Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 var auk þess þjálfari þar í sundi og fleiri íþróttum til 1982. Hann tók leyfi í eitt ár og kenndi við Klippans Gymn- asium í Svíþjóð og var auk þess að- stoðarþjálfari Klippans Simcentrum. Hörður flutti til Reykjavíkur 1983 þar sem hann vann hjá Rauða kross- inum í eitt ár, en var skrifstofustjóri hjá Ungmennafélagi Íslands til starfsloka 1999. Hörður tók þátt í endurreisn Ung- mennafélags Selfoss og sat í stjórn þess í 16 ár og var formaður þess í níu ár. Hann kom á fót líkamsrækt í tengslum við Sundhöllina, trimm- vakningu og starfsmannamótum á staðnum og skrifaði greinar í Þjóðólf um heilsurækt. Hörður var félagi í Rotaryklúbbi Selfoss og forseti hans í eitt ár, sat í stjórn Sundsambands Íslands í sex ár, var formaður þess í tvö ár og byrjaði að gefa út blaðið Sundmál sem er mál- gagn SSÍ. Hann sat í stjórn Starfs- mannafélags Selfossbæjar í fimm ár og var formaður þess í þrjú ár. Hörður starfaði mikið með Leik- félagi Selfoss, var formaður þess um tíma, er einn stofnenda Hjónaklúbbs Selfoss og var fyrsti formaður hans og sat í fyrstu ritstjórn Bæjarblaðs- ins, blaðs Alþýðubandalagsfélags Sel- foss og nágrennis. Eftir 2000 tók Hörður virkan þátt í starfi leikfélags eldri borgara í Reykjavík, Snúðs og Snældu. Hörður hefur verið sæmdur starfs- merki UMFÍ, gullmerki Sundfélags Hafnarfjarðar og gullmerki Ung- mennafélags Selfoss. Hann er heið- ursfélagi Ungmennafélags Selfoss. Fjölskylda Eiginkona Harðar er Anna Mar- grét Friðbjarnardóttir, f. 15.8. 1921, íþróttakennari. Foreldrar hennar: Friðbjörn Níelsson, f. 17.1. 1887, d. 13.10. 1952, skósmiður á Siglufirði, og k.h., Sigríður Stefánsdóttir, f. 21.6. 1895, d. 2.6. 1987, húsfreyja Siglufirði. Fyrri kona Harðar var Dagný Jónsdóttir, f. 20.1. 1933, d. 17.7. 2000, verkakona. Börn Harðar og Dagnýjar eru Óm- ar Sævar, f. 1.6. 1955, sérfræðingur í Reykjavík en kona hans var Heiður Baldursdóttir, f. 31.5. 1958, d. 28.5. 1993, en seinni kona Ómars er Ingi- björg Kolbeins, f. 19.10. 1965, og eru barnabörnin Brynhildur, f. 1978, Þór- ey Mjallhvít, f. 1980, og langafabarn; Harpa Sjöfn, f. 16.5. 1956, skrif- stofumaður í Reykjavík; Anna Sig- urborg, f. 16.6. 1959, leikskólastjóri í Hafnarfirði, en maður hennar var Jón Gunnar Grjetarsson, f. 9.1. 1961, d. 8.12. 2007 og eru barnabörnin Andri, f. 1984, Sandra, f. 1989, og Tinna f. 1991, og þrjú langafabörn; Óskar Sig- urður, f. 26.5. 1961, framkvæmda- stjóri í Reykjavík en kona hans er Arndís Kristrún Kristleifsdóttir, f. 22.11. 1965, og eru barnabörnin Stef- anía Erla, f. 1989, og Hörður Sævar, f. 1995 og eitt langafabarn; Jón Hugi Svavar, f. 21.6. 1963, verslunarmaður á Akranesi en kona hans var Elsa Jóna Björnsdóttir, f. 28.9. 1966, en þau skildu og eru barnabörnin Dagný, f. 1988, Björn, f. 1990, og Sara Ýr, f. 1996 Systkini Harðar: Erla Óskars- dóttir, f. 5.5. 1936, hjúkrunarkona í Kópavogi; Hlynur Óskarsson, f. 2.3. 1942, d. 13.3. 2017, tónlistarkennari í Þýskalandi; Hallvarður Sævar Ósk- arsson, f. 24.11. 1944, málarameistari á Selfossi; Hólmgeir Sævar Óskars- son, f. 26.12. 1945, d. 18.4. 