Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
✝ Kristín Björns-dóttir fæddist
1. júní 1942 í Vest-
mannaeyjum. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Mána-
teigi, Hrafnistu,
21. júní 2017.
Faðir hennar
var Björn Guð-
mundsson, kaup-
maður og útvegs-
maður í Vest-
mannaeyjum, fæddur 24. júní
1916, dáinn 24. júní 1992. For-
eldrar Björns voru Guðmundur
Eyjólfsson sjómaður og Áslaug
Eyjólfsdóttir. Móðir hennar var
Sigurjóna Ólafsdóttir, fædd 21.
apríl 1917, dáin 24. nóvember
1981. Foreldrar Sigurjónu voru
Ólafur Ingileifsson útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum og
Sigurjóna Sigurjónsdóttir.
Systkini Kristínar eru; Áslaug,
fædd 8. febrúar 1947, og Guð-
fædd 2007. 2) Sigurður, fæddur
14. júní 1969. Maki hans er
Hildur Hafstein, fædd 29. októ-
ber 1971. Synir þeirra eru
Birnir, fæddur 1996, Dagur,
fæddur 1998, Ólafur, fæddur
2003, og Tindur, fæddur 2007.
3) Ólafur, fæddur 21. nóv-
ember 1980, dáinn 23. nóv-
ember 1980.
Eftir hefðbundið grunn-
skólanám starfaði Kristín um
skeið sem flugfreyja hjá Loft-
leiðum. Þegar synirnir voru
komnir á legg, hóf Kristín nám
á heilsugæslubraut Ármúla-
skóla í Reykjavík og lauk því í
maí 1978. Þá lauk hún námi
frá Ljósmæðraskóla Íslands í
september 1980 og námi frá
Nýja hjúkrunarskólanum í
Reykjavík í maí 1986. Kristín
starfaði sem ljósmóðir á
kvennadeild Landsspítalans,
hjúkrunarfræðingur á Landa-
koti og síðar ljósmóðir á
Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur, við mæðraeftirlit.
Kristín átti við þungbær
veikindi að stríða um árabil.
Útför Kristínar verður gerð
frá Árbæjarkirkju í dag 4. júlí
2017, klukkan 15.
mundur, fæddur
21. júlí 1953.
Kristín giftist
16. október 1965
Ólafi G. Sigurðs-
syni endurskoð-
anda sem fæddur
er 30. september
1942. Faðir hans
var Sigurður
Ólafsson kennari á
Ísafirði og síðar
skólastjóri og
hreppstjóri í Sandgerði, fædd-
ur 6. september 1918, dáinn 13.
mars 1985. Móðir hans var
Guðrún Jörgensdóttir Hansen,
húsfreyja á Ísafirði og kennari
í Sandgerði, fædd 27. maí
1921, dáin 28. ágúst 2001. Börn
Kristínar og Ólafs eru; 1)
Björn, fæddur 24. nóvember
1966. Maki hans er Helga
Thors, fædd 17. maí 1971.
Þeirra dætur eru Kristín
Kolka, fædd 2002, og Birna,
Ég var einstaklega heppin
með tengdamóður. Kristín var
traust og úrræðagóð, tilfinninga-
rík og hjartahlý en á sama tíma
gat hún verið beinskeytt þegar
svo lá á henni. Svo var hún afar
uppátækjasöm. Við áttum margt
sameiginlegt og um margt vorum
við ólíkar. Milli okkar ríkti kær-
leikur og skilningur, við vorum
stoltar hvor af annarri.
Kristín kenndi mér margt.
Hún var með eindæmum hagsýn;
hristi veislur fram úr erminni,
föndraði gjafir, prjónaði, sultaði
og nýtti hvern efnisbút sem hún
fann til að sauma svuntur. Hún
elskaði að dekra við okkur öll, en
mest elskaði hún hann Óla sinn,
sem hún kallaði stundum Tarzan
í gríni. Hún dýrkaði syni sína tvo
og dáði barnabörnin sín sex. Sú
ást var svo sannarlega gagn-
kvæm. Þessi fjölskylda er ein-
staklega kærleiksrík. Það ríkir
með þeim einlægni og jarðteng-
ing, hógværð og styrkur sem
dregur að sér gott fólk og sterka
og djúpa vináttu.
Kristín var stórglæsileg kona
og smekkleg. Hún var glettin og
lífsglöð, hrókur alls fagnaðar og
leið vel í margmenni þar sem hún
sagði gjarnan gamansögur. Hún
tók sjálfri sér ekkert of alvarlega
og gerði reglulega góðlátlegt
grín að sjálfri sér. Svo hló hún
manna hæst svo gleðitárin
streymdu. Hún grét oft og mikið
úr hlátri, hún Kristín.
