Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Bíllinn er nýr og óekinn, steingrár á litinn, sérinnréttaður með lúxusfyrirkomulagi fyrir 16 farþega, leiðsögumann og ökumann alls
18 sæti. Bíllinn er innréttaður í Póllandi með ákaflega fallegri og vandaðri innréttingu og eru sætin sérlega þægileg. Ábyrgð er á
bílnum frá Mercedes Benz.
Bíllinn er með 3,0l, 191 hestafla díselvél, sjálfskiptur á loftpúðafjöðrun, hiti er í framrúðu,
stórar dökkar rúður með tvöföldu gleri á hliðum. Niðurtekið farangursrými og
rennihurð farþegamegin. Einnig er akgreinavari, dráttarkrókur, tveir rafgeymar,
ökuriti ogWebasto olíumiðstöð.
Farþegarými: Leðursæti, tveir stórir skjáir í loftinu, loftkæling við hvert sæti. Hátalarar
við hverja sætaröð, USB-tengi við öll sæti, 230V tengill í annarri hverri sætisröð. Lesljós
eru við hvert sæti. Daglýsing er í farþegarými en einnig hægt er að breyta lit á ljósum.
Þægileg blá næturlýsing er í lofti.
Leiðsögumaður: Tvöfalt guide kerfi, þráðlaus míkrafónn og einnig snúrutengi.
Samskiptagræjur með: útvarpi, CD, USB, SD Card, Bluetooth.
Nánari upplýsingar: Indriði Jónsson s. 771-8900 indridi@bilo.is
M.BENZ SPRINTER 519VIP LUXURY 16+1+1manna
Verð 10.700.000 + vsk
Bannið, sem Donald Trump Banda-
ríkjaforseti setti á ferðalög ríkisborg-
ara sex ríkja til Bandaríkjanna, gekk
formlega í gildi í fyrrinótt, á miðnætti
að íslenskum tíma. Hæstiréttur
Bandaríkjanna hafði fyrr í vikunni úr-
skurðað að bannið mætti ganga í gildi,
en setti nokkrar takmarkanir á það
hvernig því yrði framfylgt.
Samkvæmt forsetatilskipun
Trumps um bannið er ríkisborgurum
sex ríkja, Írans, Líbýu, Sómalíu, Súd-
ans, Sýrlands og Jemens nú meinað
að ferðast til Bandaríkjanna næstu 90
daga frá gildistöku bannsins, auk
þess sem Bandaríkjastjórn hættir að
taka við flóttamönnum í 120 daga frá
og með 6. júlí.
Deilt um skilgreiningar
Í úrskurði Hæstaréttar var meðal
annars kveðið á um það að stjórnvöld-
um væri óheimilt að vísa úr landi þeim
sem þegar hefðu fengið gilt landvist-
arleyfi eða ríkisborgararétt. Þá yrði
einnig óheimilt að meina fólki með
„náin fjölskyldutengsl“ við Bandarík-
in að koma til landsins.
Deilt hefur hins vegar verið um
skilgreiningu bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins á því hvað fælist í hug-
takinu „náin fjölskyldutengsl“. Töld-
ust til dæmis stjúp- og hálfsystkin
sem „náin fjölskylda“, en ekki afar og
ömmur eða systkini foreldra.
Ákváðu stjórnvöld í Hawaii-ríki,
sem lagst hefur gegn banninu, að
biðja alríkisdómara um að skýra út
hvað átt væri við, þar sem íbúar rík-
isins litu á afa og ömmur sem „nána
fjölskyldumeðlimi“.
sgs@mbl.is
Ferðabannið gengið í gildi
Gildir í 90 daga Afar og ömmur ekki talin „nánir fjölskyldumeðlimir“
Ferðabannið
» Gildir í 90 daga fyrir fólk frá
Íran, Líbýu, Sómalíu, Súdan,
Sýrlandi og Jemen
» Þá munu Bandaríkin ekki
taka við neinu flóttafólki í 120
daga
» Gildir ekki um fólk með „ná-
in tengsl“ við Bandaríkin
Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Moon Jae-
in, forseta Suður-Kóreu, í Hvíta húsinu í gær. Leiðtog-
arnir ræddu meðal annars hvernig ætti að hafa stjórn á
kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu, en þeir hafa haft
ólíka sýn á það hvernig nálgast ætti málið. Að sögn
Trumps eru margir möguleikar í stöðunni en hann vill
einangra Norður-Kóreu vegna ítrekaðra tilrauna rík-
isins með eldflaugar sem borið geta kjarnorkuvopn.
