Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Blaðsíða 7
Alveg óvart datt ég
Ég vissi varla hvað skáti var þegar
Alma Eðvaldsdóttir var að leita að
einhverjum til að fara með sér á
Landsmót skáta árið 2012. En þar sem
ég er nú oftast til í að prufa eitthvað
nýtt, og þó það væri öld að mínu mati
síðan ég hafði farið í útilegu og væri ekki
viss um að ég kynni það lengur þá sló ég
til og skellti mér með á Landsmótið sem
að þessu sinni var haldið á Úlfljótsvatni.
Ég hafði ekki hugmynd um í hvað ég
var búin að lofa mér. En ég sá sko ekki
eftir þessarri viku sem Landsmótið stóð.
Þetta var að mínu mati alveg dásamlegt.
Eftir mikinn og strangann
undirbúning sem Alma sá að mestu
leyti um (ég reyndi þó að hjálpa til] þá
lögðu 8 skátar og 1 skátaforingi og 2
farastjórar af stað frá Eyjum þann 20.
júlí það var mikill spenningur í hópnum
enda er þetta alltaf skemmtilegt.
Þegar komið var á Úlfljótsvatn tók á
móti okkur rigning og tjaldstæði sem
var eiginlega við það að fljóta í burtu því
það hafði ringt svo mikið. En auðvitað
létum við það ekki stoppa okkur og var
farið að tæma úr bílunum og koma upp
tjöldum. Eftir mjög svo erilsaman dag
og blautan með eindæmum var komið
að því að skunda á setningu mótsins.
Mér fannst þetta allt alveg stórmerkilegt
og var dáldið eins og barn að bíða eftir
jólunum allt mótið. Við vorum samt
mjög svo heppin með veðrið fyrir utan
komudaginn. Það var alveg dásamlegt
að labba um svæðið hitta annað fólk
og sjá hvað önnur skátafélög væru að
gera og hvernig þau gerðu hlutina. Ég
kynntist nýju fólki og hitti fólk sem ég
þekkti sem ég hafði ekki hugmynd að
kæmu að skátastarfi að neinu tagi. Ein-
nig fannst mér mjög svo skemmtilegt að
labba á milli dagskráþorpanna og sjá
allan þennan fjölda af fólki bæði ful-
Iorðna og börnum að störfum. Það var
margt í boði til dæmis, þá var klifur-
turn, leðurvinna, poppa yfir opnum eldi,
fara á báta á Úlfsljótsvatni, vatnasafarí
og svo auðvitað var kvöldvaka á hverju
kvöldi og þær voru ekkert slor. Á kvöld-
vökunum voru allskonar uppákomur.
Sungið við varðeld, Forsetinn kom og
ávarpaði mótsgesti því að árið 2012 átti
skátahreyfingin á íslandi 100 ára afmæli
svo kom Páll Óskar á eina kvöldvökuna
inn í skátastarfið.
og að sjáfsögðu gerði hann allt vitlaust
sama hvort um íslenska skáta var um að
ræða eða erlenda. Já það var þó nokkuð
af erlendum skátum á mótinu. Það voru
skátar frá Þýskalandi, japan, Svíþjóð,
Noregi, Skotlandi og alveg örugglega frá
fleiri löndum sem ég bara man ekki eftir.
Og kyntumst við einum erlendum hóp af
skoskum skátum en þeir voru nokkrir.
Þessir voru með sitt tjaldstæði við
hliðina á okkur svo það var nánast strax
samgangur á milli okkar skáta og þeirra
skosku.
Það myndaðist nánast strax mikill
vinskapur á milli skosku krakkana og
þeirra íslensku og einnig á milli foringja
og farastjóra.
Eftir nokkra daga á mótinu var ég orðin
svo heilluð af skátastarfinu að ég var
alveg ákveðin í því að láta vígja mig
sem skáta á Landsmótinu enda alveg
kjörið þar sem skátahreyfingin átti 100
ára afmæli. Svo við tók sveitt seta yfir
skátaheitinu til að læra það og voru
allir og þá sérstaklega krakkarnir öll að
vilja gerð til að hjálpa mér með það. Það
tókst svona nánast að lokum að læra
það. Þar sem það var svo mikið að gera á
mótinu fannst ekki tími til að vígja mig á
mótinu sjálfu. En Alma var svo dásamleg
að vígja mig eftir að búið var að ganga
frá eftir mótið og búið að koma öllum
farangrinum í bílana. Ég meira að segja
þurfti að fá lánaðan skátaklút svo hægt
væri að vígja mig. Svo að þarna stóðum
við öll útkeyrð eftir viku langt Landsmót
meðan ég var vígð og var ég mjög svo
þakklát og ánægð með að hafa látið vígja
mig á þessum tíma.
Þarna stóð ég 31 árs loksins orðin skáti
og sá eftir því að hafa ekki byrjað fýrr.
Mig langar að segja eitt að lokum ef
þig langar í skemmtilegan félagsskap
og skemmtilegt félagsstarf skoðaðu þá
skátastarfið hvort það sé eitthvað sem
þig langar að prufa. Ég held að ég sé
mjög svo gott dæmi um það að það er
aldrei of seint að taka þátt í skátastarfi
sama hvort maður er skáti, lætur vígja
sig sem skáta eða bara vill rétta fram
hjálparhönd.
Steinunn Ragnhildur
Guðmundsdóttir
Sveitarforingi Drótt og
Rekkaskáta Faxa.
7
Smiðjudagar 2013
Ég, Steinunn Ragnhildur, ásamt 1
Dróttskáta og 2 Rekkaskátum fórum á
Smiðjudaga sem haldnir voru
helgina 18-20. október s.l. í Hveragerði.
Hópurinn lagði af stað á föstudeginum
þann 18. október með Herjólfi klukkan
17:30. Það voru allir mjög spenntir enda
voru þetta líklegast síðustu
Smiðjudagarnir sem haldnir voru þessa
helgi. Og að sjálfsögðu var komið við
á KFC á Selfossi áður en brunað var til
Hveragerðis við mikinn fögnuð þeirri
yngri. Gist var í grunnskólanum í
Hveragerði og þar fór líka flest fram sem
í boði var. Við vorum fyrst á svæðið og
því tók smá bið við eftir að allir hinir
mættu.
Eftir að allir voru komnir og búið að
setja Smiðjudagana var skundað í sund
þar sem meðal annars var gerð tilraun
til að setja evrópumet í hversu margir
kæmust fyrir í einum heitapotti og voru
taldir rétt rúmlega 80 skátar upp úr
honum.
Við tók svo vökunótt hjá
flestum. Á laugardeginum
voru svo allskonar smiðjur t.d
slysaförðun,brjóstsykursgerð, byggja
legó með talstöðvum, körfubolti og
fleira sem var í boði utandyra. Svo á
sunnudeginum var kynning á Landsmó-
tinu 2014, þrif, frágangur og slit á
Smiðjudögunum.
Skátakveðja
Stcinunn Ragnhildur.
Hvað fannstykkur?
Smiðjudagar voru fínir. Okkur fannst
maturinn ekkert spes en smiðjurnar
voru æðislegar.
Ingunn fékk gefins kynlífsspil (finnst
sveitarforingja ástæða til að skjóta
inn í að þetta er kynfræðsluspil}. Við
spiluðum það allt laugardagskvöldið.
Ingunn fór svo að sofa en Daníel Elí og
Hörður vöktu alla nóttina og hlustuðu
á Nylon og spiluðu Uno. Ferðin var
æðisleg og við vorum heppin að komast
á síðustu Smiðjudagana.
Takk fyrir okkur.
Ingunn Silja og Hörður