Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 10
ekki endilega von á því að Jóhann og
Nils Grandelius myndu slíta sig frá
öðrum keppendum með jafn afgerandi
hætti og raun bar vitni. Lykilsigur Jó-
hanns kom í næst síðustu umferð en
þá hafði hann svart gegn sterkasta
Dananum sem gat með sigri blandað
sér baráttuna um efsta sætið. Það var
því heilmikið undir í þessari skák:
NM 2017; 8. umferð:
Allan Stig Rasmussen – Jóhann
Hjartarson
Pirc vörn
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be3
a6 5. Dd2 b5 6. f3 Rd7
Byrjun Jóhanns ber stundum heit-
ið „Tískuvörn“ – en það er gömul
tíska. Svona tefldi t.d. Guðmundur
Sigurjónsson gegn sjálfum Karpov í
Caracas í Vensúela árið 1970.
7. h4 Rgf6 8. g4 h6 9. Rge2 Rb6 10.
b3 h5 11. g5 Rfd7 12. Rg3 c5 13. Hd1
Bb7 14. Rce2 cxd4 15. Bxd4 Bxd4 16.
Rxd4 Dc7
Svarta staðan hefur fengið á sig yf-
irbragð traustrar sikileyjarvarnar.
17. f4 e5 18. Rde2 exf4 19. Dxf4
19. Rxf4 kom til álita en eftir 19. …
Re5 20. Be2 O-O-O er svarta staðan
betri.
19. … Dxc2 20. Hc1 Dxa2 21. Dxd6
Hc8 22. Hxc8 Bxc8 23. Rd4 Da5+ 24.
b4 Da1+ 25. Kf2 Db2 26. Kg1 Bb7
27. Hh2 Da1 28. Rge2
Lítur illa en út en svartur hótaði
28. … Rc4 og riddarinn á d4 fellur.
28. … Bxe4 29. Kf2 Kd8 30. Bg2
Riddarar svarts valda kónginn vel
og nú fá þeir stuggað við drottning-
unni.
30. … Rc4! 31. Df4 Bxg2 32. Hxg2
Rce5 33. Hg3 He8 34. Kg2 Da2 35.
De4 Ke7 36. Hc3 Kf8 37. Hc2 Da4 38.
Rf4 Rg4 39. Rde6 Kg8 40. Hd2 Rf8!
41. Db1 Rxe6 42. Rd5
Hann gat reynt 42. Rxe6 Hxe6 43.
Hc8+ Kh7 44. Db2 en þá kemur 44.
…. Dc2+! 45. Dxc2 Re3+ og vinnur.
42. … Hd8 43. Ha2 Hxd5 44. Hxa4
bxa4 45. Da2 a3 46. Kf3 Hd3 47. Ke4
Hd4
– og Rasmussen gafst upp. Bar-
áttan gegn hrók og tveim riddurum
er vonlaus.
Jóhann Hjartarson varð Norð-urlandameistari í Reykjavíkfyrir 20 árum og hefur varlaátt von á því að vinna titilinn
aftur 20 árum síðar. En sigur hans á
Norðurlandamótinu sem fram fór í
Vaxsjö í Svíþjóð var engin tilviljun.
Hann tefldi best allra og kom í mark
með 7½ vinning úr níu skákum, jafn
aðalkeppinaut sínum, Svíanum Nils
Grandelius, en var hærri á móts-
stigum. Fyrir lokaumferðina hafði
Jóhann ½ vinnings forskot á Svíann
og með betri stigatölu og allar líkur
bentu því til þess að jafntefli dygði
honum. Það varð líka niðurstaðan. Ís-
landsmeistarinn Guðmundur Kjart-
ansson hlaut 6 vinninga af 9 mögu-
legum og hafnaði í 9. sæti.
Með sigrinum öðlast Jóhann
keppnisrétt á heimbikarmóti sem
fram fer í Tblisi í Úkraínu í haust.
Undanfarin tvö ár hefur Jóhann auk-
ið mjög við taflmennsku sína, náði af-
bragðs árangri á Evrópumóti lands-
liða haustið 2015 og varð Íslands-
meistari í fyrra. Norðurlandamótið
fór fram í fjórum flokkum og í opna
flokknum voru keppendur 73 talins,
flestir frá Svíþjóð. Í kvennaflokki bar
Lenka Ptacnikova sigur úr býtum og
er því Norðurlandameistari kvenna.
Hún lét óvænt tap í 2. umferð ekki slá
sig út af laginu og vann allar skákir
sínar eftir það og hlaut 6 vinninga af
sjö mögulegum.
Í flokki keppenda 50 ára og eldri
nældi Áskell Örn Kárason sér í silf-
urverðlaun, hlaut 6 vinninga af átta
mögulegum.
