Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Síða 11

Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Síða 11
Ævintyraferð Faxa til Skotlands Þann 23. júlí lagði galvaskur hópur af skátum frá Faxa í tæplega tveggja vikna ævintýraferð til Skotlands en þetta er í fyrsta skipti sem að skátarnir frá eyjum fara í utanlandsferð á skátamót sem hópur. Forsagan að þessari ferð er sú að á Landsmóti skáta 2012 þá kynntumst við skátum frá skosku skátafélagi sem nefnist 44‘th Glasgow Scouts og mynd- uðust mjög góð vinatengls á milli Faxa og 44‘th. í spjalli eitt kvöldið kom upp sú hugmynd að við færum í heimsókn til Skotlands og það var úr að við ákváðum að fara með þeim á skátamót sem haldið er í Glasgow og heitir Auchengillan Jamboree. Undirbúningurinn fyrir ferðina hófst nánast um leið og við tókum niður tjöldin á Landsmótinu og var strax byrjað að finna leiðir til að fjármagna ferðina. Skátarnir fóru af stað með sölu á grænmeti, jólapappír og fleiru og gekk salan hjá þeim mjög vel. Við Iögðum af stað frá eyjum full tilhlökkunar og var mikill spenningur á leiðinni til Kefla- víkur svo mikill að sumir gátu ekki stjórnað því hvort það ætti að gráta eða hlægja. Við gistum á gistiheimili í Ásbrú en það var nú ekki mikið sofið sumir náðu nokkra tíma svefn á meðan að sumir sváfu ekkert. Við áttum flug snemma um morguninn og var mikill spenningur þegar við komum á flugvöll- inn en svo illa vildi til að það var um 3 tíma seinkun á fluginu þannig að við fundum okkur sæti í biðsalnum og náðu nokkrir að sofna þar á meðan við biðum. Flugið gekk vel og var mikil stemmning í hópnum. Þegar út var komið var hópur af skosku skátunum sem tók á móti okkur og leiddi okkur að bifreiðinni sem áttu að flytja okkur að skátaheimilinu þeirra en það var tveggja hæða útsýnis- strætó og kom það okkur mjög á óvart og fengum við útsýnisferð í leiðinni um Glasgowborg ásamt stoppi á safni þar sem skotarnir báru fram samlokur, safa og að sjálfsögðu má ekki gleyma kartöfluflögunum. Eftir ferðina komum við í skátaheimilið hjá þeim og þar komum við farangrinum okkar fyrir og komu fjölskyldurnar að taka á móti okkur og fórum við heim með þeim. Það er hægt að segja að móttökurnar voru ótrúlegar og allir að vilja búnir að dekra við okkur. Næstu daga tók við full dagskrá í boði 44'th Glasgow við fórum í alls kyns ferðir t.d. til Edinborgar í kastalann, á söfn, í heimsókn í slcoska þingið, þar sem þingkonan Patricia Ferguson var okkar einka leiðsögukona um þingið og sýndi hún okkur skrifstofurnar og fræddi okkur um allt frá byggingunni að stjórnarhættum skota. Við fórum í verslunarleiðangur, ratleik, skoðuðum risastóran krana sem heitir Titan crane og var byggður 1907. Við fengum að fara uppí hann og var útsýnið ótrúlega fallegt það voru ekki allir jafn öruggir að vera svona hátt uppi og fóru aftur fljótlega niður. Á kvöldin hittumst við og fórum í bogfimi, í fjallahjólarallý, grillpartý og einnig áttum við kósýkvöld með fjölskyldunum okkar. Mótið hefði mátt vera aðeins betur skipulagt en afþreyingar skipulagið var ekki alveg nógu gott og það mætti endurskoða það. Þrátt fyrir það þá skemmtum við okkur yfir höfuð bara mjög vel þótt að það rigndi nánast stanslaust í þessa viku sem við vorum á mótinu en í minninguni þá gleymist rigningin eiginlega alla vega hjá mér. Það var svo gaman að kynnast nýju fólki, siðum og menningunni. Skátarnir fengu að leysa ýmis verkefni t.d. að sigla bátum, klifra og síga í klifur- turni, tala í talstöðvar við fólk hér og þar í heiminum, göngur og margt fleira skemmtilegt. Drótt- og Rekkaskátarnir fóru í „Camp in Camp" sem þýðir að þau fóru í sólarhring i burtu í útilegu og fengu að sjá nánast um sig alveg sjálf, sem þeim fannst æðislega skemmtilegt. Farið var í eina dagsferð þá fórum við í dýragarð og svo í lítin bæ sem heitir Stirling en þar bjó Skotlandsdrottningin hún Mary en einnig er þar minnisvarði um Sir William Wallace sem flestir kannast við úr myndinnni Braveheart. Þegar mótinu var lokið komum við okkur fyrir í skátaheimlinu og var ákveðið að klára ferðina á einni verslunaferð í viðbót. Um morgunin áður en við lögðum af stað heim þá var búið að útbúa myndasýningu frá öllu ævintýrinu, þegar að ég horfði á hana og lét hugann reika tilbaka þessa daga sem við vorum búin að upplifa í Skotlandi þá fylltist ég af svo miklu stolti yfir því hvað skátarnir væru búnir að standa sig vel, ég var svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera partur af öllu þessu ferðalagi, 11 r ^ frá hugmyndinni að veruleikanum, einnig var ég yfir mig snortin af gestrisninni og kærleikanum sem ég fann frá skotunum að þegar að ég ætlaði að þakka fyrir okkur þá bara byrjuðu tárin að streyma og ég gat varla talað fyrir ekka, ég var svo hrærð og þakklát fyrir allt. Eg vil að lokum koma á framfæri kærum þökkum til íbúa Vestmannaeyjabæjar fyrir að taka vel á móti skátunum þegar að þau voru í fjáröflununum og síðast en ekki síst vil ég koma kærum þökkum til fyrirtækjanna sem styrktu okkur svo við gætum gert þessa ferð að veruleika. Einnig vil ég nota tækifærið og þakka fyrir samstarfið í gegnum árin þar sem ég ætla að taka mér smá frí frá skátunum vegna veikinda minna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kær skátakveðja Alma Eðvaldsdóttir

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.