Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
að Kristínu mun vera vel tekið á
nýjum vegum.
Um leið og við Anna og synir
vottum, eiginmanni, sonum og
öðrum aðstandendum Kristínar
okkar dýpstu samúð óskum við
þess að minning um góða konu
megi lifa.
Guðmundur.
Nú hefur mín besta vinkona
kvatt þennan heim eftir löng og
erfið veikindi. Við Kristín höfum
þekkst frá barnæsku, foreldrar
okkar byggðu saman hús í Vest-
mannaeyjum þar sem við ólumst
upp saman. Alla tíð hefur vin-
skapur okkar verið náinn og eftir
að við báðar festum ráð okkar og
áttum börn óx sá vinskapur frek-
ar og fjölskyldur okkar hafa
brallað ýmislegt saman í gegnum
tíðina. Farið var í ferðalög innan-
lands og utan, sumar og vetur.
Kristín var alla tíð afar dugleg
og samviskusöm og sem elst
systkina sinna þurfti hún að
leggja ýmislegt á sig. Eftir barn-
eignir dreif hún sig í ljósmóður-
og hjúkrunarnám, en gaf samt
hvergi eftir við heimilisstörf og
barnauppeldi og nutu börn okkar
einnig góðs af því. Allt of
snemma barði þessi vágestur að
dyrum sem að lokum sigraði. Það
var mjög erfitt fyrir mig að sjá
hvernig henni leið síðustu mán-
uðina.
Óli minn, ég veit að þú og þín
fjölskylda hafa stutt hana eins
vel og hægt var til hins síðasta.
Guð blessi ykkur og minningu
hennar.
Ólöf Sylvía Magnúsdóttir
(Olla).
Fyrstu kynni mín af Kristínu
voru þegar við hófum nám í Ljós-
mæðraskóla Íslands haustið
1978. Urðum við strax mjög góð-
ar vinkonur. Lágu leiðir okkar
beggja síðan í hjúkrun og unnum
við saman að mörgum verkefnum
tengdum skólanum. Kristín var
samviskusöm og nákvæm í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur og
gat aldrei farið af vaktinni fyrr
en hún hafði skilað verkefnunum
vel og samviskusamlega af hendi.
Það þarf ekki að segja þeim
sem þekktu Kristínu hve glæsi-
leg hún var, skemmtileg og stutt
í hláturinn, hreinskiptin og með
góða nærveru.
Ég var svo heppin að kynnast
Kristínu og Ólafi manni hennar,
en þau voru einstaklega glæsileg
hjón. Alltaf var gott að koma í
heimsókn á heimili þeirra í
Hlaðbæ, gestrisin voru þau og
ræktuðu vini sína vel. Minning-
arnar eru margar sem koma upp
í hugann þegar ég hugsa um
samveru okkar Kristínar. En
man þó sérstaklega eftir því sem
hún sagði svo oft: „Jónína, við er-
um eins og systur, við sjáumst
kannski ekkert mjög oft nú orðið
en þegar við hittumst er eins og
við höfum hist í gær“ svo vel
þekktumst við og þótti vænt hvor
um aðra.
Ólafur maður hennar eða „Óli
minn“ eins og hún sagði alltaf var
hennar stoð og stytta í veikind-
unum, sem voru oft mjög erfið og
settu svip á líkama og sál.
Ég heimsótti hana stundum á
Hrafnistu í Reykjavík, þar sem
hún bjó síðustu árin og var hugur
hennar og hjarta alltaf tengt fjöl-
skyldu sinni. Dró hún þá iðulega
upp nýjustu myndirnar af börn-
um og barnabörnum sínum, sem
voru sólargeislarnir hennar og
hún mjög stolt af. Í heimsókn
minni til hennar um síðustu jól
voru engar breytingar þar á, upp
komu fallegu myndirnar. Ég
hafði einnig á orði við hana hvar
hún hefði fengið þetta fallega að-
ventuljós, sem hún var með í
glugganum hjá sér, svaraði hún
um hæl: „Hann Óli minn keypti
það handa mér, hann er svo mik-
ill smekkmaður og góður við
mig.“
Votta ég Ólafi og fjölskyldu
innilega samúð.
