Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga
10-18
laugardaga
11-15
K365 sófi
Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir
FRÉTTASKÝRING
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Fjárfestar sem eru landeigendur að
Hraunási í Borgarfirði höfðu ákveðið
að hefja innheimtu á aðstöðugjaldi á
bílastæðunum við Hraunfossa nú fyr-
ir helgi. Fallið var frá þeirri ákvörðun
eftir að Umhverfisstofnun lagðist
gegn henni. Landið við Hraunfossa er
friðlýst en samkvæmt náttúruvernd-
arlögum þarf leyfi frá Umhverfis-
stofnun ef hefja á gjaldtöku.
Viðræður um undanþágu
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins eiga fjárfestarnir í viðræðum
við Umhverfisstofnun um undanþágu
og vonast til þess að gjaldtakan geti
hafist innan skamms. Ef af verður er
ráðgert að 1.000-2.000 króna aðstöðu-
gjald verði innheimt af smábílum sem
hækkar í samræmi við stærð bílsins
upp í 6.000 krónur fyrir rútur. Eig-
endur Hraunsáss eru fjárfestarnir
Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður
og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birg-
isson og Aðalsteinn Karlsson.
Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður
fjárfestanna, segir að fjármagnið sem
safnast myndi með gjaldtökunni yrði
nýtt í að laga bílastæðin við Hraun-
fossa auk uppbyggingar á svæðinu.
„Bílastæðin hérna við Hraunfossa
eru mjög illa farin og það er nauðsyn-
legt að laga þau til þess að koma í veg
fyrir slys. Fyrir utan það þarf að
standa straum af kostnaði við viðhald
og annað slíkt á svæðinu,“ segir
Hödd.
Snorri H. Jóhannesson, eigandi
veitingastaðarins við Hraunfossa,
segist mótfallinn fyrirhugaðri gjald-
töku. „Ég er algjörlega á móti því að
það sé verið að rukka inn á svæði sem
byggt var af Vegagerðinni fyrir al-
mannafé. Mér finnst í lagi að rukka
fyrir þjónustuna en ekki fyrir það eitt
að ganga inn á svæðið,“ segir Snorri.
Hann telur skýringar fjárfestanna
þriggja ekki sannfærandi og segir að
styrkur frá framkvæmdasjóði ferða-
manna, sem fjárfestarnir höfnuðu ný-
lega, renni stoðum undir grun sinn.
„Eina sem þeir eiga á þessu svæði er
landið undir bílaplaninu, annað sem
snýr að Hraunfossum eins og göngu-
stígarnir og útsýnispallarnir eru nán-
ast eingöngu inni á minni lóð, þar að
auki á ég um það bil 10% af bílastæð-
unum. Ef þeir væru að þessu til þess
að minnka slysahættu, eins og þeir
segjast vera að gera, hvers vegna
tóku þeir þá ekki styrk upp á 22 millj-
ónir? Þar að auki verður gjaldtakan
til þess að fólk leggur frekar úti í veg-
arkanti með tilheyrandi slysahættu.“
Mun draga úr umferð
Snorri segir að gjaldtakan verði til
þess að umferð um svæðið minnki og
er afar ósáttur við framkomu þre-
menninganna. „Ég hef nánast ekkert
heyrt í þessum mönnum fyrir utan
það að Guðmundur á Núpum kom
hérna tveimur dögum áður en þeir
ætluðu að hefja gjaldtöku og tilkynnti
dóttur minni það. Ég hef heyrt það
frá leiðsögumönnum að ef þessi gjald-
taka verður sett á muni hún valda því
að umferð hérna á svæðinu minnkar
mikið,“ segir Snorri.
Gjaldtökunni slegið á frest
Fallið frá ákvörðun um aðstöðugjald á bílastæðunum við Hraunfossa Fjárfestar svæðisins eiga í
viðræðum við Umhverfisstofnun Andstaða við gjaldið hjá eiganda veitingastaðarins við Hraunfossa
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hraunfossar Fjárfestar á svæðinu við Hraunfossa vonast til þess að hægt verði að innheimta gjald af ferðamönnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skemmdir Bílastæðin á svæðinu liggja undir talsverðum skemmdum.
Ólafur Ólafsson, sumarbústaðareigandi á svæð-
inu við Hraunfossa, var staddur ásamt barna-
börnum sínum í skoðunarferð á svæðinu í gær.
„Ég kem hingað mjög reglulega enda eigum við
hjónin sumarbústað í Skorradalnum, hérna rétt
hjá,“ segir Ólafur. Spurður hvort hann teldi eðli-
legt að leggja á aðstöðugjald fyrir það að leggja í
stæðin við Hraunfossa sagði hann svo vera.
„Mér finnst bara mjög eðlilegt að þeir rukki
gjald á landinu sínu. Það eru þeir sem þurfa að
halda landinu í lagi og einhvern veginn verða þeir að fá þann pening,“ seg-
ir Ólafur og bendir á að styrkurinn sem framkvæmdasjóður ferðamanna
bauð fjárfestunum hafi verið óumbeðinn. „Þeir voru ekkert að biðja um
neinn styrk. Mér finnst þetta græðgi í ferðaþjónustunni að ætlast til þess
að eigendur landsins megi ekki rukka inn á það.“
„Mér finnst mjög eðlilegt að rukka gjald“
Parið Rebecca Pullman og Scott Feingold frá
Boston í Massachusettsríki naut fegurðarinnar
við Hraunfossa í gær þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins gekk að þeim og spurði hvort þau
hefðu heyrt um hugsanlega gjaldtöku á svæðinu.
