Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Blaðsíða 12
Hvað fannst krökkunum um ferðina til Skotlands
Ingunn Silja Sigurðardóttir, Hörður Bjarnason og Þuríður (Didda) Gísladóttir
svöruðu nokkrum spurningum um ferðina.
Ingunn Silja: Móttökurnar voru fínar
það tóku nokkrir skátar á móti
okkur ásamt einum foringja. Mér fannst
gaman í útsýnisferðinni sem við fórum í
beint af flugvellinum á rútunni sem við
vorum sótt í.
Didda: Þær voru æðislegar, ég var mjög
hissa á að sjá rútuna og mér fannst
útsýnisferðin æðisleg.
Hvernig fannst þér undirbúningurinn
fyrir ferðina?
Ingunn Silja: Mér finnst undirbúningur
aldrei skemmtilegur en leiðinlegast
finnst mér að pakka. En samt var þetta
spennandi þar sem ég hef aldrei farið til
Skotlands áður.
Hörður: Ég er sammála Ingunni. En svo
hefur mamma endalausar áhyggjur af
því hvort ég sé búinn að pakka öllu. Svo
að það gleymist ekki neitt heima.
Didda: Hann var fínn
Hvernig var ferðin út?
Ingunn Silja og Hörður: Við lögðum af
stað frá Eyjum þann 23. júlí og fórum
með 17:30
ferðinni upp á land. Við gistum svo eina
nótt á B&B á gamla varnaliðssvæðinu.
Gistingin var rosalega fín en við vorum
rosalega þreytt þegar við vorum
vakin enda áttum við flug kl 7:45 um
morguninn svo við þurftum að vakna
snemma til að ná að borða morgunmat
og ganga frá náttfötunum okkar og
svona áður en við færum upp á flugvöll.
Þegar við komum svo á flugvöllinn kom
í ljós að það var 3 klst seinkun á fluginu
okkar. Svo að við tók löng bið í fríhöf-
ninni.
Ingunn Silja: Ég var orðin svo þreytt
og óþreyjufull að bíða í fríhöfninni, ég
var svo þreytt að ég náði að sofna smá á
einhverjum bekk í fríhöfninni.
Hörður: Það var bara leiðinlegt að
bíða í fríhöfninni. Mér tókst ekkert að
sofna eins og mörgum öðrum svo ég var
orðinn mjög þreyttur þegar við
komumst loks um borð í vélina.
Didda: Mjög skemmtilegt, flugið var
frábært það er svo gaman að fljúga.
Hvernig var svo að koma út og
hvernig fannstykkur móttökurnar
sem þið fenguð?
Hörður: Móttökurnar þegar við komum
út voru geðveikar. Við vorum sótt á
svona útsýnisrútu á 2 hæðum þar sem
efrihæðin var opin sem sagt ekkert þak
á henni.
Hvernig var að gista í heima-
húsi Jyrir mótið?
Ingunn Silja: Ég gisti hjá strák sem he-
itir Colin en ég man ekki hvað foreldrar
hans heita. Ég svaf í hengirúmi. Ég fékk
að smakka Haggis hjá þeim en það er
svona þeirra þjóðarréttur og mér fannst
það smakkast eins og kæfa. Svo voru
litlir froskar í garðinum hjá þeim.
Hörður: Ég gisti hjá Garry og Rachel og
fjölskyldu þeirra. Ég fékk ekki Haggis en
ég fékk "awsome” karrýkjúkling og ég
fékk meira að segja karrý sem er notað
í réttinn með mér heim. Svo vaknaði ég
einn morguninn við það að það bankaði
íkorni á herbergisgluggann hjá mér.
Didda: Það var frábært, ég gisti heima
hjá Garry og Rachel O'Donnel. Þau eiga
snák sem er mjög sætur og heitir Sunny
og er sunkist corn snake. Við gistum 3
heima hjá þeim og var það mjög
skemmtilegt. Fyrsta sem við gerðum
þegar við komum til þeirra var að hoppa
á trampólíninu í rigningunni.
