Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 29.12.2017, Qupperneq 18
Þú færð Gunnar á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Gunnar á Hlíðarenda er einn af mestu hetjum Íslandssögunnar. Bláar kúlur skjótast upp og springa með braki og brestum í silfraða pálma og rauðar stjörnur sem dreifast um himininn. Sannkallaður kappi. skot 24 SEK 2 4 6 36 kg Hin 25 ára Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er íþróttamaður ársins 2017 á stórbrotnu ári í sögu íslenskra íþrótta. FRéttablaðið/eRniR Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingurinn sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan sem hampar titlinum. Íþróttamaður ársins Blað var brotið í 62 ára sögu Íþróttamanns ársins þegar kylfingur varð í fyrsta sinn fyrir valinu í kjörinu, sem Sam- tök íþróttafréttamanna standa að. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk flest atkvæði í kjörinu, 422 stig af 540 mögulegum. Knattspyrnu- mennirnir Aron Einar Gunnars- son og Gylfi Þór Sigurðsson voru skammt undan en þessi þrjú voru í nokkrum sérflokki. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ár, eins og allir eru búnir að segja, hjá öllu íþróttarfólkinu okkar og það er mikill heiður að vera valin úr þessum hópi,“ sagði Ólafía Þórunn þegar valið var kunngjört. Ólafía var sannkallaður braut- ryðjandi fyrir íslenska kylfinga á árinu sem er að líða. Hún varð fyrsti Íslendingurinn sem keppir á banda- rísku atvinnumótaröðinni í golfi og varð einnig fyrsti Íslendingurinn til að keppa á risamóti í íþróttinni en alls keppti hún á þremur slíkum mótum á árinu. Stærsta afrekið var þó líklega að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni sem er ekki sjálfgefið fyrir nýliða. Ólafía vann sig jafnt og þétt upp peninga- lista mótaraðarinnar en efstu 80 kylfingar hennar í lok árs komust í efsta forgangsflokk næsta tímabils. Ólafía hafnaði í 73. sæti listans með 23,5 milljónir. „Þetta er vonum framar að vera í toppbaráttunni. Fyrst langaði mig bara að halda kortinu mínu, en svo fékk ég reynslu og lærði af árinu og það fleytti mér áfram,“ sagði Ólafía, en hún náði best fjórða sæti á árinu á móti í Bandaríkjunum. Hún spilar við marga af bestu kvenkylfingum heims og sagðist hafa verið smeyk við þær í fyrstu, en í dag séu þær orðnir vinir. „Í fyrstu mótunum þá var það mjög skrítið [að mæta stóru nöfnunum] og mér fannst ég alltaf vera fyrir þeim, ég var bara einhver lítill Íslendingur, en núna þá eru þær jafningjar mínir og við erum bara vinkonur.“ Ólafía spilaði mikið á árinu og sagði það hafa tekið sinn toll. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu.“ Nýtt keppnistímabil hefst í lok janúar á Bahamaeyjum en það er margt spennandi fram undan hjá Ólafíu, sem er nú þegar örugg með keppnisrétt á fyrstu risamótum ársins. Ólafía ætlar sér að gera enn betur á næsta ári en í ár. „Stefnan er sett ennþá hærra. Ég er ekki alveg búin að setja mér markmið fyrir árið, annað en bara að vinna hörð- um höndum og sjá hversu langt maður kemst. Maður stefnir alltaf á sigur, ég á ennþá eftir að brjóta þann múr á Evrópumótaröðinni eða LPGA, svo það er næsta mark- mið,“ sagði Ólafía. Mikil ferðalög fylgja golfíþrótt- inni, en mót LPGA mótaraðarinnar fara fram í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Ólafía sagði ferðalögin vera erfið og hún viti oft á tíðum ekki hvar hún er hverju sinni. Hún hefur verið í fríi eftir að Drottningarmót- inu í Japan lauk nú fyrr í mánuð- inum og nýtir þann tíma vel. Hún segir þó að tíminn hverfi frá henni í hina ýmsu hluti, hún sé alltaf í við- tölum eða myndatökum og viti ekk- ert hvert tíminn fari. „Ég er ekki búin að snerta golf- kylfu frá því ég kom frá Japan. Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera alveg andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía, en hún segist njóta þess að vinna í andlegu hliðinni. „Ég er smá svona nörd þar og finnst ógeðslega gaman að vinna í því,“ sagði íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. astrosyr@365.is 1. Heimir Hallgrímsson, knattspyrna ....................................135 2. Þórir Hergeirsson, handbolti .......................................... 63 3. Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrna ...................................... 12 Íþróttamaður ársins mest 540 stig Aron Einar Gunnars- son varð í öðru sæti í kjörinu með 379 stig. Aron Einar hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins um árabil og fór fyrir liðinu þegar það tryggði sér sæti á HM í knattspyrnu. Aron Einar var fastamaður með Car- diff í ensku B-deildinni á árinu. Í þriðja sæti varð Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Ever- ton. Gylfi Þór var lykil- maður með landsliðinu og þótti einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á vormánuðum, er Swansea bjargaði sér frá falli. Gylfi var svo seldur til Everton í sumar fyrir metupphæð. Lið ársins Karlalandsliðið í knatt- spyrnu fékk fullt hús stiga í kjörinu um lið ársins þriðja árið í röð. Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og varð um leið fámennasta þjóð heims til að afreka það. Ísland vann sinn riðil í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn. Þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson hlaut einnig fullt hús stiga í kjörinu og er því þjálfari ársins í annað sinn. Undir stjórn Heimis náði karlalandsliðið í knatt- spyrnu sögulegum árangri og mun hann stýra því á HM í Rússlandi næsta sumar. Niðurstaða kjörsins 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf .......................................................... 422 2. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna ......................................... 379 3. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna ........................................ 344 4. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar .................................................... 172 5. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna ......................................... 125 6. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti ............................................... 94 7. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna ............................................ 88 8. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund ...........................................................76 9. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf .............................................................72 10. Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra .....................................47 11. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar ........................................................41 12. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar ..........................................37 13. Alfreð Finnbogason, knattspyrna .............................................18 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf .............................................................17 15. Martin Hermannsson, körfubolti ................................................16 16. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar ..........................................15 17. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingar .......................................................4 18. Snorri Einarsson, skíðaganga ..............................................2 19. Hannes Þór Halldórsson, knattspyrna .............................................. 1 20. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna .............................................. 1 1. A-landslið karla, knattspyrna .. 135 2. Þór/KA, knattspyrna ..................... 27 3. Valur, handbolti .............................. 22 2 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t u d a G u r18 s p o r t ∙ F r É t t a b L a ð i ð sport 2 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 D -D 0 4 4 1 E 9 D -C F 0 8 1 E 9 D -C D C C 1 E 9 D -C C 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.