Þau sögðu svo ekki vera en Rebecca telur að
gjaldtaka myndi hafa lítil áhrif á það hvort fólk
heimsækti svæðið eður ei.
„Þetta svæði er alveg dásamlegt og ég held að
það myndi ekki breyta neinu þótt það yrði rukkað
fyrir að koma hingað,“ segir Rebecca og bætir við að dvölin hér á landi hafi
verið frábær. „Við elskum þetta land, við erum nú ekki búin að vera hérna
nema í tvo daga en ég get ekki beðið eftir að eyða næstu tíu dögum hér.
Fólkið á Íslandi er afar gestrisið og náttúrufegurðin engu lík,“ sagði Re-
becca.
Telja að gjaldið muni ekki breyta neinu
Þýsku hjónin Hartmut og Elisabeth komu til
Íslands síðastliðinn laugardag og hyggjast
dvelja í viku hér á landi. Spurð hvort þau
hefðu heyrt af hugsanlegri gjaldtöku á svæð-
inu sögðu þau svo ekki vera en Elisabeth telur
að ef slík gjaldtaka yrði lögð á myndi það
verða til þess að færri heimsæktu Hraunfossa.
„Við vorum ekki búin að heyra af þessu en ef
þetta væri í gildi núna myndum við ekki koma
hingað. Ég held að fleiri séu á sama máli enda
er landið mjög dýrt og kostnaðurinn hér alveg nógu mikill.“
Elisabeth segir Ísland ekki hafa staðið undir væntingum þeirra
hjóna.
„Við höfum ferðast til annarra Norðurlandaþjóða og mér fannst
miklu fallegra þar auk þess sem veðrið var betra og verð lægra.“
„Við myndum ekki koma hingað“
Sigurður Hlíðar, leiðsögumaður hjá Amazing to-
urs, var staddur með hóp ferðafólks við Hraun-
fossa. Hann telur fyrirhugaða gjaldtöku of háa.
„Til að byrja með er gjaldið alltof hátt, það að
ætla að rukka 6.000 krónur fyrir eina rútu er tals-
vert meira en boðlegt getur talist.“
Hann telur að ef af gjaldtökunni verður verði
það til þess að ferðamenn sleppi því að heimsækja
Hraunfossa. „Þetta mun fæla ferðamennina frá
enda leggst gjaldið bara beint á þá, ferðaþjón-
ustufyrirtækin munu setja þetta inn í verðið hjá sér. Mér finnst þessi hug-
mynd því alls ekki góð og vona að þeir láti ekki verða af henni,“ sagði Sig-
urður.
Gjaldtaka ekki góð hugmynd
Níu ferðamenn, búsettir í Bandaríkj-
unum, hlupu uppi og skáru rúmlega
mánaðargamalt hrútlamb austur í
Berufirði á sunnudag. Bændur á
Núpi komu auga á þá við athæfið og
hringdu á lögregluna og í Hrein Pét-
ursson, bónda á Ósi í Breiðdal, eig-
anda lambsins.
Bændur hittu ferðamennina fyrir í
Kleifarétt þar sem þeir voru á tveim-
ur húsbílum. Þeir þrættu fyrir
verknaðinn í byrjun, en lambið
fannst síðan skorið á háls í poka í
öðrum bíl ferðamannanna ásamt
löngum hnífi. Lögreglan kom á stað-
inn og voru ferðamennirnir látnir
borga Hreini bónda tjónið, 30 þús-
und krónur, og greiða 120 þúsund
króna sekt fyrir eignaspjöll, sem
dýri. Formaður Dýraverndarsam-
bands Íslands, Hallgerður Hauks-
dóttir, telur að lögreglan hefði átt að
tilkynna málið til MAST, sem hefur
heimild til að beita stjórnvaldssekt-
um í slíkum tilfellum.
Lambið skyni gædd vera
„Dýravelferðarþátturinn virðist
algjörlega fyrir borð borinn verði
mönnunum sleppt án þess að tekið sé
tillit til illrar meðferðar þeirra á dýr-
inu,“ segir Hallgerður og bætir við
að dýr séu skyni gæddar verur með
ákveðin réttindi skv. lögum.
„Ef MAST nær ekki að bregðast
við áður en mennirnir fara úr landi
er brotalöm í kerfinu,“ segir Hall-
gerður. ernayr@mbl.is
Sekt Lambið var mánaðargamalt.
Níu ferðamenn eltu lamb
og skáru á háls í Berufirði
Fannst í poka í bíl þeirra Ekki sektað fyrir illa meðferð
þeir gerðu möglunarlaust og héldu
svo sína leið.
Gagnrýnt hefur verið að ferða-
mennirnir hafi ekki verið kærðir
og sektaðir fyrir illa meðferð á