Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Jóhann Hjartarson er í efstasæti eftir sex umferðir íopna flokki Norðurlanda-mótsins í Växjö í Svíþjóð ásamt Allan Stig Rasmussen frá Danmörku og Svíunum Nils Grandelius og Jonathan Wester- berg. Þeir hafa hlotið fimm vinn- inga. Jóhann gerði jafntefli við stigahæsta keppanda mótsins, Nils Grandelius, í 6. umferð. Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson vann fyrstu þrjár skákirnar, náði svo jafntefli úr tap- aðri stöðu í skák sinni við Jóhann í 4. umferð en tapaði skákum sínum í fimmtu og sjöttu umferð. Kepp- endur eru 73 talsins og verða tefld- ar níu umferðir. Í flokki keppenda 50 ára og aldri er Áskell Örn Kárason í 3.-5. sæti með 3 ½ vinning úr fimm skákum og Lenka Ptacnikova er fulltrúi okkar í kvennaflokknum og hefur hlotið 2 vinninga úr þrem fyrstu skákum sínum. Möguleikar Jóhanns á loka- sprettinum hljóta að teljast góðir en hann hefur teflt af miklu öryggi og allir sigrar hans sannfærandi. Í eftirfarandi skák sem tefld var í 2. umferð stóð hann frammi fyrir ör- væntingarfullri gagnsókn og hratt atlögunni á fumlausan hátt: NM 2017; 2. umferð: Jóhann Hjartarson – Tom Ryd- ström Slavnesk vörn 1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. b3 Bf5 5. Bb2 e6 6. Be2 Rbd7 7. Rh4 Bg6 8. O-O Bd6 9. g3 De7 10. Rc3 e5?! 11. cxd5 Rxd5 12. Rxd5 cxd5 13. f4! Snarplega teflt eftir hinn vafa- sama 12. leik svarts. 13. … f6 14. Bb5 Enn betra var 14. Bh5! með hug- myndinni 14. … Bxh5 15. Dxh5+ Df7 16. Rf5! og svartur tapar peði, t.d. 16. … Dxh5 17. Rxg7+ og 18. Rxh5. 14. … O-O-O 15. Dg4 Kb8 16. Rxg6 hxg6 17. Dxg6 Öruggara var 17. Bxd7. 17. … exf4 18. exf4 Bc5+?! Í eina skiptið í skákinni gat svart- ur náð tafljöfnun og jafnvel gott betur, best var 18. … Rc5! 19. Kg2 De6 20. h4 Hh6 21. Dd3 a6 22. De2 Dd6 23. Bxd7 Dxd7 24. Hfe1 g5?! Reynir að opna taflið en Jóhann hirðir peðið óhræddur. 25. fxg5 fxg5 26. De5+ Ka8 27. Dxg5 Hf8 28. Hf1 Hxf1 29. Hxf1 He6 30. Dg4 De8 31. Kh3 Hg6 32. Df3 Bd6 33. g4 He6 34. Dxd5 Bb8 35. Hf2 He1 36. Hf7 Dc8 37. Hf6 Bc7 38. Df3 He8 39. Hxa6+ Það er eftirtektarvert að hvítur var ekkert að flýta sér að þessu. Hótunin er sterkari en leikurinn. 39. … Kb8 40. Hh6 Dd7 41. Bc3 Ha7 42. Hf6 He7 43. Df2 b6 44. Df3 De8 45. Hf8 He2 Hótar máti á h2. Hvað er nú til ráða? 46. Be5! Línurof, 46. … Dxe5 er svarað með 47. Ha8 mát og eftir 46. … Bxe5 kemur 47. Hf7+ o.s.frv. Svartur gafst upp. Magnús tapaði þrem í röð en vann samt í París Magnús Carlsen tapaði þrem skákum í röð á lokaspretti fyrsta móts syrpunnar Grand chess tour í París um síðustu helgi. Mótið er byggt upp með atskákum og hrað- skákum. Við þessar hrakfarir komst heimamaðurinn Vachier- Lagrave í efsta sætið og hafði ½ vinnings forskot fyrir lokaumferð- ina. Hann varð að sætta sig við jafn- tefli en Magnús vann og þeir þurftu því að tefla tvær hraðskákir til að útkljá baráttuna um efsta sætið. Og eins og áður hafði Magnús betur, 1½ : ½. Á miðvikudaginn hófst svo í Leuven í Belgíu annað bikarmótið og eftir sex fyrstu atskákirnar var Wesley So efstur með 10 stig en Magnús og Vachier-Lagrave fylgdu honum fast á eftir með 8 stig hvor. Í dag og á morgun tefla keppendur samtals 18 hraðskákir, 5 3 Bron- stein. Gott er að fylgjast með bar- áttunni á vefnum Chess24. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Jóhann í hópi efstu manna á Norður- landamótinu Því er ekki að neitaað marga rak í roga-stans þegar birtar voru ákvarðanir kjar- aráðs um hækkanir launa hjá alþingis- mönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel laun- uðum starfsmönnum hins opinbera. Skýr- ingarnar á þessum launahækkunum eru rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta því launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt neyddust stjórnvöld til að draga úr greiðslum til eldri borgara þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og kjör þeirra heyra ekki undir kjara- ráð og tilraunir til að hækka grunn- lífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir hefur meira að segja verið felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingabæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð fá hundruð þúsunda króna hækkanir á mán- uði sem eru auk þess afturvirkar um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá að allir hinir eru settir í fjár- málaáætlanir og lok, lok og læs. Einhvers staðar las ég: jú, við er- um orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar að njóta þess tryggingakerfis sem sett var á lagg- irnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna dettur út af launa- listum og situr margt hvert í fá- tæktargildrum sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greypt í stein, það er mannanna verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórn- málin, Alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í sam- félagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefn- uðu er hyglað en eldra fólk er í sömu stöðu og fyrr. