Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Síða 9

Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Síða 9
Fálkaskátar Smá óvissa hefur verið með Fálkaskátastarfið í haust vegna foringjaskorts en nú hefur Frosti Gíslason tekið starfið að sér og er starfið farið á fullt. Frosti tók smá viðtöl við Fálkaskátaflokkana. Hvað heitir skátaflokkurinn ykkar ? Fálkaskátaflokkurinn Tækniskátar Hverjir eru íflokkum ? (og hver er aldurykkar)? Björn (10], Leifur (10], Bjarni (11] og Máni (11] Hvernig er skátahrópið ykkar ? Dingilingidingdang dong heyja heyja heyja heyja. Hvað hafið þið gert ískátunum ? Búið til pappa hús, taka til í skátaher- berginu okkar og lært að hnýta hnúta, farið í Fab Lab og búið til hluti. Hvað langarykkur að gera á næsta ári ? Fara á skátamót, útilegu, kvöldvöku, gera eitthvað skemmtilegt. Hvers vegna skátastarf? Útaf því það er gaman og mér (Leifur] langar að vera eins og Mannsi frændi. Ætlið þið á Landsmót ? JÁ, Hvað ætlið þið að gera þar? Eitthvað skemmtilegt, búa til eitthvað og gera okkar besta og hafa skemmtilegt. Hvað heitir skátaflokkurinn ykkar ? Fálkaskátaflokkurinn Svörtu slaufurnar Hverjir eru íflokkum ? (og hver er aldurykkar) ? Fjóla (11], Elísa (11] og Dagný (11], Hvernig er skátahrópið ykkar ? SVÖRTU SLAUFURNAR Hvað hafið þið gert ískátunum ? Búa til pappahús, farið í Fab Lab og haft fjör og farið á skátamót. Hvað langarykkur að gera á næsta ári ? Fara á mót og hafa gaman. Hvers vegna skátastarf? Því það er gaman og alltaf fjör. Ætlið þið á landsmót ? JÁHHHHHHHHHHH. Hvað ætlið þið að gera þar? Hafa gaman og búa til eitthvað íslenska skátaheitið Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess; að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin. Eitt skátaheiti er fyrir alla íslenska skáta. íslensku skátalögin 1. Skáti er hjálpsamur 2. Skáti er glaðvær 3. Skáti er traustur 4. Skáti er náttúruvinur 5. Skáti er tillitssamur 6. Skáti er heiðarlegur 7. Skáti er samvinnufús 8. Skáti er nýtinn 9. Skáti er réttsýnn 10. Skáti er sjálfstæður í starfi Drekaskáta er áhersla lögð á fyrstu fjórar greinar skátalaganna. í starfi Fálkaskáta er áhersla lögð á fyrstu sjö greinar skátalaganna. í starfi eldri skáta er jöfn áhersla á allar greinar skátalaganna. Sendum bœjarbúum bestu jóla og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðileg jól gott og farsœlt komandi ár. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða 9

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.