Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.07.2017, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gerir jafnan þitt besta og það er ekki hægt að fara fram á meira. Ekki óttast að öðrum þyki þú eigingjörn/gjarn. 20. apríl - 20. maí  Naut Forðastu skyndiákvarðanir í dag. Gefðu skít í fortíðina með stæl – eins og þér einni/einum er lagið – og haltu áfram að vera sú manneskja sem þig hefur alltaf langað að vera. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinir og félagar eru öruggir, ágengir og oflætislegir í dag. Illu er best aflokið svo brettu upp ermarnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Heimurinn er frekar ruglingslegur staður, en það er ekki honum að kenna. Með góðri skipulagningu tekst þér það sem þú ætlar þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð snjalla hugmynd um hvernig losa má vinnustaðinn við óþarfa og drasl. Gleymdu samt ekki sjálfum þér því þú átt líka við þín vandamál að stríða. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Allt ber að sama brunni og þegar málalyktir blasa við getur þú óhræddur tekið til þinna ráða. Nú er það allt að baki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver misskilningur gæti komið upp milli ástvina sem þarf að leiðrétta. Sá sem þú berð tilfinningar til er vonandi einhver sem á eftir að gefa eftir andspænis furðu- legri visku þinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er gott að þiggja aðstoð annarra þegar mikið liggur við en gleymdu ekki að þakka hana þegar allt er afstaðið. Yfirboðarar þínir ætlast eftir sem áður til fullrar kurteisi af þinni hálfu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt það til að fara fram úr sjálfum þér í fjárfestingum. Gættu þess að bregðast þeim ekki. Reyndu að láta þetta ekki fara í taugarnar á þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Lítilfjörleg störf eru ekki til, bara lítilmótlegt viðhorf. Veltu því fyrir þér hvaða stefnu líf þitt er að taka og hvert þú stefnir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Munið að gera ekki meiri kröfur til annarra en þið gerið til ykkar sjálfra. Sýndu skilning og láttu samstarfsmenn þína ekki gjalda þess að þeir eru ófull- komnir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færð stuðning við málstað þinn úr óvæntri átt og má segja að hann skipti sköpum fyrir þig. Vertu bjartsýn/n og opn- aðu vasana. Slæmur endir (Frá bæjardyrumSkugga ),“ segir Helgi R. Ein- arsson: Hann vildi tíkina taka, sem telst nú varla til saka, en þá eigandi birtist er brjálaður virtist og byrjaði vandræði’ að baka. „Óráð,“ bætir Helgi við og víkur að því sem mest er um rætt á netinu: Það mun ei þyrnum stráð að þrauka í lengd og bráð. Laun munu rísa á landinu Ísa. „Lof sé þér, Kjaraóráð.“ „Fæðingardagsfílósófía“ er yrkisefni Páls Imsland þegar hann heilsar leirliði „á húmri nóttu“: Það trauðlega teljast nein ofmæli og tæplega eru það vanmæli, að á fæðingardegi, þá flestallir eigi, sér formlega staðfest eitt afmæli. „Allra hagur að leyfa fiskeldi í sjó,“ segir Ármann Þorgrímsson: Fjölmenningin finnst mér vera góð flestir telja lífsgæðin þá vaxa einrækta því enga skyldi þjóð og ekki heldur sauði, kýr og laxa. Guðmundur Björnsson sýslumað- ur orti um Snæbjörn í Hergilsey, – og eru stökurnar vísast ortar um einhverjar svaðilfarir á sjó, sem þeir fóru saman: Í þrautum reynir