2016, húsa- smíðameistari á Selfossi; Sigurður Helgi Sævar Óskarsson, f. 24.2. 1950, d. 18.2. 1961. Foreldrar Harðar voru Óskar Garibaldason, f. 1.8. 1908, d. 2.8. 1984, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, og k.h., Anney Ólfjörð Jónsdóttir, f. 20.6. 1912, d. 28.11.1975, húsfreyja á Siglufirði. Úr frændgarði Harðar Sævars Óskarssonar Hörður Sævar Óskarsson Guðfinna Stefanía Jónsdóttir húsfr. í Garði Guðvarður Guðmundsson b. í Garði í Ólafsfirði Svava Guðvarðardóttir húsfr. á Ólafsfirði Jón Árni Hansson sjóm. á Ólafsfirði Anney Ólfjörð Jónsdóttir húsfr. á Siglufirði Arnbjörg Sumarliðadóttir húsfr. á Siglunesi Hans Jónsson b. á Siglunesi við Siglufjörð Hallur Garibaldason starfsm. Síldarverksm. ríkisins á Siglufirði Sigrún Ólfjörð húsfr. í Ólafsfirði Jón Kon- ráðsson lögreglu- maður í Ólafsfirði Magdalena Hallsdóttir starfsmaður Póstsogsíma áSiglufirði Jón Hallsson, framkv. stj. í Rvík Karl Guð- laugsson, tann- læknir í Rvík Skapti Hall- grímsson blaðam.á Akureyri Heba Ás- grímsdóttir ljósmóðir á Akureyri Einar Garibaldi myndlistarmaður Einar Garibaldason sjóm. á Ísafirði. Konný Einars- dóttir húsfr. í Rvík Ásgrímur Óskarsson bifreiðastj. og sjókokkur á Akureyri Svava Frið- þjófsdóttir húsfr. í Ólafsfirði Kristín Hulda Þórarinsdóttir húsfr. í Garða- bæ á Hvolsvelli Þórólfur Geir Matth- íasson hag- fræðingur Jóhanna Guðný Einarsdóttir húsfr. á Ási í Hegranesi Ólöf Guð- mundsdóttir húsfr. á Ríp Bergljót Jóns- dóttir blaðam. og tónlistar- gagnýnandi Elísabet Semingsdóttir vinnuk. síðast á Akureyri Pétur Guð- mundsson b.síðast á Daðastöðum áReykjaströnd Margrét Petrína Pétursdóttir húsfr. á Mið-Hóli og í Engidal Garibaldi Einarsson b. á Mið-Hóli í Sléttuhlíð, síðast í Engidal Óskar Garibaldason form.Verkalf. Vöku á Siglufirði Kristbjörg Jónsdóttir húsfr. síðast á Illugastöð- um í Flókadal Einar Ásgrímsson b. síðast á Arnarstöðum í Sléttuhlíð Málfríður Anna Einarsdóttir húsfr. á Þverá og í Málmey í Skagafirði Einarsína Kristbjörg húsfr. á Siglufirði Páll B. Samúelsson forstjóri Sveinbjörn Beinteinsson, alls-herjargoði ásatrúarmanna ogrímnaskáld, fæddist 4.7. 1924 í Grafardal í Skorradal í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Beinteinn Ein- arsson bóndi, frá Litlabotni á Hval- fjarðarströnd, og Helga Pétursdóttir húsfreyja frá Draghálsi í Svínadal. Sveinbjörn var af Bergsætt, Klin- genbergsætt og ýmsum þekktum ættum úr Kjós og Borgarfirði, eins og Fremri-Hálsætt, Deildartungu- ætt og loks Efstabæjarætt og því frændi Magnúsar Ásgeirssonar skálds og Leifs prófessors. Sveinbjörn flutti með foreldrum sínum að Draghálsi í Svínadal 1934 og var þar bóndi frá 1944. Hann eignaðist tvo drengi, Georg Pétur og Einar með Svanfríði Hagvaag. Sveinbjörn orti og sendi frá sér fjölda rímna- og ljóðabóka. Þær voru honum hjartfólgnar og drakk hann þær í sig með móðurmjólkinni líkt og Þorsteinn frá Hamri kemst að orði í eftirmælum um Sveinbjörn. Hann lifði og hrærðist í þessum forna arfi og lagði sitt af mörkum til að halda honum á lofti. Eftirfarandi kvæði liggja eftir hann: Gömlu lögin, rímur, 1945, Bragfræði og háttatal, 1953, Stuðlagaldur, kvæði, 1954, Vand- kvæði, ljóð, 1957, Reiðljóð, 