Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017
Arnarhóll Saxófónleikari lék af fingrum fram á hljóðfæri sitt í skjóli styttunnar af landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni. Tónarnir flæddu niður Arnarhólinn og glöddu gesti miðborgarinnar.
Ófeigur
Reykjavíkurflug-
völlur er nauðsynlegur
og fastur hlekkur í
sjúkraflutningum hér
á landi. Það er ber-
sýnilegt við lestur
nýrrar skýrslu Viðars
Magnússonar, yf-
irlæknis og formanns
fagráðs sjúkraflutn-
inga. Þar færir hann
skýr rök fyrir því, að
óhjákvæmilegt sé að skipta landinu
í tvö svæði, þannig að minni og létt-
ari þyrlur séu til taks á Suður- og
Vesturlandi. Af landfræðilegum og
veðurfarslegum ástæðum annist
flugvélar og eftir atvikum
björgunarþyrlur sjúkraflutninga á
Vestfjörðum, Norður- og Austur-
landi. Í skýrslunni er bent á, að í
vestrænum löndum eru þyrlur oft
notaðar til sjúkraflutninga ef það
eru meira en 50 km á sjúkrahús en
flugvélar ef um er að ræða meira
en 250 km fjarlægð (ca. einnar klst.
flug með þyrlu).
Áhersla er lögð á, að
sjúkraþyrlur og flug-
vélar geti flutt með
sér teymi sem getur
hafið bráðameðferð
strax á vettvangi.
Augljóst er, að þessi
skipting landsins í tvö
svæði fellur um sjálfa
sig, ef sjúkraflug fyrir
fjarlægustu byggðir
landsins ætti að fara
um Keflavíkurflugvöll
og þaðan með þyrlu
eða sjúkrabíl til Reykjavíkur. Við
það tapaðist of mikill tími. Svo vill
til, að góður vinur minn varð fyrir
alvarlegu slysi. Hann var fluttur
með sjúkraflugi til Reykjavíkur og
mátti ekki tæpara standa, – hann
hefði aldrei lifað af akstur frá
Keflavík og þær tafir sem slíkri
lykkju fylgdu. – „Þá væri ég ekki
hér,“ sagði hann þegar við hitt-
umst.
Það er athyglisvert hversu mikil
áhersla er á það lögð í skýrslunni
að stytta tímann sem það tekur að
koma sjúklingi á Landspítalann í
sérhæfða meðferð. Fyrsti klukku-
tíminn getur ráðið úrslitum um
bata, – og hver mínúta skiptir auð-
vitað máli. Kransæðastífla, heila-
blóðfall, alvarlegar sýkingar og fjöl-
áverkar eru sérstaklega nefnd til
sögunnar. Og svo fleygir læknavís-
indunum fram. Þannig eru nú að
opnast möguleikar til að sækja
blóðtappa í heilann sem enn þreng-
ir tímarammann.
Þegar fréttir bárust af því, að
Hvassahraun væri vatnsvernd-
arsvæði hélt ég satt að segja að
hugmyndir Rögnu-nefndarinnar um
flugvöll þar væru úr sögunni. En
það er síður en svo. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir er búin „að
kynna sér málin ofan í kjölinn“.
Þvert ofan í það sem hún áður
sagði segir hún núna að framtíð
innanlandsflugsins sé ekki í Vatns-
mýrinni. Og bætir því við, að það sé
alls ekkert vandræðalegt fyrir sig
að skipta um skoðun. Ég fór að
velta þessum orðum fyrir mér og
það er rétt sem hún segir: Hún
stendur ekki fyrir það sem hún
stóð fyrir áður. Hún er önnur póli-
tísk manneskja.
Góður vinur minn, sem hefur
dvalist langdvölum erlendis og er
alltaf á ferð og flugi milli heimsálfa,
segir um Reykjavíkurflugvöll að
hann sé aðaljárnbrautarstöð lands-
ins, – öll lönd þurfi að hafa sína
„central station“. Glöggt er gests-
augað. Þingmaður fyrir norðaust-
urhornið í áratugi þekki ég þá þýð-
ingu sem völlurinn hefur fyrir þau
byggðarlög sem fjærst eru Reykja-
vík. Fjölmargir þurfa að skjótast
suður, reka erindi sín og komast
heim aftur helst um kvöldið. Í flug-
stöðinni í Reykjavík hittist fólk af
öllu landinu, rifjar upp gömul kynni
og treystir vináttuböndin. Lengi
hefur það beðið eftir nýrri flugstöð
og nú loksins er von um að það geti
orðið. En auðvitað heyrast úrtölu-
raddir. Hæst lætur í borgarstjór-
anum: Flugstöðin verður þá að vera
færanleg, – væntanlega á hjólum!
Og undir þetta taka ráðherrar úr
Viðreisn og Bjartri framtíð, – það
er ljóti samsöngurinn!
Í skýrslu Viðars Magnússonar er
lögð áhersla á, að með vaxandi sér-
hæfingu verði sjúkraflutningar lyk-
illinn að því, að „allir landsmenn
eigi kost á fullkomnustu heilbrigð-
isþjónustu sem á hverjum tíma eru
tök á að veita“. Mikil vinna hefur
verið lögð í skýrsluna. Það er rök-
rétt framhald af henni að heilbrigð-
isráðherra hafi forgöngu um að
mörkuð verði stefna í sjúkraflutn-
ingum, – hvernig þeir skuli byggðir
upp og hvernig þeir falli inn í heil-
brigðiskerfið í heild sinni. Þá mun
koma í ljós, að Reykjavíkurflug-
völlur verður hornsteinninn í þeirri
stefnumörkun. Undan því verður
ekki vikist.
Eftir Halldór
Blöndal »Hæst lætur í borgar-
stjóranum: Flug-
stöðin verður þá að vera
færanleg, – væntanlega
á hjólum!
Halldór Blöndal
Höfundur er fyrrverandi ráðherra og
forseti Alþingis.
Reykjavíkurflugvöllur verður
áfram miðstöð sjúkraflutninga