AFP
Ræða kjarnorkuvopn Norður-Kóreu
Réttarhöld yfir þremur fyrrverandi
stjórnendum Tokyo Electric Power
(Tepco), sem rak Fukushima Daiici-
kjarnorkuverið, hófust í gær.
Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir
vanrækslu í starfi vegna kjarn-
orkuslyssins sem varð í kjölfar jarð-
skjálftans sem reið yfir Japan árið
2011. Saksóknarar segja að menn-
irnir hefðu getað komið í veg fyrir
að kjarnaofnarnir bræddu úr sér,
en mennirnir eru þeir einu sem
hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í
slysinu. Þeir eiga yfir höfði sér
fimm ára fangelsi eða sekt en neita
allir sök.
Réttarhöld hefjast
vegna Fukushima
JAPAN
Stjórnlagadómstóll Austurríkis úr-
skurðaði í gær að ríkið hefði verið í
fullum rétti að taka húsið þar sem
Adolf Hitler fæddist eignarnámi, en
fyrri eigandi hafði kært gjörning-
inn.
Húsið, sem er í Braunau amInn,
var í niðurníðslu þegar austurríska
þingið samþykkti lög í desember síð-
astliðnum um að það tilheyrði rík-
inu, þar sem fyrri eigandi vildi
hvorki selja né gera við það.
Sögðu stjórnvöld að nauðsynlegt
hefði verið að taka húsið eign-
arnámi, svo að koma mætti í veg fyr-
ir að það yrði að helgistað nýnasista.
Fæðingarstaður
Hitlers eign ríkisins
Húsið umdeilda.
AUSTURRÍKI
Þýska sambandsþingið samþykkti í
gær að lögleiða hjónabönd samkyn-
hneigðra. Segir nú í lögunum að
„hjónaband sé samningur á milli
tveggja einstaklinga af sitthvoru eða
sama kyninu“.
Með breytingunum fá samkyn-
hneigðir öll þau réttindi sem gagn-
kynhneigðir höfðu áður í hjónabandi,
og jafnframt fá samkynhneigð pör
sömu réttindi til að ættleiða börn.
Vinstriflokkar á þýska þinginu
lögðu fram frumvarpið um að fólki af
sama kyni yrði heimilað að ganga í
hjónaband. Barátta þeirra fyrir
frumvarpinu fékk byr undir báða
vængi á mánudag þegar Angela
Merkel sagði í viðtali að flokksmenn
hennar þyrftu ekki að fylgja flokks-
línu í málinu, heldur mættu þeir
leyfa eigin afstöðu til málsins að
ráða. Margir íhaldssamir þingmenn
brugðust reiðir við þessari ákvörðun
kanslarans. Sjálf greiddi hún at-
kvæði gegn lögunum og færði þau
rök fyrir atkvæði sínu að þýska
stjórnarskráin heimilaði ekki hjóna-
band fólks af sama kyni.
Neðri deild þingsins samþykkti
frumvarpið með 393 atkvæðum gegn
226 og hefur efri deildin nú þegar
samþykkt það. Búist er við að lögin
taki gildi fyrir lok þessa árs.
Þýskaland er þar með 23. landið í
heiminum til þess að lögleiða hjóna-
bönd samkynhneigðra. urdur@mbl.is
Merkel lagðist
gegn lögunum
Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd
AFP
Fögnuður Neðri deild þýska þingsins samþykkti frumvarpið með 393 at-
kvæðum gegn 226. Búist er við að lögin taki gildi fyrir lok þessa árs.
Kínverjar fordæmdu í gær þá ákvörð-
un Bandaríkjastjórnar að selja Taí-
vönum vopn upp á 1,3 milljarða
Bandaríkjadala, eða sem nemur um
134 og hálfum milljarði íslenskra
króna. Kröfðust þeir þess að Banda-
ríkin hættu öllum viðskiptum sínum
við eyna, en Kínverjar líta á Taívan
sem hluta af ríki sínu.
Lu Kang, talsmaður kínverska ut-
anríkisráðuneytisins, sagði að Kín-
verjar hefðu sent formleg mótmæli til
Washington, og hvatti hann banda-
rísk stjórnvöld til þess að standa við
yfirlýsta stefnu sína um að Kína og
Taívan séu eitt ríki. Tsai Ing-wen,
forseti Taívans, sagði hins vegar að
friðurinn yrði þá og því aðeins varð-
veittur ef Taívanir héldu öflugri getu
til sjálfsvarnar.
Mótmæla
vopnasölu
til Taívans
Kínverjar argir
Bandaríkjunum