Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 2
Minnkandi mengun er í hafinu Að styrk eru mengandi efni í NA-Atlantshafi á undanhaldi og ástand sumra fisktegunda þar að braggast, segir í nýrri úttekt sem gerð var undir merkjum OSP- AR-samningsins á ástandi haf- svæðisins. Rusl í hafi, þá helst plast, skapar mikinn vanda og ýmsir stofn- ar sjófugla á þessu svæði eiga í vök að verjast. Til lengri tíma eru áhrif loftslagsbreytinga og súrnun hafsins áhyggjuefni, en óvissa um hver áhrifin á lífríki hafsins verða. Þetta segir í frétt frá umhverfis- ráðuneytinu um skýrslu OSPAR, sem í gær var kynnt á ársfundi samningsins í Cork á Írlandi. Meng- un af völdum ýmissa þungmálma og þrávirkra lífrænna efna í hafi er minni nú en þegar síðasta úttekt var gerð árið 2010. Sömuleiðis er losun geislavirkra efna í sjó minni og olíu- og efnamengun að dragast saman. Þá eru ýmsar tegundir fiska í vexti og telja sérfræðingar góða fiskveiði- stjórnun skýra það að hluta. sbs@mbl.is  OSPAR með úttekt Hafið Skipið er á leiðinni í land. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Fegrum utandyra DEKAPRO útimálning, 10 lítrar 7.490 Oden þekjandi viðarvörn 2,8 lítrar, A stofn 4.890 ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l. 3.680 Landora tréolía Col-51903 3 l. 1.980 Dicht-Fix þéttiefni. 750ml1.795 Þakmálning 10 lítrar Rauð og svört 8.990 Borgarráð hefur samþykkt að veita alls 30,7 milljónum króna til bráðabirgðaviðgerða á útilista- verkum í eigu Reykjavíkurborgar. Viðgerðir á verkunum eru í umsjá Listasafns Reykjavíkur og hefur forvörður á vegum safnsins lagt mat á ástand þeirra. Áætlaður kostnaður vegna sér- fræðivinnu og bráðabirgðavið- gerða í ár nemur tæpum 15,7 milljónum króna. Þá skal næstu þrjú árin veita 5 milljónum króna árlega til áframhaldandi viðgerða. Af áætluðum heildarkostnaði munar mest um lagfæringar á úti- listaverkinu Fyssu eftir Rúrí í Grasagarði Reykjavíkur sem vígt var árið 1995. Upphæðin nemur um 8 milljónum króna í ár. Auk þess verður árlega greidd milljón króna sem fer í reglubundið við- hald á verkinu næstu þrjú árin. Stærstur hluti framlagsins til Fyssu verður nýttur í að laga ónýtar vatnsdælur og koma vatns- ganginum í lag. Samkvæmt mati forvarðar Listasafns Reykjavíkur eru eink- um 11 verk sem brýnt er að laga og bæta sem fyrst, auk þess sem hreinsa þarf stöpla í garði Ás- mundarsafns, bæta merkingar og fleira. Skráð útilistaverk í Reykja- vík eru alls 183 en þar af eru 148 í eigu borgarinnar og ber Listasafn Reykjavíkur ábyrgð á þeim verk- um. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Fyssa Listaverkið er eftir listamanninn Rúrí og er í Grasagarði Reykjavíkur. Verkið var vígt árið 1995. Lagfæra listaverk fyrir rúmar 30 milljónir króna  Munar mest um viðgerðir á Fyssu í Grasagarðinum Viðgerðir Verið er að gera við styttu Héðins Valdimarssonar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu Borgunar vegna málsóknar Landsbankans gegn fyrirtækinu. Í desember greindi Landsbankinn frá því að hann hefði stefnt Borgun hf., for- stjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf., en málið er höfðað til viðurkenn- ingar á skaðabótaskyldu stefndu. Hinir stefndu kröfðust þess að mál- inu yrði vísað frá en héraðsdómur taldi rétt að málið hlyti efnislega meðferð. Í tilkynningu bankans frá því í desember kemur fram að það sé mat Landsbankans að hann hafi orðið af sölu- hagnaði við sölu á 31,2% hlut sín- um í Borgun hf. árið 2014. „Bank- inn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borg- un hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valrétt- arsamningi Visa Inc. og Visa Eu- rope Ltd.,“ sagði í tilkynningunni. Málið gegn Borgun fær efnislega meðferð Borgun Frávís- unarkröfu hafnað. Kalkofnsvegur og nærliggjandi svæði neðan við Arnarhól í Reykjavík sjást nú sundurgrafin, en þar stendur nú yfir mikil uppbygging sem standa mun næstu misserin. Nú er loksins byrjað að vinna í grunni hótelsins sem stend- ur við hlið Hörpu, en hann hefur staðið eins og opið sár alveg frá Hruni. Til skamms tíma blasa því við lokanir, girðingar, byggingarkranar, vinnuvélar og opnir grunnar en í framtíðinni verður þarna glæst byggð. ernayr@mbl.is Ljósmynd/Hlynur Skúli Skúlason Sundurgrafið svæði neðan við Arnarhólinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.