Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 24
24 MESSUR Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Birgir var ljúfur og skemmtilegur maður sem var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Ef einhverj- um leiddist var ekki langt að bíða eftir að Birgir deildi hugleiðingum sínum með fólki og voru þær mjög fyndnar og há- fleygar á stundum. Hann skilur eftir sig tóm sem verður ekki fyllt og sorgin verður mikil. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og ástvinum hans, og við sam- hryggjumst þeim innilega. Við grátum þennan ljúfa dreng en skulum líka muna þær fjölmörgu góðu stundir sem við áttum með honum Bigga okkar og brosa og hlæja honum til heiðurs. Upp, upp mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, Birgir Árnason ✝ Birgir fæddist22. mars 1979. Hann lést 20. júní 2017. Útför Birgis fór fram 30. júní 2017. hugur og tunga hjálpi til. Herrans pínu ég minn- ast vil. Ljúfan Jesú til lausnar mér langaði víst að deyja hér. Mig skyldi og lysta að minnast þess mínum Drottni til þakklætis. Innra mig loksins angrið sker, æ, hvað er lítil rækt í mér, Jesús er kvalinn í minn stað, of sjaldan hef ég minnst á það. Ó, Jesús, gef þinn anda mér, allt svo verði til dýrðar þér upp teiknað, sungið, sagt og téð, síðan þess aðrir njóti með. (Hallgrímur Pétursson) Minning um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Fyrir hönd bekkjarfélaga Bigga í Hringsjá, Kristinn Ríkharðsson. Þau systkin lífið og dauðinn eru óaðskiljanleg. Með skáldaleyfi mætti segja að dauðinn sé stóri bróðir sem setur lífinu lífsreglurnar. Gulli var stóri bróðir minn, var átta árum eldri en ég og byrjaði ég snemma að líta upp til hans og hann að leggja mér lífsreglurn- ar. Við ólumst upp í Vogunum og gengum við systkinin í Vogaskóla. Ein minning sem ég á um Gulla þegar hann kemur heim úr skólanum klæddur í gráan frakka er sem greypt í huga mér. Gulli kemur inn og kastar töskunni á gólfið og ég sé að hann heldur á sígarettu. Hann hafði gleymt að losa sig við hana áður en hann kom inn og man ég að þetta var ekki litið hýru auga hjá mömmu. Hann fullorðnaðist fljótt og kannski of snemma. Gulli kenndi mér ýmislegt um lífið og flest af því var ekki tímabært fyrir mig að læra. Hann kenndi mér að heilsa með handabandi og fannst að það skyldi gert með mikilli festu til að sýna að hér var enginn aukvisi á ferð. Seinna lét ég reyna á handabandið í afmælisveislu og fórnarlambið kveinkaði sér mér til ánægju og ég tjáði viðkomandi að stóri bróðir minn hefði kennt mér að heilsa eins og alvöru menn gera. Gulli var eins og traust og gott handtak, fastur fyrir og orðheldinn. Í gegnum árin þegar við hitt- umst var handtakið alltaf okkar tjáningarleið, horfa í augun og takast í hendur, það þurfti eng- in orð. Pabbi var skátaforingi í þá tíð og munstraði mig í ylf- ingana. Skátafélagið Skjöldung- ar hafði umráð yfir skála við Hafravatn. Þangað fórum við ylfingarnir til helgardvalar eitt sinn sem oftar og yfir okkur vöktu tveir yngri skátar. Eins og siður er á kvöldvöku er sungið og farið í Guðlaugur Tryggvi Óskarsson ✝ Guðlaugurfæddist 11. júní 1952. Hann lést 11. júní 2017. Útför Guðlaugs fór fram 20. júní 2017. leiki. Í einu laginu var sungið af mikl- um móð og ég reyni að fylgja lag- línunni. „Gulli syngdu með“ gell- ur þá í öðrum ungskátanum. Þarna er þá Gulli kominn upp í sveit að elta Tobbu sína sem var að vaka yfir okkur ungvið- inu. Ég heyrði að hann tók undir vita laglaus eins og litli bróðir en hvað gera menn ekki fyrir æskuástina. Gulli var með meðfædda ástríðu fyrir bílum sem hann fékk líklega frá pabba og ég var engu skárri og fékk oft að sitja í hinum ýmsu köggum því hann var alltaf að skipta um bíla. Ekki batnaði mín della þegar Balli bróðir fékk prófið og fleiri bílar bættust við. Það vekur enga furðu að Gulli skyldi finna sér sitt ævistarf tengt bílum og stofnaði hann G.T. Óskarsson varahlutaverslun sem hann rak til dánardags ásamt æskuást- inni sinni henni Tobbu. Þau byrjuðu í bílskúrnum heima en fluttu seinna inn á Vesturvör í Kópavogi. Ég vann að innréttingu á húsnæðinu fyrir Gulla og þar var ekkert verið að bruðla með hlutina. Allar innréttingar smíðaðar á staðnum en vandað til verks. Gulli gekk mikið sér til heilsubótar og þá oftast áður en hann fór til vinnu á morgn- ana. Ég og Balli bróðir æfðum fótbolta og þóttumst í sæmi- legu formi. Að ganga spottakorn með Gulla var ekki á allra færi því hraðari göngumanni hef ég ekki kynnst. Ef maður spurði hvort eitthvað lægi á sagði hann einfaldlega „hvað geturðu ekki labbað?“ og glotti. Gulli flíkaði ekki tilfinningum sínum en þeir sem þekktu hann vissu að hann var hið mesta gæða- blóð sem öllum vildi vel. Ég kem til með að sakna þess að geta ekki heimsótt hann í versl- unina, annaðhvort til að fá kaffibolla eða til að leita ráða. Að lokum vil ég votta samúð mína þeim Tobbu, Guðnýju og Dýrleifu og börnum þeirra. Þinn bróðir Óskar. AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Söfnuðurinn hittist þennan laugardag í Haukadalskirkju. Ræðumaður er Eric Guðmundsson. AÐVENTKIRKJAN í Vestmanna- eyjum | Brekastíg 17 í dag, laug- ardag. Samvera kl. 12. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Í dag, laugardag er samkoma í Hauka- dalskirkju. Ræðumaður: Eric Guð- mundsson. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnar- firði | Hólshrauni 3, guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Stefán Rafn Stef- ánsson. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhóp- ur á ensku. Námskeið kl. 14-15 um aðferðir við að rannsaka Biblíuna. Kennt á ensku en hægt að fá þýðingu. Barnastarf meðan á námskeiði stend- ur. Arnarbæli í Ölfusi | Útimessa í Arnarbæli í Ölfusi kl. 14. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Jón Ragnarsson sóknarprestur messar. Kirkjukaffi í boði Kotstrandarsóknar og kirkjukórs- ins. Arnarbæli er við ósa Ölfusár, ekið er frá Þjóðvegi nr. 1 u.þ.b. 1 km austan við Kotstrandarkirkju um Arnarbælis- veg nr. 375. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi- stund og gæludýrablessun kl. 11 þar sem gæludýraeigendur eru sérstak- lega boðnir velkomnir ásamt dýrum sínum. Dýrin eru blessuð og beðið fyrir þeim og samfylgd dýra og manna þökkuð. Sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir þjónar. Félagar úr kór Árbæjar- kirkju syngja. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Emma Eyþórsdóttir og Jón Heiðar Þorkelsson syngja og leika á hljóðfæri. Molasopi og samfélag eft- ir helgistundina. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Ragn- heiður Sara Grímsdóttir, orgelleikari Magnús Ragnarsson. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa með nýj- um sálmum klukkan 11. Kór Bústaða- kirkju ásamt kantor Jónasi Þóri. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könn- unni eftir messu. Prestur Pálmi Matt- híasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og dómkórinn syngur. Kórinn New Amsterdam Singers frá New York syngur í kirkjunni kl. 20. Stjórnandi er Clara Longstreth. Aðgangur ókeypis. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Jóhann Baldvinsson organisti leiðir safnaðarsöng. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur og organisti er Há- kon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til ABC-barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grens- áskirkju syngja. Organisti Erla Rut Káradóttir. Prestur Kristín Pálsdóttir. Molasopi eftir messu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöldmessa kl. 20. Prestur Karl V. Matthíasson, organisti Hrönn Helga- dóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Orgelleikur, ritningar- lestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð. Douglas A. Brotchie leikur á orgel. Sr. Jón Helgi Þórarinsson leið- ir stundina. Kaffisopi á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Baldvin Odds- son leikur á trompet. Organisti er El- ísabet Þórðardóttir. Tónleikar alþjóðlegs orgelsumars laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Sop- hie-Veronique Cauchefer-Choplin frá Frakklandi leikur. Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og tón- leikar Schola cantorum kl. 12. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12. Kitty Kovacs, organisti í Vestmannaeyjum, leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl.11. Prestur Eiríkur Jóhannsson. Organisti Kári Allansson. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl.20. Sigurður Ingimars- son talar. Lofgjörð og fyrirbæn. Kaffi á eftir samkomu. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Kl. 11 samkoma. Kl. 13 samkoma á spænsku. Reuniones en Español. Kl. 14 samkoma á ensku. English speak- ing service. KEFLAVÍKURKIRKJA | Púttmessa klukkan 12.30 á púttvellinum Mána- götu. Helgistund í upphafi, púttmót og svo kaffi og verðlaunaafhending í Kirkjulundi. Lára og Hafsteinn sjá um tónlistarflutning í Kirkjulundi, prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Form og sálmar í sumar- klæðum. Prestur Ragnheiður Jóns- dóttir. Organisti Kjartan Jósefsson Ognibene. Forsöngvari Bryndís Erlings- dóttir. Meðhjálpari Hildur Backman. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. María Kristín Jónsdóttir situr við org- elið. Prestar Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sam- félag og kaffiveitingar. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Helgi- ganga á Tindastól. Lagt af stað kl. 9 að morgni frá uppgönguleið sunnan við Skarð. Farið hægt yfir og hlýtt á fjallræðuna á leiðinni upp. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur, organisti Edit Moln- ár. SELJAKIRKJA | Sumarguðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari, félagar úr Kór Seljakirkju leiða almennan safn- aðarsöng, organisti er Tómas Guðni Eggertsson, kaffi og kleinur að lokinni guðsþjónustunni. SELTJARNARNESKIRKJA | Ferming- armessa kl. 11. Ragnheiður Karitas Pétursdóttir og Lilja Kristín Þórsteins- dóttir, prestar íslenska safnaðarins í Noregi, ferma börn sem eru búsett í Noregi. Organisti er Glúmur Gylfason. SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökuls- árhlíð | Hátíðarmessa kl. 14. 90 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Frú Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, predikar. Sr. Jóhanna I. Sig- marsdóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna fyrir altari. Kór Kirkjubæjar- og Sleð- brjótssókna syngur. Organisti og kór- stjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Með- hjálpari er Margrét Dögg Guðgeirsd. Hjarðar. Að messu lokinni verður bygg- ingarsaga kirkjunnar rifjuð upp og sóknarnefnd býður viðstöddum í vöfflukaffi í safnaðarheimilinu. Orð dagsins: Hinn týndi sauður (Lúk. 15.) Morgunblaðið/IngóGrenivíkurkirkja Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ellert Ingason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.