Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga
Með einföldum aðgerðum
er hægt að breyta stærð
og lögun sköfunnar
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• Vinnuvistvænt
Skínandi hreinir gluggar
Komið í
verslun okkar eða fáið
upplýsingar í síma
555 1515.
Einnig mögulegt að
fá ráðgjafa heim.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Íslendingar hafa sent fulltrúum fær-
eyskra stjórnvalda ábendingar um
að ekki standist sú grein í frumvarpi
um málefni sjávarútvegsins þar í
landi að erlendir aðilar sem eiga hlut
í útgerð og fiskvinnslu í Færeyjum
þurfi að losa um eign sína innan fjög-
urra ára.
Vísa Íslendingar þar til svonefnds
Hoyvíkursamnings, fríverslunar-
samnings milli Íslands og Færeyja,
sem gerður var fyrir tólf árum og á
að tryggja víðtækt viðskiptafrelsi
milli landanna.
Farið verði yfir ábendingar
Takmarkanir á fjárfestingum út-
lendinga í sjávarútvegi eru þó und-
anþegnar í samningnum; eignarhlut-
ur þeirra má ekki fara yfir þriðjung í
hverju fyrirtæki. Frumvarpið gerir
ráð fyrir að nú verði það ákvæði af-
numið og lúta athugasemdir Íslend-
inga að því.
„Fiskveiðistjórnunarmál Færey-
inga eru algjörlega þeirra. Við Ís-
lendingar höfum hins vegar bent á
að Hoyvíkursamningurinn fer ekki
saman við frumvarpið sem nú liggur
fyrir lögþingi Færeyinga. Við erum
sannfærð um að farið verði vel og
málefnalega yfir ábendingar okkar í
því sambandi,“ sagði Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra í sam-
tali við Morgunblaðið.
Frumvarpið færeyska gerir ráð
fyrir víðtækri endurskipulagningu á
sjávarútvegsmálum þar í landi; að
stjórn veiða fari úr aflamarki í kvóta-
setningu og nokkur hluti veiðiheim-
ilda fari á uppboðsmarkað.
Erlendir aðilar sem fjárfest hafa í
sjávarútvegi í Færeyjum eru fyrst
og fremst Íslendingar og Hollend-
ingar, sem yrðu væntanlega að selja
hluti sína nái frumvarpið óbreytt í
gegn. Ef ekki telja kunnugir að slíku
megi jafna við eignaupptöku. Í fjöl-
miðlum í Færeyjum hefur verið
greint frá þungum áhyggjum Hol-
lendinga í málinu – og sjónarmið Ís-
lendinga hafa einnig komið fram.
Samstarfi væri lokið
Samherji er það íslenska fyrirtæki
sem hefur helst tengst sjávarútvegi í
Færeyjum. Það stóð að stofnun fyr-
irtækisins Framherja í Fuglafirði
árið 1994 í samstarfi við heimamenn
þar. Á vegum fyrirtækisins eru gerð
út tvö uppsjávarskip og einn togari.
„Við höfum þarna farsællega
starfað með færeysku fjölskyldufyr-
irtæki. Nái frumvarpið í gegn væri
því samstarfi lokið,“ segir Kristján
Vilhelmsson, útgerðarstjóri Sam-
herja, sem segir Samherjamenn
fylgjast vel með framvindu þessa
máls í færeyska lögþinginu.
Erlend eignaraðild verði bönnuð
Fiskveiðilöggjöf í Færeyjum í endurskoðun Eign útlendinga í útgerð verði bönnuð Talið brjóta
Hoyvíkursamninginn, segir utanríkisráðherra Samherji starfandi með Framherja í Fuglafirði
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fuglafjörður Einn helsti sjávar-
útvegsbærinn í Færeyjum.
Kristján
Vilhelmsson
Mikil lækkun á fiskverði vegna
sterks gengis íslensku krónunnar
ræður því að nokkru að talsvert
færri sjómenn stunda strandveiðar í
ár en á því síðasta. Virk veiðileyfi eru
nú 560 en voru 628 í fyrra. Þá var
kílóverðið fyrir handfærafisk á
markaði 267 krónur en er nú 203
krónur.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir að lágt verð valdi því að nú séu
strandveiðimenn „nánast tekjulaus-
ir“ eins og hann kemst að orði.
„Menn eru alveg ráðþrota yfir þessu.
Verðið er farið niður úr öllu valdi og
þó hafa gæði afla sennilega aldrei
verið meiri en nú,“ segir Örn við
Morgunblaðið.
Með 600 kíló á dag
Aflaheimildir í strandveiðum eru
alls 9.200 tonn, 200 tonnum meiri en í
fyrra. Mestu er úthlutað á veiðisvæði
A, sem nær frá Snæfellsnesi vestur í
Ísafjarðardjúp; alls 3.410 tonnum.
Bátar með veiðiheimildir þar eru 215
og hafa sjómenn á þeim miðum klár-
að kvóta hvers mánaðar. Á öðrum
svæðum, úti fyrir Norður-, Austur-
og Suðurlandi, hafa verið fyrningar í
hverjum mánuði sem þá flytjast yfir í
þann næsta. Það af heimildunum
sem ekki veiddist í maí færðist yfir á
júní og nú júlí. Við ströndina alla
hafa aflabrögð þó almennt verið með
þokkalegasta móti, rétt í kringum
600 kíló á hvern bát á dag.
