Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.12.2017, Qupperneq 6
Viðskipti Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækj­ anna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móður­ félagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekst­ ur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr for­ stjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Tals­ maður Actavis og Medis segir í skrif­ legu svari að almenn starfsmanna­ velta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks. Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og fréttavefurinn Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynn­ ingu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arð­ greiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkja­ dala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt. haraldur@frettabladid.is Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Starfsmenn Actavis og Medis á Íslandi segja óvissu og ákvarðanir stjórnenda hafa skapað slæman starfsanda. Kvarta undan upplýsingagjöf og skráðu sig á jólahlaðborð sem síðan var blásið af. Rekstur móðurfélagsins Teva er þungur. Starfsemi Actavis á Íslandi er til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. FRéttAblAðið/Anton bRink Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Þau eru dóttur- félög hins ísraelska Teva. umhVerfismál „Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og van­ líðan,“ segir Fríða Rún Þórðar­ dóttir, hlaupakona og formaður Astma­ og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra önd­ unarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flug­ eldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukku­ stundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29­falt yfir heilsu­ verndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúm­ metra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. Útlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um ára­ mótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að lík­ lega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýárs­ dagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan­ og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma­ og ofnæmisfélagsins til flugelda­ skothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunar­ tölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð­ ingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í bygg­ ingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með fram­ vindu mála. baldurg@frettabladid.is Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. 2 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 f Ö s t u d A G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 83 0 79 Frá kr. 209.995 m/morgunmat & hálfu fæði skv. ferðalýsingu Netverð á mann frá kr.209.995 m.v. 2 í herbergi. Innifalið: Flug, skattar, gisting í 6 nætur á Hotel Paradis Plage Surf Yoga & Spa Resort 4* m/hálfu fæði og 5 í nætur á Hótel Royal Atlas Agadir 4*+ m/morgunmat. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Einstök 11 nátta ferð þar sem farþegum gefst kostur á að njóta lífsins á einstaklega fallegum hótelum sem standa við strandlengju Marokkó. Á hótelunum er frábær aðstaða til að næra sál og líkama í fullkominni slökun, dekri og vellíðan - allt eftir því hvað hver og einn kýs. Flogið er beint til Agadir í Marokkó og dvalið fyrstu 6 næturnar á Paradis Plage Surf Yoga & Spa Resort og síðustu 5 næturnar á Hotel Royal Atlas Agadir. Á Paradise Plage Surf Yoga & Spa 4* er kjörið að njóta lífsins og alls hins besta sem hótelið hefur uppá að bjóða í mat, drykk og afþreyingu. Á Paradise Plage er boðið upp á jóga, nudd, tyrknesk böð og ýmsar heilsu- og nuddmeðferðir. Fyrir þá sem vilja sörfa en eru óvanir þá er hér í boði brimbrettakennsla. Unnt er að bæta við bókun á ferðinni dásamlegum 5 daga afþreyingarpökkum: Jóga með 5x90 mín. jógatímum. Jóga & Dekur með 5x75 mín. jógatímum, 2 arabískum böðum, 1 kornmaska og 2 slökunarnuddum 25/50 mín. Brimbrettaskóli með 5x90 mín. brimbrettatímum. Brimbretti & Jóga með 5x90 mín. brimbretta- og jógatímum. Brimbretti, jóga og dekur með 5x90 mín. brimbretta- og jógatímum ásamt 2 arabískum ilmolíuböðum, 2 arabískum gufuböðum og 2x25 mín. nuddum. Síðari hluta ferðarinnar er dvalið á Royal Atlas Agadir 4*+ í Agadir, sem er stærsti sólstrandarstaður Marokkó. Í Agadir er að finna gullna strandlengju eins langt og augað eygir en á þessum fallega stað skín sólin um 300 daga á ári. LÍKAMI & SÁL Í MAROKKÓ Jóga - Vellíðan - Sörf 9. maí í 11 nætur Frá kr. 209.995 m/morgunmat & hálfu fæði skv. ferðalýsingu – fáðu meira út úr fríinu BRIMBRETTI & JÓGA 25.000/mann JÓGA 14.000/mann ALLUR PAKKINN 38.000/mann JÓGA & DEKUR 25.000/mann PARADIS PLAGE ROYAL ATLAS 2 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 D -C 6 6 4 1 E 9 D -C 5 2 8 1 E 9 D -C 3 E C 1 E 9 D -C 2 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.