Elsku vinkona, hvíldin er kom-
in.
Minning þín mun lifa í hjarta
okkar.
Þín vinkona og skólasystir,
Jónína Gunnlaugsdóttir.
„Kristín er farin.“ Mamma var
í símanum þar sem ég var stödd í
útlöndum. Um 17 árum áður var
hún líka í símanum, þar sem ég
var búsett erlendis og tilkynnti
mér að Kristín hefði greinst með
illvígan sjúkdóm. Elsku Kristín
fékk loks hvíldina sem hún þráði,
þar sem erfið veikindi voru farin
að hafa mikil áhrif á líf hennar.
Kristín var besta vinkona
mömmu minnar, þær höfðu
fylgst að síðan Kristín fæddist og
ólust upp í sama húsinu á Fax-
astíg 1 í Vestmannaeyjum.
Vinátta þeirra var einstök og
sjaldan eða aldrei hef ég vitað
vinkonur sem voru eins hrein-
skiptar við hvor aðra. Allt var lát-
ið flakka, bæði hlegið og grátið
og allt þar á milli, enda traustið
og væntumþykjan sterk.
Ég umgekkst fjölskyldu Krist-
ínar mikið þegar ég var að alast
upp, við fórum í skemmtileg
ferðalög saman og svo dvaldi ég
oft hjá þeim við gott atlæti þegar
mamma og pabbi voru í burtu.
Kristín var ákaflega dugleg og
röggsöm manneskja og gerði allt
með stæl. Var glæsileg kona, eld-
aði gómsætan mat og var flink í
höndunum. Meðal annars saum-
aði hún handa mér dásamleg
barbídúkkuföt úr glimmerefnum
sem ég var svo stolt af. Og þegar
hún ákvað að skella sér í nám þá
var það líka gert með sama kraft-
inum.
Það er sorglegt að hún hafi
ekki fengið að halda heilsunni svo
að við hefðum getað notið sam-
vista við hana lengur.
Elsku Óli, Bjössi, Siggi og fjöl-
skyldur, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðar- og
kærleikskveðjur.
Guðrún Jóhanna
Guðmundsdóttir (Gunna).
Það er með sorg í hjarta sem
ég sest niður og skrifa nokkur
kveðjuorð um ástkæra vinkonu,
hana Kristínu. Eftir lifa minning-
ar um yndislega konu sem ætíð
kom öllum í gott skap með nær-
veru sinni.
Okkar kynni hófust í Svölun-
um fyrir mörgum árum, þar sem
við bjuggum í nágrenni við hvora
aðra vorum við stundum sam-
ferða á fundi. Svo var það að við
vorum samtímis í endurhæfingu
á Reykjalundi og þá hófst fyrir
alvöru vinskapur sem entist ætíð.
Okkur fannst báðum að þörf væri
á endurnýjun tækjabúnaðar og
fórum þess á leit við Svölurnar að
styrkja Reykjalund, sem við og
gerðum. Kristín bar hag Sval-
anna ætíð fyrir brjósti, mætti vel
á fundi og vann mikið fyrir þær
gegnum árin, meðal annars við
að koma jólakortunum í sölu sem
er eina fjáröflunin. Svölurnar
biðja fyrir samúðarkveðjur til
fjölskyldu Kristínar.
Í gegnum árin áttum við
margar ánægjulegar samveru-
stundir sem geymast í minning-
unni, margar tengdar Svölunum
svo sem vorferðirnar okkar, en
einnig hittumst við utan þess og
þar má nefna veiðiferð með eig-
inmönnunum þar sem við leigð-
um okkur litla bústaði og nutum
þess að slaka á í lok dags í pott-
inum og borða góðan mat. Eins
þegar þau Óli komu til okkar
hjóna í bústaðinn okkar, meðan
þeir fóru í golf undirbjuggum við
kokteilana og kvöldverðinn á
meðan. Þar var Kristín á heima-
velli enda frábær kokkur og hún
elskaði að baka góðar kökur svo
sem hjónabandssæluna marg-
rómuðu sem við oftar en ekki
gæddum okkur á með kaffinu.