1957, Heiðin, kvæðabók, 1984, Gátur I-III, 1985-91, og Bragskógar, 1989. Þá sá hann um útgáfu á rímum s.s. Rímna- vöku, 1959, Rímnasafni, sýnisbók, 1966, Fúsakveri, 1976 og Rímnasafni Sigurðar Breiðfjörð 1-6, 1961-73, auk Eddukvæða á hljómplötum og átti þátt í útgáfu Borgfirðingaljóða 1991. Sveinbjörn las fjölda rímna í út- varp og á mannamótum, kom einnig fram á tónleikum á pönktímabilinu og kvað rímur á milli atriða og má sjá hann í Rokk í Reykjavík. Sveinbjörn var forstöðumaður Ásatrúarfélagsins og síðan allsherj- argoði frá 1972. Hann tengdi trúar- iðkun sína sterklega við náttúruna; að dýrka hana á sinn hátt en nýta hana í hófi. Sveinbjörn lést á jóladag 1994. Merkir Íslendingar Sveinbjörn Beinteinsson 90 ára Ásdís Ásgeirsdóttir 85 ára Gunnsteinn Karlsson Haukur Ármannsson Hörður Sævar Óskarsson Vilborg Bremnes Ísberg 80 ára Kristín Anna Karlsdóttir Reynir Guðmannsson Svanlaug Sigurjónsdóttir Tryggvi Gunnarsson 75 ára Guðmundur Ingólfsson Hrönn Ingibjörg Hafliðadóttir Ingibjörg Kristvinsdóttir Magnhildur Ólafsdóttir Sverrir Vilbergsson 70 ára Elín Gunnlaugsdóttir Guðjón Gestsson Herborg Árnadóttir Svavar Ottósson Sveinn Kristján Guðjónsson 60 ára Ágústa Kristmundsdóttir Guðrún Auður Harðardóttir Idda Jófríður Þorleifsdóttir Ingunn Margrét Þorleifsdóttir Jónína Hanna Hilmarsdóttir Pétur Þormóðsson Rósa Gísladóttir Þórhildur Haraldsdóttir 50 ára Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir Daði Már Steinþórsson Hreinn Jónsson Kristín S. Hermannsdóttir Sigurbjörn Árni Árnason Þóra Halldóra Sverrisdóttir 40 ára Anna Kristín Bang Pétursdóttir Berglind Björk Halldórsdóttir Guðný Þorbjörg Klemensdóttir Hjálmar Pálsson Ingvar Gísli Ólafsson Líney Árnadóttir Signý Lind Heimisdóttir Tómas Kristófer Róbertsson 30 ára Davíð Örn Ólafsson Emma Dögg Ágústsdóttir Hafberg Guðmundur Antonsson Guðmundur Lúther Hallgrímsson Lukasz Rafal Zlotnik Rafal Stanislaw Holownia Sandra Karen Ragnarsdóttir Sigurður Svansson Til hamingju með daginn 30 ára Sandra ólst upp í Kópavogi, býr á Akureyri, lauk BSc-prófi í jarðfræði frá HÍ; MLIS-prófi í upp- lýsingafræði og starfar við Sparisjóð Höfðhverf- inga. Maki: Sigfús Örn Sig- urðsson, f. 1987, endur- skoðandi hjá KPMG. Sonur: Óskar Sæmundur Sigfússon, f. 2013. Foreldrar: Ragnar Þór- isson, f. 1962, og Sigrún Sæmundsdóttir, f. 1962. Sandra Karen Ragnarsdóttir 30 ára Sigurður ólst upp í Reykjavík, býr í Mos- fellsbæ, lauk stúdents- prófi frá MS, er að ljúka prófi í viðskiptafræði og rekur samfélagsmiðlafyr- irtækið Sahara. Maki: Áslaug Svava Svav- arsdóttir, f. 1989, lyfja- fræðingur. Dóttir: Magnea Svava Sigurðardóttir, f. 2014. Foreldrar: Steinþóra Sig- urðard., f. 1963, og Svan- ur Kristjánsson, f. 1959. Sigurður Svansson 30 ára Guðmundur ólst upp í Borgarnesi, býr í Reykjavík, lauki MSc-prófi í markaðsfræði og al- þjóðaviðskiptum og er framkvæmdastjóri Bung- alo. Maki: Perla Magnúsdóttir, f. 1988, verkefnastjóri hjá Nordic Visitor. Foreldrar: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, f. 1957, fyrrv. nuddari, og Hall- grímur Sverrisson, f. 1959, húsasmiður. Guðmundur Lúther Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.