Hvað fannstykkur skemmti-
legast dagana fyrir mótið?
Ingunn Silja: Dagana fýrir mótið fannst
mér skemmtilegast að fá að versla.
Skemmtilegasta verslunarferðin var
daginn áður en við fórum á mótið þá
fórum við að skoða stóra kranann og
fórum svo að versla í Clydebank. Svo
fannst mér líka
skemmtilegur ratleikurinn sem við
fórum í miðbæ Glasgow annan daginn
okkar í Skotlandi.
Hörður: Það sem mér finnst standa upp
úr dagana fyrir mótið sjálft var þegar ég
og fleiri skátar bæði íslenskir og skoskir
fórum ogtjölduðum risastórum tjöldum
sem skotarnir eiga. Eitt þeirra er 36
fm til dæmis. Þessi tjöld voru t.d notuð
sem eldhús, matartjald og kózý tjald
fyrir okkur eldri skátana.
Didda: Mér fannst allir dagarnir mjög
skemmtilegir en mér fannst skemmti-
legast að versla og fara til Edinborgar
íkastallann og sjá brynjurnar, sverðin og
skartgripina sem að drottningin átti.
12
Hvernig fannstykkur mótið sjálft?
Ingunn Silja: Skipulagið á mótinu hefði
mátt vera betra. Það var samt margt
skemmtilegt á mótinu eins og að fara í
vatnsrennibrautina, fara í allskonar leiki
úti í rignunni, camp in camp en þar
sváfum við úti og gerðum pizzu hálfmá-
na á opnum eldi. Við fengum líka að
grilla sykurpúða í camp in camp. Veðrið
var líka ógeðslegt. Það var blautt.
Skórnir mínir blotnuðu fyrsta daginn og
voru blautir nánast
allann tímann.
Hörður: Skipulagið á mótinu sjálfu
hefði mátt vera betra. En ég er sammála
mér fannst camp in camp skemmtilegast
á mótinu. Þar gistum við úti.
Ingunn Silja og Hörður: Það var líka
gaman að fá að fara í Safari dýragarðinn.
Þar sáum við til dæmis ljón og fullt af
öðrum dýrum og fórum í klessubíla sem
við eyddum of miklum pening í en það
var svo gaman.
Didda: Það var mjög gaman, svolítið
mikil rigning en það var mjög gaman.
Ég fór á böllin og var mjög gaman á
þeim og ég dansaði skoskan þjóðdans
og það var mjög skemmtilegt. Camp in
camp var mjög skemmtilegt en þá fórum
við í sólarhringsferð og sváfum annars
staðar og elduðum yfir opnum eldi við
elduðum hamborgara og pulsur og var
það mjög gott. Friendshipday var
skemmtilegur þá voru allir með
kynningu á landinu sínu og menningu
og voru margir að kynna mat og ég
borðaði mjög mikið t.d. popp með sykri,
pólska kjötsúpu, fullt af ostum og
nammi frá Svíþjóð sem ég sótti með því
að stinga hendinni í rassinn á trébelju
og var nammið á botninum í einhverjum
gulum vökva en nammið var mjög gott.
Hvernig var svo að fara heim og þurfa
að kveðja?
Ingunn Silja: Það var leiðinlegt að
kveðja þegar við fórum heim. en ég er
rosalega ánægð með ferðina.
Hörður: Ég var rosalega þreyttur
daginn sem við fórum heim. Það var
leiðinlegt að þrufa að kveðja alla. Þegar
á flugstöðina var komið borðuðum við
saman allur hópurinn og langar mig að
segja að maturinn þar var „Awsome". En
annars er ég ánægður með ferðina.
Didda: Það var gaman að fljúga heim og
kveðjustundin var krúttleg og ég sakna
skotana mjög mikið. Ég vona að ég hitti
þau aftur.