Þegar litið er til þess að meðal
keppenda voru margir öflugir skák-
menn á borð við Færeyinginn Helga
Dam Ziska, Danann Allan Stig Rasm-
ussen, Guðmund Kjartansson og Sví-
ann Jonathan Westerberg áttu menn
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Meistari Jóhann Hjartarson Norð-
urlandameistari með Nils Grande-
lius (t.v.)sem varð í 2. sæti og Jona-
than Westerberg sem varð í 3. sæti.
Sigursælar Frá vinsti Lenka Ptacnikova Norðurlandameistari kvenna
2017, Vikroroa Jophansson í 3. sæti og Ellen Kakuklidis sem hreppti silfrið.
Jóhann og Lenka
Norðurlandameistarar
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
Bindi og pökkunarlausnir
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
fyrir allan iðnað
STÁLBORÐA Ísfell er með margar gerðir bindivéla fyrir stál- og plastborða.
Handbindivélar, hálfsjálvirkar og alsjálfvirkar
einnig brettavafningsvélar fyrir plastfilmur.
HÁLFSJÁLFVIRK
BINDIVÉL
SJÁLFVIRK
BINDIVÉL
R
HANDBINDIVÉLAR
BRETTAVAFNINGSVÉLAR
POLYESTER OG
PLAST BORÐAR
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verð á minkaskinnum lækkaði á
uppboði danska uppboðshússins sem
lauk um helgina en þar selja íslensk-
ir minkabændur alla sína fram-
leiðslu. Minkabændur hér á landi sjá
fram á tap, þriðja árið í röð.
Uppboðið byrjaði með töluverðri
verðlækkun en verðið skánaði held-
ur þegar á leið. Lifnaði yfir uppboðs-
salnum þegar brúnu skinnin voru
boðin upp og þegar staðið var upp
frá borðum var niðurstaðan 7,6%
lækkun skinnaverðs frá síðasta upp-
boði Kopenhagen Fur sem var í apr-
íl. Síðasta uppboð ársins verður í
september.
„Það er komið svo langt inn á sölu-
tímabilið og lítið óselt að það er
nokkuð öruggt að þetta verður léleg-
asta árið sem við höfum séð á annan
áratug,“ segir Björn og telur að líkja
megi dýfunni nú við þá sem kom upp
úr árinu 1990.
Björn segist hafa reiknað með að
verð færi að hækka á seinni hluta
þessa ár. Það verði ekki. Segir hann
að meira virðist hafa verið til í birgð-
um úti á mörkuðunum, sérstaklega í
Kína, en menn áttuðu sig á. Þrátt
fyrir það seldist meginhluti skinn-
anna sem boðin voru til sölu hjá
Kopenhagen Fur á þessu uppboði
sem er eitt af stærstu eða stærsta
minkaskinnauppboð sem haldið hef-
ur verið með rúmlega átta milljónir
skinna.
Lágt skinnaverð í ár bitnar á
framleiðendum í öllum heiminum.
Björn telur að það leiði til frekari
fækkunar dýra en þegar hefur orðið
og til viðbótar komi léleg frjósemi í
mörgum löndum í ár. Það ætti að
leiða til minnkandi framboðs á næsta
ári og vonandi hærra verðs.
Búist við að bændur hætti
„Það kæmi mér ekki á óvart þótt
einhverjir hættu hér, eins og í öðrum
löndum. Þetta er þriðja árið sem
bændur reka bú sín með tapi. Eldri
bændur geta ekki notað það sem þeir
hafa sparað á góðu árunum til að
reyna að komast í gegnum næstu tvö
ár, það er engin skynsemi í því,“ seg-
ir hann.
Við lágt verð bætist að vottun evr-
ópska loðskinnasambandsins, sem
öll uppboðshúsin munu gera að skil-
yrði fyrir því að taka skinn til sölu
frá árinu 2020, krefst þess að eld-
isbúrin verði stækkuð. Það mun hafa
töluverðan kostnað í för með sér, að
sögn Björns. Erfitt verði fyrir ein-
hverja bændur að fjármagna þá fjár-
festingu. Hann tekur fram að aðrir
þættir vottunarinnar séu í góðu lagi
hér á landi.
„Ég á von á því að þetta ár og það
næsta verði erfið. Lítið meira er
hægt að segja. Þegar það er eftir-
spurn eftir vörunni og samdráttur í
framleiðslu á það að þýða verðhækk-
un ef eitthvað er að marka markaðs-
lögmálin. Ég er því að vona að verðið
byrji að hækka á næsta ári,“ segir
Björn.
Enn lækka minka-
skinn á uppboðum
Þriðja tapárið í röð hjá íslenskum minkabændum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Uppboð Loðdýrabændur skoða skinn í danska uppboðshúsinu í Glostrup.
Viðskipti