Kristín var fagurkeri, var alltaf
flott klædd og vel tilhöfð, glæsi-
leg kona svo eftir var tekið.
Mér er efst í huga þakklæti
fyrir að hafa átt svona góða vin-
konu.
Kæri Óli og fjölskylda, ykkar
missir er mikill, við Stefán send-
um ykkur okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Rannveig (Ransý).
Kristín Björnsdóttir, elskuleg
vinkona okkar er látin eftir löng
og erfið veikindi.
Kynni okkar hófust haustið
1978 þegar við hófum nám við
Ljósmæðraskóla Íslands og tókst
með okkur góð vinátta.
Kristín var flott hvenær sem
var sólarhringsins, með skart-
gripi, slæður og bar með sér
heimskonubrag. Hún tók námið
alvarlega og að vinna með henni
verkefni var lærdómsríkt. Þar
var ekki kastað til hendinni, allt
varð að yfirfara aftur og aftur
þar til hún var ánægð enda afar
góður námsmaður og framúr-
skarandi ljósmóðir.
Bros hennar lýsti upp allt um-
hverfið og hlátur hennar var
smitandi af lífsgleði. Að sitja með
henni yfir kaffibolla var alltaf hin
mesta skemmtun, þar sagði hún
sögur og hló mest sjálf. Kristín
hafði þann hæfileika að sjá og
upplifa hið spaugilega við ýmsar
aðstæður okkar í vinnunni á
kvennadeildum Landspítalans og
tókst þannig að varpa nýju ljósi á
ýmislegt sem við stundum, tók-
um nærri okkur og fundum til
vanmáttar. Hrós frá Kristínu var
mikilvægt því það var aldrei létt-
vægt, hún meinti það sem hún
sagði og maður fann til sín, vissi
að maður hefði staðið sig vel.
Hún var afar stolt af drengj-
unum sínum og Óla sínum eins og
hún iðurlega nefndi hann, „hann
Óli minn“. Allt sem hún tók sér
fyrir hendur, gerði hún vel, heim-
ili hennar var okkur opið og
margar góðar veislur hélt hún
okkur samnemendum sínum af
höfðingsskap. Kristín hafði mikla
réttlætiskennd og sagði jafnan
það sem henni fannst hvort sem
það var óþægilegt eða ekki og
hafði þannig oft djúp áhrif á
framvindu mála.
Þetta eru fátækleg orð um
elskulega konu sem hefur svo
sannarlega glímt í mörg ár við al-
varleg og flókin veikindi en í
huga okkar var hún og er, Krist-
ín fallega vinkona okkar sem bar
með sér heimskonubrag, greind
og heiðarleika sem aldrei gleym-
ist.
Ágústa Jóhannsdóttir,
Jóna Dóra Kristinsdóttir,
Jónína Gunnlaugsdóttir,
Þórstína Aðalsteinsdóttir.
Kristín Björnsdóttir var ynd-
isleg kona. Falleg, gefandi og
lífsglöð. Öllum leið vel í návist
hennar, enda naut hún þess að
skemmta sér með vinum sínum.
Ég kynntist Kristínu fyrst
þegar við bekkjarfélagarnir úr
Bifröst, árgangi 1961, komum til
borgarinnar fullir eftirvæntingar
að geta gert okkur glaðan dag
eftir einangrun vetrarlangt uppi í
Norðurárdal. Við vorum nýút-
skrifaðir, með væntingar um
góða framtíð, fullir gleði og ham-
ingju að geta nú tekið virkan þátt
í menningar- og skemmtanalífi
höfuðborgarinnar.
