Fréttablaðið - 29.12.2017, Qupperneq 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Smásölu
risinn, eins
og einn
dómnefndar
maður benti
á, var „opin
beraður sem
stofnun á
fákeppnis
markaði“.
Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera
á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnu-
markað ráðið miði við og hótar að segja upp kjara-
samningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjuprest-
urinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur
landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði.
Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða
laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusam-
bands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun
biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusam-
bandsins hefur fyrir störfin sín og hefur haft um ára-
bil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri
laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu
þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega
vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir
á herðum forseta Alþýðusambands Íslands.
Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsfor-
ystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vand-
fundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra
milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um
hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016
um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð
það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnu-
markaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum
launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþega-
hreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir
stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert
annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð
hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í
úrskurðum sínum.
Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi
sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir
þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp
kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í
framhaldinu færi vel á því að fólkið við samninga-
borðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun
og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir
láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að
taka mark á og miða lægstu launin við.
Hræsnin um launin
Gunnlaugur
Stefánsson
fyrrverandi al-
þingismaður og
sóknarprestur í
Heydölum
Tekjuhátt
fólk man oft
ekki ná
kvæmlega
hvaða laun
það hefur.
Gildir það um
forseta
Alþýðu
sambands
Íslands?
Landslagið á smásölumarkaði tók stakkaskiptum á árinu sem er að líða. Innreið Costco til Íslands, sem og að einhverju marki koma H&M, hratt af stað tímabærri uppstokkun í verslun hérlendis þar sem fyrirtæki hafa þurft að leita allra leiða til
að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi. Þegar
við bætist mikill og ör vöxtur í netverslun er óhætt að segja
að það hafi orðið kerfisbreyting á smásölumarkaði. Þær
breytingar eru líklegar til að hafa varanleg áhrif á íslenskt
viðskiptalíf – til enn frekari hagsbóta fyrir neytendur.
Það var því ekki að ástæðulausu að opnun verslunar
Costco eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Frétta-
blaðsins, Vísis og Stöðvar 2. „Fáir eða enginn einstakur
viðburður í íslensku atvinnulífi hefur haft eins víðtæk áhrif
og sú viðskiptaákvörðun að opna Costco á árinu,“ sagði
einn dómnefndarmaður. Undir þá skoðun má taka en
koma Costco hefur einnig haft afgerandi áhrif á heildsölu-
og eldsneytismarkaðinn. Heildsalar reyndu að endursemja
við erlenda birgja um lægra innkaupsverð enda þótti ljóst
að margar smærri verslanir myndu sjá hag sínum best
borgið með því að beina viðskiptum sínum til Costco.
Þá brugðu stærstu smásölufyrirtæki landsins, svo sem
Hagar og N1, á það ráð að snúa vörn í sókn og mæta hinum
nýja keppinaut með því að sameinast annars vegar Olís
og hins vegar Festi, móðurfélagi Krónunnar. Þau viðskipti
bíða enn samþykkis Samkeppniseftirlitsins en það hefur
áður komist að þeirri niðurstöðu að ógilda boðaðan sam-
runa Haga og Lyfju. Sú ákvörðun var mislestur á stöðunni
þar sem lítið tillit var tekið til breyttra aðstæðna á smásölu-
markaði. Stjórnendur Haga eiga samt enn langt í land með
að auka tiltrú fjárfesta á félaginu sem refsuðu þeim fyrir að
hafa sofið á verðinum í aðdraganda opnunar Costco. Hluta-
bréfaverð Haga lækkaði á skömmum tíma um meira en
35 prósent eftir komu Costco. Íslenski smásölurisinn, eins
og einn dómnefndarmaður benti á, var „opinberaður sem
stofnun á fákeppnismarkaði“.
Árið 2017 hefur því um margt verið ár neytandans.
Verðlag lækkaði nokkuð eftir afnám vörugjalda og tolla
og EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að bann
stjórnvalda við innflutningi á fersku kjöti og eggjum bryti í
bága við EES-samninginn. Almenningur hefur einnig ekki
farið varhluta af miklum efnahagsuppgangi. Raungengi
krónunnar er í hæstu hæðum og kaupmáttur Íslendinga
erlendis sjaldan verið meiri. Ólíkt árunum í aðdraganda
bankahrunsins þá stafar hagvöxturinn og gengisstyrkingin
í þetta sinn einkum af stöðugum vexti í útflutningstekjum
og stórbættri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Viðskipta-
afgangur hefur verið mikill og viðvarandi og erlend staða
þjóðarbúsins ekki verið betri frá því mælingar hófust. Hag-
kerfið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum.
Á sama tíma og allt stefnir í að núverandi hagvaxtarskeið
verði hið lengsta í lýðveldissögunni þá hefur verðbólga
verið undir markmiði Seðlabankans í nær fjögur ár. Kaup-
máttur launa hefur vaxið um 7 prósent í ár en frá ársbyrjun
2015 hefur aukningin verið liðlega 20 prósent. Ólíklegt
er að sami vöxtur verði í kaupmætti árið 2018 en að það
takist að tryggja frið á vinnumarkaði og semja um hóflegar
launahækkanir eru forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum
Seðlabankans. Það yrði betri niðurstaða fyrir almenning en
nafnlaunahækkanir sem engin innstæða er fyrir.
Ár neytandans
Þú færð Víg Snorra á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
Samsett kaka sem skýtur upp
þyrpingu af 10 kúlum í einu
með gulllituðum hala. Kúlurnar
springa í rauðar, grænar og gular
stjörnur með brakandi leiftri.
skot
53
SEK
4
5
16
100
kg
Eldfimara en Icesave
Sævari Helga Bjarnasyni stjörnu-
fræðikennara hefur tekist að
kljúfa þjóðina í tvennt með til-
lögu um að almenn notkun flug-
elda verði bönnuð. Reykmengun,
svifryk, hávaði og sóðaskapur eru
ástæðurnar. Drjúgur hluti lands-
manna er vitaskuld sprengju-
óður og tekur þessu eins og óðar
ýlur á heiðum himni. Sprengi-
gígurinn sem myndast hefur
milli þeirra sem eru með Sævari
og á móti virðist álíka djúpur og
Icesave-gjáin sællar minningar.
Sprengjufólkið lætur skömmum
rigna yfir Sævar og gefur lítið
fyrir kveinstafi fólks með
öndunarörðugleika og eigendur
gæludýra enda ekki aðeins alís-
lensk áramótagleði í húfi heldur
túr ista aðdráttar afl Reykjavíkur
um áramót og auðvitað efnahags-
reikningur björgunarsveitanna.
Tár falla á biskup
Þjóðargersemin Laddi bræddi ófá
hjörtu með angurværri útsetn-
ingu á jólalaginu Snjókorn falla á
tónleikunum Gloomy Holiday í
Hörpunni í fyrrakvöld. Laddi gaf
sig allan í harmþrunginn sönginn
og hafi einhver séð glitra á tár á
hvarmi hans þá er sonur hans,
uppistandsgrínarinn Þórhallur
Þórhallsson, með skýringu á
reiðum höndum: „Ástæðan fyrir
að pabbi var svona tárvotur í gær
á tónleikunum var að hann var
nýbúinn að frétta hvað biskupinn
borgar í leigu.“ Flóknara var það
nú ekki. thorarinn@frettabladid.is
2 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s T U d A G U r10 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
2
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
9
D
-A
D
B
4
1
E
9
D
-A
C
7
8
1
E
9
D
-A
B
3
C
1
E
9
D
-A
A
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K