Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Blaðsíða 10
Aðeins eru 2 Rekkaskátar [16-18 ára)
starfandi hjá okkur í Faxa en 7 drótt-
skátar [13-15 ára) en af þeim eru ekki
nema 3-4 virkir í félaginu. Og sé ég um
að halda utanum þeirra starf. Hjá þes-
sum skátum er fundur einu sinni í viku
á fimmtudögum klukkan 20:30-22:00.
Starfið núna fyrir áramót hefur dáldið
einkennst af því að huga að jólablaðinu
okkar. Skrifa greinar fyrir það og fleira.
En margt annað hefur verið brallað. Við
höfum gengið Eggjarnar þar sem við
nutum leiðsagnar Hilmars Vals Jens-
sonar, bakað pizzu í skátaheimilinu og
hlustað á draugasögur meðan borðað
var, við höfum grillað sykurpúða yfir
kertum gert tilraunir og var þar ein
sérstaklega skemmtileg en hún var
þannig að við vorum með ger, sykur og
vatn sem var sett saman í flösku svo
var sett blaðra yfir og hún blés svo upp,
Þessi tilraun vakti mikla lukku enda
spennandi að fylgjast með blöðrunni
blása upp.
Rekkaskátarnir okkar og einn af eldri
Dróttskátunum okkar skelltu sér svo
til Hveragerðis á Smiðjudaga sem voru
mjög svo skemmtilegir og þar var ýmis-
legt í boði. Einnig höfum við hugað að
jólapóstinum okkar þar sem krakkarnir
leggja fram vinnu sína bæði í móttöku
korta og eins að bera þau út í hús.
Eftir áramót fer svo undirbúningur fyrir
Landsmót skáta á fullt en það verður
haldið á Akureyri í þetta skipti. Fara þarf
yfir allan útilegu búnað félagsins eins og
tjöld, prímusa og gera skilti með merki
félagins og fleira. Mótið er viku langt því
er að mörgu að huga.
Einnig stefnum við að því að hafa nótt í
skátaheimilinu og allavega að fara í eina
útilegu í Skátastykkið þar sem verður
mikil og skemmtileg dagskrá og svo
er verið að skoða útilegu upp á landi
og ætlum við þá að nýta okkur einn af
mörgum skálum sem skátafélög um allt
land eiga.
Stefnan er líka sett á að læra útieldun,
fleiri göngur, video kvöld, póstaleiki
svo stefnum við að því að skátarnir geti
lært slysaförðun og að tálga í tré. Það
er sem sagt margt í gangi hjá okkur og
fjölbreytt starf framundan. Ef þetta er
eitthvað sem þér finnst spennandi eða
þig langar að fræðast frekar um
endilega mættu þá fund eða hafðu
samband í gegnum Facebook en félagið
er á Facebook undir skátafélagið Faxi.
Steinunn Ragnhildur
Guðmundsdóttir
Sveitarforingi
Drótt og Rekkaskáta
Við óskum bæjarbúum
gleðilegra jóla ogfarsæls nýs árs
Dizo Hársnyrtistofa
Bílaverkstæðið Bragginn
Tölva ehf
Aroma Snyrtistofa
Eyjamyndir
BK Gler
Bílaverkstæði Muggs
Fiskvinnsla VE Narfi ehf
Lögmannsstofa og Fasteignasala Vestmannaeyja
Gistiheimilið Árný
Geisli
Bíla og vélaverkstæði Harðar og Matta ehf
Tannlæknastofan Heimir Hallgrímsson
Kráin
Bergur-Huginn
Heimaey fasteignasala
Kubbur
Axel Ó
Gröfuþjónusta Brinks
Sendum bæjarbúum
bestu jóla og nýársheðjur.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
KLETTUR
10