Við fórum í Súlnasalinn og
auðvitað tókum við strákarnir að
líta í kringum okkur. Ólafur Sig-
urðsson kom fljótt auga á falleg-
ustu stúlkuna á ballinu, enda úr
Vestmannaeyjum. Hún geislaði
af gleði og lífskrafti og ekki leið á
löngu þar til Kristín og Ólafur
voru orðin par. Þannig er ástin
og hamingjan, þessir voldugu
kraftar sem leiða elskendur sam-
an.
Kristín var um þessar mundir
flugfreyja hjá Loftleiðum og
heimili hennar varð eins konar
miðstöð vinanna. Ég naut iðulega
gestrisni hennar.
Guð, hvað gaman var að lifa.
Kristín giftist Ólafi 16. október
1965. Þau eignuðust synina
Björn og Sigurð. Þetta eru vel
gerðir og öflugir strákar. Björn
vann það afrek að standa fyrstur
Íslendinga á hæsta tindi jarðar-
innar.
Kristín tók þá ákvörðun að
mennta sig bæði sem hjúkrunar-
fræðing og ljósmóður. Í störfum
sínum var hún afar vel liðin. Því
miður bilaði þrekið og hún átti
við þungbær veikindi að stríða
um árabil. En nú er kallið komið
og góður Guð hefur tekið hana til
sín.
Úr lindunum djúpu leitar
ást guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
(Gunnar Dal)
Anna og Baldur Óskarsson.
ur sundfélögunum. Þessi prúði
maður var ávallt á sínum stað til
hliðar við borðsendann vinstra
megin á morgnana eftir níu. Hann
var ekki einn af þeim sem hávær-
astur var eða framhleypinn en
væri hann spurður þá svaraði
hann. Og þar var ekki komið að
tómum kofanum í ólíklegustu
málaflokkum. Um siglingar og
sjómennsku vissi hann hann allt
og miklu meira en við höfðum vit
til að spyrja um.
Og ósjaldan var hann Óli Valur
fljótur að leysa krossgátuþrautir
þeirra Kristjáns Oddssonar og
Jakobínu Þórðardóttur og tengja
úr sínum gagnagrunni þannig að
við hinir sem vorum að streitast
stóðum eins og þvörur, –jafnvel
Kristján Davíðsson sem er enginn
aukvisi á krossgátusviðinu mátti
oft sætta sig við mát.
Hann var í fáum orðum sagt
hvers manns hugljúfi hann Ólafur
Valur. Seinni árin var hann plag-
aður af afleiðingum vinnuslyss
þar sem hann lenti í ammonía-
keitrun fyrr á árum og lungun
sköðuðust varanlega. Hann bar
með sér súrefnisvél sem linaði
þrautirnar. En ekki heyrðust frá
honum æðruorð.
Hann var tígulegur í fasi og
virðulegur í framgöngu sem hæfði
vel ímynd skipherrans, grannur
vexti enda passaði hann í gömlu
júniformin sem hann hafði borið á
árum áður og fór í á hátíðarstund-
um. Undirritaður ávarpaði hann
ávallt sem admiral sem honum
fannst helst hæfa þessum virðu-
lega manni sem tók þó aldrei und-
ir þá kveðju.
Lengi vel rákum við hausana
saman áður en við kynntumst
verulega , og stundum ekki beint
mjúklega, þar sem hann synti sitt
baksund eftir klukkunni en ég
skriðsund og horfði lítt fram. En
við syntum gjarnan samsíða sama
kaðlinum af einhverri innbyggðri
þvermóðsku við umferðarreglur.
„Dr. Livingstone I presume“
sagði ég þá gjarnan ef árekstur-
inn varð með háum skelli og Ólaf-
ur brosti. Málið afgreitt án þess
að við bættum ráð okkar. Seinna
varð hann nákvæmnisdómari upp
á tvo aukastafi við kollhnísaæfing-
ar undirritaðs.