Besti veiðidagurinn til þessa í
sumar var 13. júní, en þá komu 128
tonn að landi á A-svæðinu en 253 á
landinu öllu. sbs@mbl.is
Tekjulausir á
strandveiðum
Færri bátar og fiskverðið lágt
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Strandveiði Talsvert færri bátar
eru gerðir út nú en á síðasta ári.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það er ekki tölfræðilega marktækur
munur á hlutdeild almenningssam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu 2011
og 2014. Því er ekki hægt að fullyrða
að hlutdeildin hafi aukist milli ára.
Þetta staðfestir Matthías Gísli
Þorvaldsson, viðskiptastjóri hjá
Gallup, en samkvæmt ferðavenju-
könnun Capacent Gallup var hlut-
deild almenningssamgangna 4,5%
árið 2011 en 4,8% árið 2014.
Þegar niðurstaða síðari könnunar
lá fyrir birtist tilkynning á vef
Reykjavíkurborgar í desember 2014
með fyrirsögninni Hlutdeild vist-
vænna samgangna eykst verulega í
Reykjavík. „Þá fara nú 6% fleiri með
strætó, eða 4,8%, en árið 2011 fóru
4,5%,“ sagði þar meðal annars.
Vikmörkin voru 0,4%
Matthías segir ekki tölfræðilegan
mun á þessum stærðum. Vikmörk í
síðari könnuninni voru 0,4%.
Á móti bendir Matthías á að marg-
ir tóku þátt í síðustu könnun, ríflega
14 þúsund manns. Hann segir áform-
að að gera aðra könnun í haust.
Samkvæmt samkomulagi sveitar-
félaga og ríkis ári 2011 um eflingu al-
menningssamgangna á höfuðborgar-
svæðinu átti að tvöfalda hlutdeild
slíkra samgangna fyrir 2022.
Samkvæmt svari Matthíasar er
ekki tölfræðilega víst að hlutdeildin
hafi aukist frá 2011 til 2014. Til upp-
rifjunar jukust framlög ríkis og
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
sem eiga strætó, úr 2,38 milljörðum
2011 í 3,64 milljarða árið 2014.
Jóhannes R. Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs., sagði við
Morgunblaðið fyrir helgi að hann
teldi ólíklegt að hlutdeild almenn-
ingssamgangna yrði orðin 8-9% árið
2022, líkt og stefnt væri að í sam-
komulaginu 2011. Hins vegar benti
hann á að það tæki tíma fyrir auknar
fjárveitingar að skila meiri notkun á
strætó. Með borgarlínu á að þrefalda
þessa hlutdeild í 12% fyrir 2040.
Á tímabilinu 2011-2015 fjölgaði
farþegum strætó um 18,8%. Til sam-
anburðar jókst bílaumferð á höfuð-
borgarsvæðinu þá um 12%. Tengir
Vegagerðin þá aukningu við aukinn
hagvöxt í íslenska hagkerfinu.
Athygli vekur að árin 2011-2015
fjölgaði íbúum með erlent ríkisfang
um 11,9% á höfuðborgarsvæðinu.
Þessi hópur er áberandi hjá strætó.
Á sama tímabili fjölgaði erlendum
ferðamönnum í borginni mun meira.
Með þessar stærðir í huga vaknar
sú spurning hversu mikið farþegum
strætó fjölgaði á árunum 2011-15
umfram það sem vænta mátti út frá
íbúaþróun og hagvexti. Hitt virðist
liggja fyrir að 42% aukning í akstri
skilaði 18,8% farþegafjölgun þessi
ár. Það bendir til lakari nýtingar.
Fjölgun farþega hjá Strætó 2011-2015, fjölgun íbúa og þróun umferðar
Allar tölur vísa til höfuðborgarsvæðisins nema þróun landsframleiðslu
Heimildir: *Strætó bs. **Hagstofa Íslands ***Samgöngustofa ****Vegagerðin.
2011 2012 2013 2014 2015 Breyting 2011-2015
Fjöldi kílómetra samkvæmt áætlun* 6.345.305 7.225.936 8.402.169 8.487.840 9.010.669 2.665.364 42,0%
Fjöldi farþega* 9.010.000 9.590.000 9.810.000 10.280.000 10.700.000 1.690.000 18,8%
Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu** 202.339 203.594 205.675 208.752 211.282 8.943 4,4%
Fjöldi íbúa með erlent ríkisfang
á höfuðborgarsv.** 13.895 13.640 13.907 14.692 15.548 1.653 11,9%
Fjöldi íslenskra ríkisborgara 25 ára
og yngri á höfuðborgarsv.** 66.342 66.992 67.592 68.316 68.279 1.937 2,9%
Fjöldi ökutækja á höfuðborgarsv.*** 166.413 167.973 169.560 172.799 178.209 11.796 7,1%
Samanlögð meðalumferð á þremur
talningarstöðumVegagerðarinnar
á höfuðborgarsv.****
125.232 127.041 130.624 134.529 140.215 14.983 12,0%
Verg landsframleiðsla í milljónum** 1.701.585 1.778.499 1.891.242 2.005.942 2.214.086 512.501 30,1%
Munurinn á notkun
var ekki marktækur
Ekki hægt að fullyrða að hlutdeild Strætó bs. hafi aukist
Morgunblaðið/Eggert
Fer víða Kankvís strætisvagn bíður farþega og vagnstjóra á Hlemmi í gær.