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra, lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóð- andi. Eldri borgarar njóta ekki verk- fallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt. „Við erum gömul en ekki dauð“ Eftir Ellert B. Schram »Kjör eldri borgara, sem búa við trygg- ingabæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarks- greiðslur tvö hundruð og áttatíu þúsund krón- ur á mánuði. Ellert B Schram Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Hinn 16. júní sl. lést Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands 1982-1990 og samein- aðs Þýskalands 1990- 1998. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Kohl, en leiðir okkar lágu fyrst sam- an í ferð ungra sjálf- stæðismanna til Þýskalands sumarið 1955. Þannig vildi til að vorið 1954, er ég lauk kandídats- prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, bauðst mér námsdvöl við Christian-Albrechts-háskólann í Kiel fyrir forgöngu Alexanders Jó- hannessonar háskólarektors og mikils Þýskalandsvinar. Í Kiel kynntist ég Gerhard Stol- tenberg, þáverandi formanni ung- liðahreyfingar Kristilegra demó- krata, Junge Union. Stoltenberg kom því til leiðar að Konrad Adenauer kanslari bauð 20 ung- um sjálfstæðismönnum til Þýskalands til að kynnast endurreisn landsins. Sú ferð var okkur öllum ógleym- anleg og þar hitti ég fyrst Helmut Kohl, sem fjórum árum síðar varð yngsti fulltrúinn á þingi Rhineland- Pfalz og síðar for- sætisráðherra þar. Þegar Kohl tók við kanslaraembættinu 1982 gerðist Stoltenberg fjármálaráðherra í rík- isstjórn hans og varð loks varnar- málaráðherra. Ég hélt til Kiel til að læra fjár- málafræði og gerð þjóðhagsreikn- inga, en lærði í reynd meira um stjórnmál í ríki þar sem gríðarleg uppbygging átti sér stað á öllum sviðum þjóðlífsins. Það var ólýsan- legt að verða vitni að þeim mikla krafti og áræðni sem bjó í ungum Þjóðverjum á þessum tíma og þar ríkti sannur lýðræðisandi. Gæfa Þjóðverja var að eiga mikilhæfa unga forystumenn, eins og þá Kohl og Stoltenberg. Alla mína starfsævi átti ég því láni að fagna að eiga mikil sam- skipti við Þjóðverja, austan og vest- an járntjalds, bæði í starfi mínu fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og einnig sem formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og fulltrúi ASÍ í miðstjórn Alþýðu- sambands Vestur-Evrópu. Sérlega minnisstæðar eru mér samninga- viðræðurnar í deilunni um 200 mílna fiskveiðilögsögu, en þar sýndu Þjóðverjar mun meiri samn- ingsvilja en Bretar. Á þeim tíma og á næstu árum var ég tíður gestur í Bonn og kynntist mörgum þýskum þing- mönnum. Þeirra á meðal var Hel- mut Kohl, sem kjörinn hafði verið formaður Kristilegra demókrata ár- ið 1973. Kohl var þreklegur að vall- arsýn og svipur hans og framganga bar merki skapfestu og stillingar. Hann var hlýr maður og bar góðan hug til Íslands. Með Helmut Kohl er genginn einn af fremstu forystumönnum Evrópu á liðinni öld. Að leiðar- lokum þakka ég hans vegferð. Eftir Guðmund H. Garðarsson Guðmundur H. Garðarsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Helmut Kohl Reuters Forystumenn Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, og Hel- mut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, um það leyti sem Kohl barðist fyrir umboði kjósenda til að sitja fjórða kjörtímabilið. Landsvirkjun áformar að virkja neðri hluta Þjórsár, breyta glæsilegu straumhörðu fljóti í uppistöðulón og um leið útrýma laxastofni og urriðastofni fljóts- ins. Virkjunin er óafturkræf aðgerð og í þeim eina tilgangi að framleiða orku fyrir eiturmengandi verksmiðju í eigu erlendra auð- hringja. Landsvirkjun hefur haft frjálsan aðgang að auðlindum okk- ar síðastlin fimmtíu ár án endur- gjalds. Þrátt fyrir þetta hefur Landsvirkjun litlum sem engum arði skilað til þjóðarinnar þar sem orkan hefur verið afhent erlendum auðhringjum á verði langt undir kostnaði. Nú er mál að linni, stöðvum Landsvirkjun í áformum um Hvammsvirkjun í Þjórsá. Al- þingi hefur samþykkt Hvamms- virkjun eftir flýtimeðferð hjá rammaáætlun. Ég skora á rík- isstjórn Íslands og Alþingi að aft- urkalla þetta gerræðisverk. Lög um rammaáætlun eru meingölluð og þeim þarf að breyta. Stöðvum helför stjórnmálamanna og orku- fyrirtækja gegn náttúru og lífríki Íslands. Stöðvum helför Landsvirkjunar gegn náttúru og lífríki Íslands Eftir Ólaf Kr. Sigurðsson »Nú er mál að linni, stöðvum Lands- virkjun í áformum um Hvammsvirkjun í Þjórsá. Ólafur Kristinn Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri ok@non.is Þjórsá Til stendur að virkja neðri hluta Þjórsár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.