. Við
höfum haldið hljóðfærafundi, þar sem
við komum með hljóðfæri og semjum ný
skátalög og syngjum alls konar lög. Við
leiðum skrúðgönguna áfram á
sumardaginn fyrsta og 17. júní með
okkar frábæru Lúðrasveit Vestmanna-
Fyrir skátamót þá undirbúum við okkur
með því að æfa okkur að tjalda og gera
hnúta og svoleiðis. Æfðum okkur að
gera fánahnút og flagga fyrir utan
skátaheimilið.
Drekaskátamótið á
Úlfljótsvatni
Einn af hápunktunum í starfinu ok-
kar á þessu ári var ferðin okkar á
Drekaskátamót í byrjun júní. Þá fórum
við með Herjólfi og keyrðum á Úl-
fljótsvatn. Þar hittum við um 300 aðra
Drekaskáta og gistum við öll í tjöldum
í eina nótt. Dagskráin gekk mjög vel
og var sérlega skemmtileg fyrir alla
Drekaskáta. Drekaskátarnir byrjuðu á
að tjalda og koma tjaldbúðunum í lag.
Við vorum svo heppin að eignast nýja
vini í skátafélaginu Mosverjum sem við
deildum matar-tjaldi með. Við byrjuðum
svo strax að taka þátt í dagskrá mótsins.
Við byrjuðum að poppa yfir opnum eldi
og borðuðum með bestu list misbrennt
popp. Þá fórum við í björgunarvesti
og fórum á hjólabáta á Úlfljótsvatni og
fórum í ýmsa kappleiki og reyndum að
fara í löggu og bófaleiki á bátunum en
það gekk misvel að láta bátana gera það
sem við vildum en stórskemmtilegt þó.
Síðan fórum við að vaða og kasta
steinum sem lengst út í vatnið.
Þá var komið að risa hoppikastalanum
og létum við ekki rigninguna á okkur
fá heldur jók hún á ferðina þegar við
þeyttumst niður á fleygiferð og allir
sokkar urðu rennblautir. Það kom ekki
að sök því næsta verkefni var vatnsstríð
með vatnsbyssum við vatnasafaríið. Við
komumst fljótt að því að vatnið var kalt
en huguðustu skátarnir ákváðu að fara í
gegnum þrautabraut yfir ísköldu vatni-
nu. Þrautabrautin var erfið og erfitt að
komast í gegn án þess að rennblotna og
fengu skátarnir sannarlega að kynnast
ísköldu vatninu úr ánni sem rann þarna
niður hlíðarnar.
Síðan klæddu skátarnir sig í þurr föt og
fórum við í matartjaldið okkar og feng-
um okkur heitt skátakakó og kex.
Þá kom að pylsuveislu og svo
skátakvöldvöku með um 300 öðrum
Drekaskátum og að sjálfsögðu fengum
við okkur aftur heitt skátakakó.
Þá var komið að því að vígja drekaskáta-
na formlega inn og fórum út að vatni í
hellirigningu og fórum með skátaheitið
og fengum Drekaskátaklúta.
Þá fórum við í tjöldin okkar og flestir
steinsofnuðu fljótt eftir skemmtilegan
og viðburðaríkan dag.
Þegar við vöknuðum daginn eftir
fengum við okkur morgunmat og síðan
hófst tjaldbúðaskoðun. Þá fórum við í
dagskrárliði og síðan voru mótsslit eftir
hádegismatinn. Við fengum viðurkenn-
ingu fyrir að vera hugrakkasta félagið og
vorum við að sjálfsögðu stolt af því.
Mannsi (Ármann Höskuldsson) var
fararstjóri með okkur ásamt Frosta
skátaforingja.
Dagskrá drekaskáta
Dagskráin verður fjölbreytt í vor og nær
hápunkti á Drekaskátamótinu í byrjun
júní. í janúar ætlum við að fara í Fab Lab
og búa til hluti, í skátaheimilinu ætlum
við að búa til gifsgrímur, við ætlum
að læra nýja hnúta og kannski fara á
einhvert safnið. í febrúar eiga skátarnir
afmæli eins og Baden Powell stofnandi
Skátahreyfingarinnar og þá ætlum við
að halda kvöldvöku og vígja inn nýja
skáta. í mars, apríl og maí, ætlum við í
hellaferðir og fjallgöngu og að sjálfsögðu
að fara í skemmtilega leiki í skátaheimi-
linu. Þá stefnum við að fara í útilegu og
síðan að sjálfsögðu á Drekaskátamótið á
Úlfljótsvatni.
Frosti Gíslason
Sveitarforingi Drekaskáta
eyja.
8