Ógleymanlegar eru margar
frásagnir hans af sjóferðum og
siglingum um víða veröld á skút-
um og skipum, selveiðum á Vest-
fjörðum eða hinum fjölbreyttustu
upplifunum hans á langri ævi.
Okkur var hann fyrst og fremst
góður félagi og fyrirmynd um
háttprýði. Hann var ekki að trana
sér fram eða sínum skoðunum.
Ég er til dæmis engu nær eftir
þessa áratugi um hvar hann stóð í
þjóðmálabaráttunni því hann lét
alla njóta sannmælis hvað sem
aðrir vildu meina um vondar nátt-
úrur þeirra sem um var rætt.
Minningin um góðan félaga lif-
ir meðal okkar sem hann Ólaf Val
Sigurðarson skipherra þekktu.
Þannig er lífsins saga í sundlaug-
unum. Menn kveðja skyndilega
eftir að hafa verið mættir ör-
skömmu áður. Virðast einhvern
veginn deyja í stígvélunum sínum
eins og þeir sögðu í villta vestrinu.
Við sundfélagarnir úr Laugar-
dal söknum vinar í stað og biðjum
hans fólki allrar blessunar með
þakklæti fyrir að hafa notið svo
langra kynna við Ólaf Val Sig-
urðsson.
Halldór Jónsson verkfr.
Ólafur Valur bar titilinn skip-
herra með reisn. Hann var agaður
og hélt bæði líkamsvexti sem og
tignarlegri framgöngu alla ævi.
Við kynnumst fyrir um 15 ár-
um þegar hann var að mestu
hættur störfum, en var formaður
öldungaráðs Landhelgisgæslunn-
ar og undirrituð vann að því að
koma á laggirnar Sjóminjasafni í
Reykjavík. Áhugi hans um fram-
gang safnsins var einlægur og
mjög mikils virði. Eitt af því sem
hann taldi nauðsynlegt fyrir mig
væri að kynna mér sögu sjósókn-
ar í Vestmannaeyjum og skoða
safnið þar um sjóminjar. Herra-
maðurinn Ólafur Valur fylgdi
hugsjónum sínum enda maður at-
hafna og bauð mér sjálfur í kynn-
isför til Vestmannaeyja.
Öldungaráðið undir hans
stjórn hafði mikil áhrif með sam-
þykktum sínum og áskorunum á
stjórnvöld, um að varðskipið Óð-
inn varð ekki að brotajárni, held-
ur var verndað og varðveitt sem
merkur vitnisburður um barátt-
una fyrir útfærslu landhelginnar.
Óðinn var nefndur flaggskip
Landhelgisgæslunnar við kom-
una til landsins árið 1960. Ólafur
Valur tók þátt í þorskastríðunum
þremur m.a. annars sem skip-
herra á Óðni, og vann auk þess að
mörgum björgunarafrekum en í
huga hans var gosið í Vestmanna-
eyjum hvað minnisstæðast.
Guðmundur Hallvarðsson
flutti tillögu um varðveislu vs. Óð-
ins á Alþingi og árið 2006 voru
stofnuð Hollvinasamtök um Óðin
á fjölmennum fundi í Víkinni und-
ir forystu hans. Hollvinir Óðins
hafa unnið ómetanlegt starf varð-
andi velferð skipsins og eru dug-
legir að kynna starfið um borð.
Sem dæmi standa þeir vaktina á
Sjómannadaginn sem og Menn-
ingarnótt. Þeir taka á móti al-
menningi og sýna skipið og segja
sögu þess. Allt er það unnið í sjálf-
boðavinnu. Ólafur Valur var
ódeigur að mæta og vakti mikla
athygli gesta, þar sem hann tók á
móti þeim í skipstjóraklefanum
glæsilegur í borðalögðum skip-
herrabúningnum. Hann var sann-
ur hollvinur.
Það er margs að minnast varð-
andi árin úti á Granda en vegna
manna eins og Ólafs Vals varð
hugsjónin að veruleika. Listmál-
arinn Bjarni Jónsson var annar
herramaður sem var áhugasamur
um safnið.
