Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 Sverrir fæddist á Eskifirði en flutti þriggja ára til Grindavík-ur og ólst þar upp. Hann fór 15 ára til sjós á bát frá Vest-manneyjum en var síðan á bátum frá Grindavík, lauk vél- stjóraprófi 1961 og fiskimannaréttindum 1962 og var síðan lengst af stýrimaður og skipstjóri á bátum frá Grindavík. Hann stundaði útgerð á árunum ð 1964-66 og 1969-76, var skipstjóri á Grindavík- urbátum 1976-87, lengst af á Vörðunesi GK og Reyni GK, var vigtarmaður við höfnina 1987-95, vaktstjóri þar 1995-2000 og hafnarstjóri Grindavíkurhafnar 2000-2012. Þig langar ekkert aftur á sjóinn, Sverrir? „Nei, nei. Ég hef það fínt svona enda brjálað að gera.“ Brjálað að gera – við hvað? „Við það að gera ekki neitt, snúast í kringum sjálfan sig. Ég byrja yfir- leitt daginn á því að rölta niður á höfn, fæ mér kaffi með köll- unum og reyni svo kannski að tefja einhverja vinnandi menn. Þetta virkar ágætlega og ég er bara ánægður með lífið og til- veruna.“ Eiginkona Sverris er Elín Þorsteinsdóttir og samtals eiga þau sjö börn: „Núna erum við hér fyrir norðan, á Hauganesi, þar sem dóttir mín býr. Það verður nú ekkert húllumhæ þó að maður verði 75 ára. Við förum kannski út að borða og tökum líf- inu með ró. Ég er nú eiginlega vaxinn upp úr því að gera mikið mál úr afmælunum mínum.“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Afmælisbarnið Sverrir á hafnarstjóraárunum í Grindavík. Brjálað að gera í því að gera ekkert Sverrir Vilbergsson í Grindavík 75 ára H örður fæddist á Siglu- firði 4.7. 1932, ólst þar upp og í fóstri hjá móðurömmu sinni á Ólafsfirði. Hörður var við ýmis störf til sjós og lands á Siglu- firði á unglingsárum, t.d. sem síldar- matsmaður og saltandi síld á sjó í norskum og sænskum bátum sem fiskuðu í reknet. Hörður lauk námi við Íþróttakenn- araskóla Íslands 1952 og vann við far- kennslu í Kjósarsýslu, Grafarnesi við Grundarfjörð, Ólafsvík og Stykkis- hólmi og var sundkennari í Sundhöll Hafnarfjarðar 1954-60, en ennfremur við þjálfun hjá Sundfélagi Hafnar- fjarðar og við handknattleiksþjálfun hjá Haukum. Hörður flutti á Selfoss 1960 og tók við starfi forstöðumanns Sundhallar Selfoss sem þá var nýbyggð. Hann Hörður Sævar Óskarsson íþróttakennari – 85 ára Hörður í sveiflu Hér er Hörður í himnesku skapi eins og ætíð, með sínum glaðværu börnum, í 50 ára af́mæli Ómars. Farsælt ævistarf við íþróttir og félagsmál Hjónin Hörður með eiginkonu sinni, Önnu Margréti Friðbjarnardóttur. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MIKILVÆGUR STUÐNINGUR Bjóðum mikið úrval af vönduðum stuðningshlífum á góðu verði. Kíktu til okkar og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina fyrir þig. HNÉSPELKUR MJÓBAKSSPELKUR ÚLNLIÐS- OG ÞUMALSPELKURVið slitgigt í hné, liðbanda- og/eða liðþófaskaða og óstöðugleika í hné. Margar tegundir af stuðningshlífum og spelkum fyrir hné. Hentar við langvarandi bakverkjum t.d. við samfallsbroti í mjóhrygg, óstöðugleika í mjóbaki og útbungun á brjóski. Hentar eftir gifsmeðferð og alvarlegar tognanir, við slitgigt eða liðagigt og við verkjum í úlnlið. Nú í samn ingi við Sjúkratry ggingar Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.