Fréttablaðið - 29.12.2017, Síða 26
Mikilvægt er að kisur fái tækifæri
til að leita skjóls á öruggum stað á
meðan sprengjuregnið dynur yfir.
Sprengingar og ljósleiftur virðast gleðja flest mannfólk um áramótin en dýr eins og
hundar, hestar og kettir upplifa oft
mikla vanlíðan og skelfingu þegar
flugeldar eru annars vegar. Dæmi
eru um að hundar sleppi og hlaupi
fyrir bíla og hestar hafa fælst við
flugelda, brotist út úr girðingum
og hlaupið til fjalla eða í veg fyrir
bílaumferð og valdið slysum á
sjálfum sér og öðrum. Kettir geta
upplifað slíka ofsahræðslu að
langan tíma tekur að vinna traust
þeirra aftur. Það er því mikilvægt
að dýraeigendur séu meðvitaðir og
grípi til ráðstafana.
Hesta ætti helst að setja inn í
hús ef það er hægt en annars halda
þeim á kunnuglegum slóðum.
Hestum sem komnir eru á gjöf í
hesthúsum skal gefið vel, hafa ljósin
kveikt og útvarp í gangi. Eigendur
ættu helst að fylgjast með hestun-
um ef því er komið við, eða allavega
vitja þeirra sem fyrst eftir lætin.
Í þéttbýli er best er að halda
köttum alveg inni dagana í kring-
um áramót og hafa hunda alltaf í
taumi þegar þeim er hleypt út, þó
það sé bara út í garð. Bæði kettir
og hundar þurfa að hafa greiðan
aðgang að góðu skjóli eða „leyni-
stað“ innanhúss þar sem þeir finna
til öryggis. Þar er gott að byrgja
glugga og vera með talmálsútvarp
í gangi, rólegar mannaraddir vekja
öryggistilfinningu hjá dýrum.
Hunda er best að viðra vel árla
dags í birtu svo þeir verði þreyttir
um kvöldið og ef þeir eru mjög
hræddir þá gjarna viðra fyrir utan
bæinn. Að kvöldi er góð hugmynd
að viðra stutt meðan skaupið er
sýnt, þá er yfirleitt afar rólegt.
Hunda skyldi alls ekki fara með á
brennur eða út að skjóta upp flug-
eldum.
Dýr sem sýna mikla hræðslu ber
ekki að skilja eftir ein. Misjafnt er
hvort hrædd gæludýr vilja félags-
skap eigandans eða hvort þau vilja
skríða í felur. Allra mikilvægast er
að dýrin sleppi ekki út.
Gott er að tala rólega en glaðlega
við dýrin, til að sannfæra þau um
að heimurinn sé ekki að farast.
Jafnvel er hægt að gefa þeim smá
dýranammi meðan eða strax á
eftir hvelli, svo þau tengi þessi læti
einhverju jákvæðu. Strokur og
snerting eiganda róa einnig flest
dýr og veita þeim styrk.
Hægt er að fá lyfseðil fyrir
kvíðadempandi lyf og þá er mikil-
vægt að byrja ekki meðhöndlun
of seint þegar dýrið er komið í
hræðslukast, en þá er virknin mun
takmarkaðri. Varað er við að gefa
dýrum nokkur lyf nema í samráði
við dýralækni.
Ungum dýrum sem eru að upp-
lifa sín fyrstu áramót þarf að sýna
sérstaka aðgát.
Einnig fæst hjá mörgum dýra-
læknum róandi lykt ýmist í háls-
bandi, eða til að setja í innstungu
og er gott að setja slíkt upp ekki
seinna en 2 vikum fyrir áramót.
Allra mikilvægast er alltaf að
dýrin séu í öruggu umhverfi og
njóti stuðnings eigenda sinna.
Byggt á texta af vef Matvæla-
stofnunar, mast.is.
Gæludýrin
um áramót
Rósakál er frábært meðlæti með ýmsu kjöti og hægt að elda á ótal vegu. Sjálfsagt
muna flestir eftir soðnu rósakáli
úr æsku sinni sem mörgum finnst
hæfilega spennandi meðlæti. Hér
er uppskrift að einföldu en um
leið afar gómsætu meðlæti þar
sem beikon leikur stórt hlutverk.
Þetta meðlæti hentar sérstak-
lega vel með reyktu svínakjöti en
raunar með flestu kjöti sem boðið
er upp á síðasta kvöld ársins.
24 rósakálshnúðar
Gróft salt
12 beikonsneiðar
¼ bolli hlynsíróp
2 msk. púðursykur
Cayenne-piparduft, á hnífsoddi
Hitið ofninn í 200 gráður og
þekið bökunarplötu með
álpappír. Skerið endana af rósa-
kálinu og fjarlægið ystu blöðin
ef þarf. Blandið saman í skál
hlynsírópinu, púðursykrinum og
cayenne-piparnum.
Skerið beikonsneiðarnar til
helminga og smyrjið blöndunni
á aðra hlið beikonsneiðanna.
Vefjið einum beikonhelmingi
utan um hvern rósakálshnúð
þannig að smurða hliðin snúi að
kálinu og setjið á plötuna. Smyrj-
ið aftur yfir með blöndunni.
Bakið þar til beikon er orðið
stökkt og rósakálið steikt í gegn
en það tekur um 20 mínútur.
Berið fram heitt.
Beikonvafið rósakál með steikinni
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . d e s e M B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
2
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
9
D
-A
8
C
4
1
E
9
D
-A
7
8
8
1
E
9
D
-A
6
4
C
1
E
9
D
-A
5
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K