En tárin streymdu líka undir
lokin. Já, saman grétum við ör-
lögin. Þetta var ekki sá endir sem
hún sá fyrir sér og hún átti erfitt
með að sætta sig við það. Við sem
þekktum Kristínu eigum öll erfitt
með að sætta okkur við það. Það
er þó gott til þess að hugsa að nú
sé hún komin á betri stað.
Hvíl í friði, mín kæra Kristín.
Þín
Helga Thors.
Sumt fólk setur svo sterkan
svip á umhverfi sitt með breytni
sinni, framkomu og fasi að eftir
er tekið. Þannig var Kristín syst-
ir mín sem lést 21. júní eftir
langa baráttu við illvígan Park-
insonsjúkdóm. Þá baráttu háði
Kristín af einstöku æðruleysi og
jafnaðargeði. Við hlið hennar í
þeirri baráttu stóð sem klettur í
brimróti eiginmaður hennar
Ólafur Gunnar, sem studdi hana
með ráðum og dáð og af einstakri
ást og umhyggju.
Seinustu árin bjó Kristín á
Hrafnistu og eftirtektarvert var
hversu starfsfólki þar var vel til
hennar og hvað því þótti vænt
um hana. Það segir ýmislegt um
persónu Kristínar að henni
skyldi takast, þrátt fyrir erfið-
leika sína, að laða fólk að sér í
þeim mæli sem hún gerði enda
var jákvæðni og skemmtileg og
hlýleg framkoma henni eðlislæg.
Það er margs að minnast þeg-
ar horft er til baka. Kristín var
glæsileg og smekkvís kona með
glaðværa og aðlaðandi fram-
komu. Hún var vinamörg, hjálp-
söm og félagslynd og hafði gam-
an af því að bjóða fólki heim til
sín og gera vel við það enda af-
burða kokkur og gestgjafi.
Heimili þeirra hjóna var og er
einstaklega fallegt.
Ekki voru þeir þó allir háir í
loftinu sem fóru saddir frá Krist-
ínu. Ég minnist þess eitt sinn að
við hjónin fórum að veita því eft-
irtekt að miðsonur okkar, Krist-
inn, sem alltaf hafði verið grann-
holda, tók að gildna. Skýringuna
fundum við fljótlega. Hann hafði
ásamt vinum sínum tekið að
venja komur sínar til Kristínar í
frímínútum frá Árbæjarskóla
enda stoltur af þessari glæsilegu
og góðu frænku sinni. Hún hafði
haft gaman af og þótt vænt um
að sjá þessa snáða og tróð þá út
af súkkulaðiís og öðru góðgæti,
þannig að þeir leituðu aftur og
aftur til hennar.
Kristín átti ekki langt að
sækja gestrisni sína og kunnáttu
í matseld því mjög gestkvæmt
var ætíð á heimili foreldra okkar,
Björns Guðmundssonar og Sig-
urjónu Ólafsdóttur, að Birkihlíð
17 í Vestmannaeyjum. Kristín
vandist því fljótt að hjálpa til og
aðstoða mömmu enda elst okkar
systkina og ávallt mjög ábyrgð-
arfull og umhugað um velferð
okkar.
Mér og fjölskyldu minni
reyndist Kristín ávallt vel. Hún
hafði iðulega á orði að hún hefði
átt stóran þátt í uppeldi mínu og
að hún hefði meira að segja látið
mig pissa á sig þegar ég lúrði hjá
henni því hún hefði ekki viljað
vekja mig. Er ég ekki frá því að
þetta sé allt saman rétt.
Með Önnu konu minni og
Kristínu tókst síðan góður og
djúpur vinskapur og nutu þær
þess mjög að vera í samvistum
hvor við aðra.
Nú er komið að þáttaskilum.
Þessi óhugnanlegi og ólæknandi
sjúkdómur sem rænir fólk reisn,
getu og lífslöngun á síðari stigum
hans hefur enn tekið sinn toll.
Huggun harmi gegn er þó að vita
Kristín
Björnsdóttir
✝ Ólafur ValurSigurðsson
fæddist í Reykja-
vík 12. desember
1930. Hann lést á
Landspítalanum
13. júní 2017.
Sonur hjónanna
Sigurðar Ólafs-
sonar bygginga-
verkfræðings, f.
30.12. 1901, d.
1970, og Rebekku
Ágústsdóttur húsfreyju, f. 24.3.