Ákváðu starfsmenn að efna til
morgunverðar á fimmtudögum
fyrir þessa höfðingja og annað
áhugafólk. Ólafur Valur gerði
þessa daga mjög minnisstæða
með meitluðum ábendingum og
sagnalist. Þá sköpuðu þessar
samverustundir góða vináttu milli
þeirra Bjarna og síðar heimsótti
Ólafur Valur oft Bjarna í veikind-
um hans, en hann lést árið 2008.
Enn og aftur sýnir þetta mann-
kosti hans og trygglyndi.
Hafið í sinni margbreytilegu
mynd höfðaði mjög til Ólafs Vals.
Hann lét sér ekki nægja að stýra
varðskipum við margvíslegar að-
stæður, heldur sigldi hann um
heimsins höf í skútu og það lang-
tímum saman. Annað áhugamál
voru svo skíðin og stutt síðan að
hann fór í skíðaferðalag til út-
landa.
Þrátt fyrir veikindi síðustu ára
leið nánast engin vika, að hann liti
ekki við á safninu. Það er stór-
kostlegt að hafa fengið tækifæri
að kynnast manninum Ólafi Val,
en hann er minnisstæður fyrir
margra hluta sakir.
Ég færi Jónínu og öðrum ást-
vinum Ólafs Vals innilegar sam-
úðarkveðjur og hugsa til hans
með miklu þakklæti og hlýhug. Þá
vona ég að minning hans og ann-
arra sem unnu þrekvirki varðandi
útfærslu landhelginnar – lifi ætíð
með íslensku þjóðinni.
Sigrún Magnúsdóttir.
Elsku afi minn, þetta veit ég
um þig:
Ég er sjóari og sigli um haf,
sem sorg og gleði mér gaf,
og ég kyssi konurnar meðan að flýtur
mitt fley.
(Ómar Ragnarsson.)
Og meira þarf ég ekki að vita.
En að þekkja þig var erfitt, því
það er erfitt að kynnast mönnum
sem eru alltaf úti á sjó og barna-
minningarnar því slitróttar.
Þær einkennast þó af ævin-
týraferðum í Landrovernum þar
sem mér var pakkað í sæng aftan
á bekk og við pabbi, þú og Óli
frændi keyrðum út í kvöldið að
leita að líklegu vatni að veiða í, og
fórum skíðaferðir í Hamragil en
engan hef ég séð jafn teinréttan
og mjúkan með glæsibrag í svigi.
Með árunum kom svo nálægð
við þig sem gaf ró í sinni með yf-
irveguðu samtali um ferðalög
ykkar ömmu og svo önnur sem þú
fórst í eftir að hún dó.
Ég hafði gaman af því að hlusta
á djass með þér og reyndi að
fylgjast með hvenær þú ætlaðir á
tónleika svo ég gæti skotist með
þér. En eins og ég sagði oft við þig
þá varst þú óþekkt gamalmenni
sem kunni ekki að vera heima hjá
sér, og því náði ég ekki að hitta
eins mikið á þig og ég hefði viljað.
En stundirnar sem gáfust voru
góðar og samtölin leiðbeinandi,
skipherra skapgerðin og virðuleg-
heitin gáfu hlýju, von og metnað
fyrir mér og öðrum barnabörn-
um, þetta bjó allt í augnaráðinu
þínu.
Ég hef ávallt verið stolt af því
að vera barnabarnið þitt, þó að því
hafi fylgt ýmis viðbrögð. En það
er okkur nú sama um, afi minn.
Við vitum hvað vel er gert og hvað
þarf til því eins og við segjum á
mínu heimili eftir þér: „Það er svo
gott að vera að gera …“
Ég held því áfram að gera mitt
besta í þessu lífi og vona að þú
haldir áfram að brosa út í annað
yfir minni vegferð.
Kveð þig nú og kyssi á brá.
Þín
Helga Rán.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann