Morgunblaðið - 04.07.2017, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
Enn er bætt um betur með nýju
ReSound heyrnartækjunum
sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og
prófaðu þessa hágæða tækni.
Aldrei
hefur verið
auðveldara
að heyra
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Bæjarhátíðir sumarið 2017
Guðrún Erlingsdóttir
gue32@mbl.is
Tónlistarhátíðin Eistnaflug hefst á
morgun í Neskaupstað. Eistnaflug
er þungarokkshátíð sem nú er hald-
in í 13. sinn. Hátíðin er handhafi
Eyrarrósarinnar og Íslensku tónlist-
arverðlaunanna sem tónlistarhátíð
ársins 2016.
Eistnaflug fer fram dagana 5.-8.
júlí. Um 50 rokksveitir koma fram á
hátíðinni, íslenskar og erlendar, auk
þess sem stutt er við bakið á ungum
og upprennandi sveitum. Mikil
áhersla er lögð á þungarokk og aðr-
ar jaðartónlistarstefnur. Íbúar Nes-
kaupstaðar eru 1.500. Á meðan á
Eistnaflugi stendur tvöfaldast íbúa-
fjöldinn og verður á milli 2.500 og
3.000 manns. Allir tónleikar fara
fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað
en hliðarviðburðir í Beituskúrnum,
nýjum veitingastað við sjóinn.
Allt rokkið í Neskaupstað
Stefán Magnússon sér um skipu-
lagningu og framkvæmd tónlist-
arhátíðarinnar ásamt félögum sín-
um. Hann segir bæinn hjálpa til við
hátíðina og hún sé aðalhátíð ársins í
Neskaupstað.
„Við erum með rosalega flottar er-
lendar hjómsveitir og allar stóru ís-
lensku sveitirnar. Allt rokkið á Ís-
landi verður í Neskaupstað og
dagskráin á laugardaginn er merkt
austfirskum hljómsveitum í Beitu-
skúrnum,“ segir Stefán og leggur
áherslu á að Eistnaflug sé þunga-
rokkshátíð þar sem bannað er að
vera fáviti.
„Gestir hátíðarinnar eru á aldr-
inum 20-50 ára en það færist í vöxt
að fjölskyldur mæti. Við höfum lagt
á það áherslu frá byrjun að hátíðin
sé ofbeldislaus og það hefur ekkert
breyst. Ég bara bið og vona að svo
verði áfram. Það er óþolandi fylgi-
fiskur þegar fólk hittist undir áhrif-
um áfengis að þá verða margir Ís-
lendingar fávitar,“ segir Stefán
ómyrkur í máli.
„Ég nenni ekki að leggja á mig
vinnu í heilt ár til þess að menn geti
misþyrmt hver öðrum. Í Svíþjóð
kom upp kynferðisbrotamál á tón-
listarhátíð og þeir slitu hátíðinni
með það sama. Ég er með sömu sýn
og Svíarnir og mun segja mig frá há-
tíðinni ef slíkt gerist,“ segir Stefán,
sem hefur trú á góðri og friðsælli
þungarokkshátíð.
Heimamenn taka hátíðinni vel
Páll Björgvin Guðmundsson, bæj-
arstjóri í Fjarðabyggð, segir Eistna-
flug hafa mikla þýðingu og setja svip
á bæinn. „Hátíðin eflir menningar-
starf og menningarviðburði í bæn-
um. Þjónustuaðilar hafa nóg að gera
á meðan Eistnaflug stendur yfir.
Heimamenn hafa tekið hátíðinni
mjög vel og leggja sitt af mörkum til
að gestir finni sig velkomna,“ segir
Páll og bendir á að dagskráin sé fjöl-
breytt og allir geti fundið eitthvað
við sitt hæfi. Fólk fái áhuga á öðru-
vísi músík og þungarokkið eflist.
„Hátíðin sjálf stendur í fjóra daga
en fyrsta hljómsveitin mætti á föstu-
daginn. Það hefur allt gengið vel
hingað til og ég vona að svo verði
áfram. Ég tek undir með skipuleggj-
endum að fávitar eru bannaðir á
Eistnaflugi,“ segir bæjarstjórinn í
Fjarðabyggð.
Tjaldsvæði fyrir gesti hátíð-
arinnar er á Bökkum, en sérstakt
fjölskyldutjaldsvæði er við snjó-
flóðavarnargarðana.
Bannað að vera fáviti á Eistnaflugi
Íbúar Neskaupstaðar taka vel á móti gestum Yfir 50 hljómsveitir á rokk- og metalhátíð Hlið-
arviðburðir á veitingastað Íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast Fjölskyldur mæta saman á hátíðina
Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir
Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson
Tjaldstæði Gestir hátíðarinnar fá að gista í fallegu umhverfi á Bökkum.
Stemning Markmið gesta á Eistnaflugi er að skemmta sér á hátíðinni. Hún hefst í Neskaupstað á morgun og lýkur laugardaginn 8. júlí.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur
samþykkt beiðni Íslenska kalkþör-
ungafélagsins um að fá úthlutað lóð
til byggingar raðhúss með fjórum 75
fermetra íbúðum við Tjarnarbraut á
Bíldudal. Lóðin er á óbyggðu svæði
við hlið leikskólans á staðnum.
Fyrirtækið sendi bæjaryfirvöld-
um ósk þessa efnis hinn 19. júní og
hlaut erindið jákvæðar undirtektir
hjá bæði skipulags- og umhverfisráði
sveitarfélagsins og í bæjarstjórn,
sem fól skipulagsfulltrúa að útfæra
lóðir á umræddu svæði hinn 28. júní.
Hægt að hafa átta íbúðir
Í fréttatilkynningu er haft eftir
Einari Sveini Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra Íslenska kalkþör-
ungafélagsins, að fyrirhugað sé að
kaupa tilbúið vandað raðhús úr ein-
ingum á tveimur hæðum frá eist-
neska byggingarfyrirtækinu Akso-
Haus sem muni annast uppsetningu
hússins á staðnum og afhenda íbúðir
tilbúnar til innflutnings.
Skipulag hússins gerir ráð fyrir að
hægt verði að skipta hverri íbúð í
tvær einingar ef þörf krefji til að
koma til móts við þarfir einstaklinga
eða barnlausra para. Eftir slíkar
breytingar yrðu alls átta íbúðir í hús-
inu.
Íbúðaskortur er ástæða þess að
fyrirtækið óskaði eftir byggingar-
leyfi, bæði á Bíldudal og í nágrenn-
inu. Sem stendur virðast hvorki vera
forsendur fyrir því að einstaklingar,
sérstaklega ungt fólk, ráðist á eigin
vegum í byggingarframkvæmdir á
staðnum né heldur íbúðarkaup á not-
uðu húsnæði auk þess sem lánastofn-
anir lána að hámarki fyrir 70 pró-
sentum af fasteignamati. Eina færa
leiðin til að leysa þennan vanda sé að
fyrirtækið hefji sjálft byggingar-
framkvæmdir, en vilji gjarnan selja
íbúðirnar þegar aðstæður hafa
breyst. Vonast er til að hægt verði að
hefja framkvæmdir næsta vor.
Bíldudalur Fjögurra íbúða raðhús
áþekkt því sem ráðgert er að kaupa.
Byggja fjögur
raðhús á Bíldudal
Skortur á íbúðum á svæðinu