1899, d. 1982.
Systkini Ólafs eru Ágúst
Gunnar Sigurðsson, f. 1928, d.
1947, og Vigdís Sigurðardóttir,
f. 30.12. 1936.
Hálfbróðir samfeðra Grétar
Sigurðsson, f. 4.12. 1926, d.
17.12. 1994.
Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Ingibjörg Jónas-
dóttir, f. 1932, d. 2011. Áttu
þau Sigríði Ólafsdóttur hjúkr-
unarfr., f .15.12. 1953, maki
Árni Rafnsson, f. 1952. Börn
þeirra eru: a) Rafn, f. 1977, b)
Elmar, f. 1982, maki Sigrún
Huld Gunnarsdóttir, þau eiga
tvær dætur, Maju og Köru.
Uppeldissonur Tómas Ían
Brendansson. c) Árni Valur, f.
1988. d) Páll Frímann, f. 1991.
Dóttir Sigríðar er Ingibjörg
María Gousbier, f. 30.5. 1970,
maki Patrick Gousbier, börn
entspr. frá MR 1951,
farmannapr. frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík 1959 og
skipstjórnarprófi á varðskip
1965.
Ólafur byrjaði til sjós 1951,
var í farmennsku í fjögur ár.
Frá 1957 1. stýrimaður hjá
Landhelgisgæslunni. Þá lengst
af á V.S. Tý. Hann tók þá þátt í
öllum þorskastríðunum. Einnig
stýrimaður og skipherra á
þyrlum og flugvélum Land-
helgisgæslunnar. Frá 1985-
1994 fastráðinn skipherra hjá
Landhelgisgæslunni.
Ólafur Valur hlaut margar
viðurkenningar fyrir björg-
unarstörf og hönnun sigl-
ingatækja.
Gegndi formennsku í Stýri-
mannafélagi Íslands 1968-75,
sat í ritnefnd sjómannablaðsins
Víkings.
Hann þýddi Stóru skipabók-
ina ásamt Bárði Jakobssyni
lögfræðingi og kom að ritunum
Landið þitt, Alfræðiorðabók-
inni og Ensk-íslenskri orðabók
Arnar og Örlygs.
Ólafur hafði mikinn áhuga á
siglingum, hann ásamt konu
sinni, Sigurást, sigldi mikið á
skútum, meðal annars frá
Seattle til Alaska
Þá var hann mikill ÍR-ingur
og stundaði skíðaiðkun af
kappi í Hamragili ásamt því að
koma þar upp trjárækt.
Hann var áhugamaður um
varðveislu sögu Landhelg-
isgæslunnar og V.S. Óðins.
Útför hans fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 4. júlí 2017,
og hefst athöfnin kl. 13.
Adeleid Sigríður,
Madelein Sóley,
Babtist Máni.
Árið 1956
kvæntist hann Sig-
urást Gísladóttur,
f. 15.11. 1930, d.
4.2. 2004. Eign-
uðust þau fjóra
drengi. 1) Óskírð-
ur Ólafsson, f./d.
27.10. 1957. 2) Sig-
urður Ólafsson,
skipstj. og útgerðarfr., f. 27.7.
1959. Hann á þrjár dætur og
uppeldisdóttur: a) Helga Rán,
f. 13.10. 1981. Maki Einar
Oddsson. b) Andrea Rós, f. 9.6.
1989, maki Antonio Fattoruso,
dóttir Anna Bella. c) Gunnlaug
Birna, f. 25.1. 2000. d) Hólm-
fríður Rebekka Víkingsdóttir,
f. 6.4. 1994. 3) Gísli Ólafsson, f.
3.3. 1961, véla- og skipa-
verkfr., maki Agnes Garð-
arsdóttir, f. 14.10. 1964. Börn
þeirra: a) Garðar, f. 7.2. 1992,
og Sigurást Sóley, f. 24.8. 1994.
4) Ólafur Valur Ólafsson, f.
21.8. 1963, ferða- og hótelfr.,
maki Sigurlín Ólafsdóttir, f.
4.5. 1958.
Ólafur Valur var í sambúð
með Jónínu Steinunni Þor-
steinsdóttur (f. 1936) er hann
lést.
Óli Valur ólst upp í vesturbæ
Reykjavíkur. Hann lauk stúd-
Við gamlir skipsfélagar á árun-
um 1950-1960 á Lagarfossi, sem
var einn af hinum svokölluðu þrí-
lembingum, viljum minnast okkar
gamla félaga, Ólafs Vals Sigurðs-
sonar, skipherra, sem við kveðj-
um í dag. Fyrir um það bil 12 ár-
um kom Ólafur að máli við
Kristján Júlíusson heitinn hvort
við gömlu félagarnir á Lagarfossi,
á þessum gullaldarárum siglinga,
ættum ekki að hittast í kaffi.
