Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 13
Fornbílar Þeir eru mikið augnayndi gömlu Esso-bílarnir sem hafa verið gerðir upp og eru gangfærir. lagarnir setja þá útfyrir á góð- viðrisdögum, eða til myndatöku eins og nú fyrir viðtalið, því vegfar- endur í Kópavogi ráku þá upp stór augu og stöldruðu við til að skoða þessa glæsilegu bíla nánar. En það eru ekki einungis bílarnir sem heilla Jó- hann, hann hef- ur einfaldlega gaman af göml- um hlutum með sögu og á litla Esso-safninu hefur hann kom- ið fyrir gömlum skrifstofuhúsgögnum Vilhjálms Jónssonar, sem var forstjóri Esso í rúma þrjá áratugi, og heldur þar m.a. upp á dagbækur Péturs Pét- urssonar, starfsmanns Esso til 50 ára. Alla vega gamlir brúsar og aðrar Esso-vörur fylla skápana, veggirnir eru þaktir skiltum og ljósmyndum sem segja sögu fyr- irtækisins; allt frá fyrsta Esso- olíubílnum sem kom til landsins til yngstu bens- ínstöðvanna sem olíufélagið hefur opnað. Þá standa þar bensín- og olíudælur frá ýmsum tímum og gömul stimpilklukka uppi í hillu, sem og myndaalbúm og smáhlutir merktir Esso. „Það nýjasta hérna eru miðar á árshátíð Esso 1963 sem fundust í gömlu skrifborði úti í bæ og voru færðir mér í síðustu viku,“ segir Jóhann, sem tekur við öllu efni sem tengist sögu Esso. Þeir Jóhann og Jón sinna safninu í sjálfboðastarfi og eyða drjúgum frítíma í að laga þar til og snurfusa en safnið hefur vakið at- hygli meðal núverandi og fyrrver- andi starfsfólks N1 svo þeir fé- lagarnir hafa opið hús og kaffi á könnunni á fimmtudögum milli 17:30 og 19:30 á Smiðjuvegi 28 (gegnt Landvélum). Þá geta hópar fengið að skoða safnið eftir samkomulagi með því að senda tölvupóst á johanni@n1.is. Forstjóraskrifstofan Allt er eins og það var fyrir mörgum áratugum. Dæla Þessi er komin til ára sinna.Hlutir Prímus og gamlir brúsar. Gamalt skilti Settu tígur á tankinn. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Kísill er lífsnauðsynlegt steinefni og hefur oft verið kallað hið gleymda næringarefni. geoSilica framleiðir 100% náttúrulegan íslenskan jarðhitakísil, steinefni úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. geoSilica Iceland ehf. Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbær - geosilica@geosilica.com - www.geosilica.com Kísill stuðlar að: • Styrkingu bandvefs • Styrkingu hárs og nagla • Þéttleika í beinum • Betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð Apótek Hafnarfjarðar Apótek Vesturlands Apótekarinn Apótekið Austurbæjar Apótek Fjarðarkaup Hagkaup Heilsuhúsið Hraunbergsapótek Lyf og heilsa Lyfja Lyfsalinn Glæsibæ Nettó Siglufjarðar Apótek Urðar Apótek 20% afsláttur af Kísilsteinefni geoSilica í júlí á eftirfarandi sölustöðum afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.