manninn mest; margur er stundar voðinn. Snæbjörn stýrir bragna best Breiðfirðinga goðinn. Þegar yfir skeflir skafl, skaflinn fárs og nauða, hann við Ægi teflir tafl, taflið lífs og dauða. Ég rakst á þessa vísu í Iðunni: Hljómbylgjan helst þó að hljóðfærið brotni; og sálin –hún lifir þótt líkaminn rotni. Hér er staka úr annarri átt: Ástarguðinn út í hött alla saman bindur; hann tengir saman tófu og kött því, tetrið, hann er blindur. Gömul vísa í lokin, sem ort var þegar Þorkell Ólafsson gekk að eiga Ingigerði dóttur Sveins lög- manns Sölvasonar 1774: Séra Þorkell sér við hlið setur Ingigerði. Hann á betra helduren við. Honum gott af verði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Óráð, fiskeldi í sjó og Breiðfirðinga goðinn Grettir Í klípu „ÞESSAR ÆTTU AÐ HJÁLPA ÞÉR AÐ JAFNA SVEIFLURNAR Á MILLI SIGURVÍMUNNAR OG ANGISTARFULLA ÓSIGURSINS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN ER EKKI MEÐ REIKNING HJÁ OKKUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi ... að nota vildar- punktana þína til að búa til sérstakan dag fyrir hann. JÖRÐIN OPNAÐIST OG VAR NÆRRI BÚIN AÐ GLEYPA MIG ÞAÐ HEFÐI VERIÐ STÓRSLYS ER ÞAÐ EKKI, JÓN? ÉG ÆTLAÐI AÐ BJÓÐA ÞÉR SMEKK… *MMMM*…SLURP… KJAMS! ROP! KJAMS! EN ÉG ER FARIN AÐ HALDA AÐ MÁLNINGAR- TEPPI VÆRI NÆR LAGI! MMMPH! Varla hefur farið framhjá nokkruíslensku mannsbarni, fæddu og ófæddu, að hér opnaði fyrsta Costco verslunin í maímánuði og kom sem ljúfur vorboði inn í líf allflestra Ís- lendinga. Svo mikil var gleðin að ráðavilltir kaupmenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og íbúar í nágrenni stórveldisins áttu vart heimangengt vegna ágangs forvitinna eyjaskeggja sem árum saman hafði verið haldið í heljargreipum einokunar okurversl- anna. Þvílíkt og annað eins frelsi! x x x Víkverji þarf þó að viðurkenna eittsem hefur legið ansi þungt á sál- inni alveg síðan undrið í Garðabæn- um opnaði. Víkverji hefur aldrei stig- ið fæti inn í ævintýralandið Costco. Ekki svo að skilja að það hafi aldrei hvarflað að Víkverja. Forvitnin um- lykur hann rétt eins og aðrar líf- verur. En í augum lítils Íslendings er Costco líkt og grameðla sem ein- hvern veginn náði að lifa útrýmingu risaeðlanna af og yfir milljón ára tímabil gerði hún lítið annað en bara að stækka. Og aðeins þeir hugrökk- ustu leggja til atlögu. x x x Víkverja hafa borist til eyrna söguraf nokkrum þessara huguðu vík- inga. Þeir hafa mætt ótal hindrunum. Kerrum hefur verið rænt af þeim, einhver keypti gíraffann í raunstærð sem víkingarnir höfðu fram að því dáðst að, og sést hefur til fólks gera heiðarlegar tilraunir til þess að koma pakkningum í yfirstærð inn í alltof litla bíla. Sálfræðingar hafa jafnvel beðið víkingana að hafa í huga að risaeðlan sé líkt og hið óbyggða land, enginn staður fyrir ung börn. Þau þrífast ekki í slíku umhverfi. Í hug- um Víkverja eru þetta hinir sönnu ís- lensku víkingar, því þrátt fyrir allt snúa þeir alltaf aftur til að berjast um næstu kerru, kaupa nokkur tonn af jarðaberum og heyja enn eina bar- áttuna við alltof stórar pakkningar í alltof litlum bílum. x x x Víkverji er ekki víkingur. Víkverjimun fylgjast með úr fjarska og vona að einn daginn verði risaeðlan felld og óhætt verður að hætta sér þangað. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. (Jóh. 6:35)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.