Komu þeir síðan til mín og var
ákveðið að hittast í Perlunni og
hóa í gömlu félagana. Það kom
ljós að þessi gömlu vináttubönd
höfðu aldrei slitnað. Allar götur
síðan hefur hópurinn komið sam-
an mánaðarlega yfir veturinn í
Perlunni en núna í Sjóminjasafn-
inu. Síðasta kaffi var í lok apríl en
þá kom Ólafur akandi á sínum bíl.
Margir hafa fallið frá á þessum
tíma, blessuð sé minning þeirra,
en eitt má fullyrða að þetta kaffi-
spjall hefur veitt okkur mikla
gleði og sýnt að gamli Laggi hafði
sérstaka sál.
Þegar Ólafur kom á Lagarfoss
lentum við saman á vakt. Ég
minnist þess að hann kom með
nýjan brag, talaði rólega og yf-
irvegað og fylgdi það honum
gegnum lífið. Ólafur gerðist síðan
varðskipsmaður, tók þátt í öllum
þorskastríðunum og var meira að
segja tekinn til fanga af breskum
sjóliðum. Eftir að Ólafur kom í
land skipaði hann sér í sveit með
Hollvinafélagi varðskipsins Óðins
og vann þar geysimikið starf.
Einnig starfaði hann mikið fyrir
Sjóminjasafnið. Ólafur var heiðr-
aður á ýmsan hátt en ég veit að
honum þótti afar vænt um að fá
heiðursmerki sjómannadagsins
fyrir störf í þágu sjómanna.
Við kveðjum góðan dreng í
Guðs friði. Við gömlu skipsfélag-
arnir sendum fjölskyldu Ólafs
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. gömlu skipsfélaganna á
Lagarfossi,
Björn Pálsson.
Ólafur Valur Sigurðsson, sund-
félagi okkar til margra góðra ára,
hefur nú lagt í hinstu vestursigl-
ingu sína á eilífðarsænum. Hans
sæti við kaffiborðið er nú autt en
minningin um hann lifir með okk-
Ólafur Valur
Sigurðsson
Okkar yndislega og fallega
ESTER EVA HALL,
sem lést 2. júní á Mount Auburn Hospital í
Boston, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 6. júlí klukkan 15.
Spencer Hall
Óðinn Alexander og Viktor Þór synir þeirra
Rósella Mosty Ágúst Gunnarsson
Aníta Mist, Tanya Líf
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN ÓSKARSSON,
Egilsbraut 19,
Þorlákshöfn,
lést 21. júní. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega
auðsýnda samúð og hlýhug.
Sigfríður Óskarsdóttir
Guðbjörg Ósk Kjartansdóttir Markús Örn Haraldsson
Sigríður Kjartansdóttir Gestur Áskelsson
Jensína Kjartansdóttir Þorsteinn Ægir Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
DAVÍÐ WALLACE JACK
flugvirki,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi
föstudaginn 30. júní.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ,
föstudaginn 7. júlí klukkan 15.
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir
Róbert Jack Díana Dröfn Heiðarsdóttir
Sigmar Jack Hege Elísabeth Wennersgaard
Vigdís Jack
og barnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR,
Keldulandi 15, Reykjavík,
lést af slysförum fimmtudaginn 29. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gylfi Þórðarson Karítas Margrét Jónsdóttir
Gústaf Reynir Gylfason
Benedikt Gísli Gylfason
Kristján Birgir Gylfason
barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
AUÐUR VIKTORÍA ÞÓRISDÓTTIR,
Rekagranda 1,
lést á Landspítala við Hringbraut 14. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Björgúlfur Pétursson Hjördís S. Pálsdóttir
Steindór J. Pétursson Aðalbjörg Pálsdóttir
Þóra Pétursdóttir Steingrímur Haraldsson
Pétur Pétursson Hildur Ómarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SKARPHÉÐINN VALDIMARSSON,
Sóltúni 9,
verður jarðsunginn frá Áskirkju
fimmtudaginn 6. júlí klukkan 15.
Hildur Ágústsdóttir
Ragna Dúfa Skarphéðinsdóttir Guðmundur Kjalar Jónsson
Ágúst Skarphéðinsson
Jóhann Þr. Skarphéðinsson
afabörn og langafabörn