Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 31

Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017 Morgunblaðið/Ófeigur Glaðleg Sara Blandon ætlar að flytja lög eftir konur á Freyjujazz. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Við ætlum að flytja efnisskrá sem spannar tímabilið allt frá Beethoven og fram á okkar tíma,“ segir Gunnar Kvaran sellóleikari sem verður með tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í kvöld kl. 20.30 ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í Sum- artónleikaröð listasafnsins. „Við leikum tvö verk sem Beet- hoven samdi þegar hann var ungur, en bæði verkin eru byggð á stefi og til- brigðum. Þau sýna glögglega þá gíf- urlegu hæfileika sem strax komu í ljós í fyrstu verkum hans,“ segir Gunnar. Gunnar og Helga Bryndís ætla einnig að frumflytja verk eftir Jónas Tómasson tónskáld sem kallast Til Merete. Verkið samdi hann til minn- ingar um sellóleikarann Erling Blön- dal Bengtsson sem lést fyrir fjórum árum og tileinkar það ekkju hans, Merete Blöndal Bengtsson. Gunnar segir það honum mjög kært að fá að frumflytja verkið. „Erling var kennari minn og góður vinur. Við unnum lengi saman í Danmörku, en hann var hálfur Íslendingur. Móðir hans var fædd og uppalin á Ísafirði og þangað fór hann oft og hélt tónleika. Jónas er búsettur á Ísafirði svo hann kynntist þeim hjón- um vel.“ Virkjuðu aðstæður til sköpunar Gunnar segir síðasta verkið á efnis- skránni svo vera Sónötu ópus 40 sem var samin af Sjostakovitsj árið 1934. „Þetta er eitt frægasta verk fyrir selló og píanó sem samið var á 20. öldinni. Verkið samdi hann aðeins 28 ára gam- all og gaf það stór fyrirheit um allt sem átti eftir að koma frá hans hendi.“ Sjostakovitsj hafði þegar slegið í gegn með sinni fyrstu sinfóníu en skömmu síðar féll hann í mikla ónáð vegna óperu sinnar Katerina Izmail- ova, einnig þekkt sem Lady Macbeth, því Stalín kunni ekki að meta hana. „Fyrir mér er Sjostakovitsj andlegur jöfur því honum tókst að virkja þessar hræðilegu aðstæður á tímum Stalíns til sköpunar. Þegar ég hugsa um Sjostakovitsj verður mér oft hugsað til Beethovens og þess sem hann gekk í gegnum. Hann missti heyrnina ungur að árum en hélt áfram að semja hvert meistaraverkið á fætur öðru. Það er ótrúlegt þegar svona hrikalegar að- stæður geta orðið kveikja að stórkost- legri sköpun,“ segir Gunnar. Að lokum veltir hann fyrir sér hvort mennirnir tveir, Sjostakovitsj og Beethoven, hefðu orðið jafn miklir listamenn hefðu þeir lifað við auðveld- ari aðstæður. „Þeir sýndu okkur hvers mannsandinn er megnugur ef hann er raunverulega sterkur.“ Andlegir jöfrar  Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefst í kvöld Sumarleg Gunnar og Helga Bryndís leika tónlist þriggja alda. á vegg og þar stendur: „Ég hringdi í Helga Björns, hann útvegaði mér stúku Hitlers.“ Verkið „Stúka Hit- lers“ (2006) er í raun leifar af einkaleikhússtúku Adolfs Hitlers frá 1941, sem listamanninum áskotnaðist þegar Admiralspalast- leikhúsið í Berlín var endurnýjað. Upphaflega ætlaði Ragnar að end- urbyggja stúkuna í gjörningi fyrir sýninguna Pakkhús postulanna árið 2006 en hann hætti við þá áætlun enda efnið drekkhlaðið eldfimri merkingu í sögulegu og menning- arlegu tilliti. Dýnamískt samtal verður til, minningar mannvonsku mannkynssögunnar gegn hvers- dagslegri endurnýjun innréttinga, samtal um list, vald, sögu og svið- setningu kjarnast í þessu magnaða verki. Á annarri hæð má m.a. sjá þrjár stórar myndbandsinnsetningar, „Heimsljós – líf og dauði lista- manns“ (2015) sem byggist á sam- nefndri skáldsögu Halldórs Lax- ness, „Hellingur af sorg“ (2013-2014) sem er upptaka af löngum gjörningi sem fór fram í MoMa safninu í New York. Þar flutti hljómsveitin The National lag- ið „Sorrow“ í rúmlega 6 klst. Verkið hefur gott andrými í F-sal og er sýnt á stóru tjaldi, klifunin í text- anum um sorgina sem er fylgifiskur lífsins skapar melankólískt ástand þar sem rómantíkin og treginn magnast upp þegar á líður. Þriðja verkið „Sviðsetningar úr vestrænni menningu“ samanstendur af níu skjáum sem sýna nokkurs konar lif- andi málverk, senur úr daglegu lífi í hinum vestræna heimi; par að elsk- ast, fólk að spjalla saman á veit- ingastað, brennandi hús, ungt fólk í tónlistartíma, hraðbátur á siglingu, börn efnafólks að leik o.s.frv. Sen- urnar eru mislangar, allt frá 19 mínútum til rúmlega 3 klst. Ragnar leikur á söguformið því það er eng- in bein frásögn í verkinu og sög- urnar tengjast ekki innbyrðis. Þetta eru klisjukenndar senur úr vest- rænni menningu, þrá eftir einhverri lífsfullnægju sem getur hæglega verið innantóm. Ragnar sækir sér innblástur í listasöguna, til 18. aldar hirðmálarans Watteaus sem málaði ídealískar senur af léttúð og yfir- borðsmennsku rókókósins þar sem treginn og depurðin er samt undir niðri. Ragnar er vel læs á samtíma sinn, í þessu stórgóða verki réttir hann okkur spegil eigin menningar og áhorfandanum er látið eftir að svara því hvort spegilmyndin sé eft- irsóknarverð eða innihaldslaus. Þetta verk var sýnt í Copenhagen Contemporay á síðasta ári þar sem því var gefið mikið rými og sýnt á stórum tjöldum og óhætt er að segja að uppsetning verksins þar hafi kallað fram töluvert magnaðri upplifun rýnis. Ragnar vinnur á mörkum skáld- skapar og raunveruleika, einlægni og íróníu og í verkum hans speglast breyskleikar mannlegrar tilveru, ást, fegurð, tregi og sorg. Á sýning- unni Guð hvað mér líður illa hefur tekist vel upp í vali verka sem eru bæði á persónulegum nótum en taka einnig á því tilbúna og svið- setta. Skáldskapurinn og raunveru- leikinn eru samtvinnaðir lífi lista- mannsins og honum tekst vel upp á mörkum þversagnarinnar. Hann þarf ekki lengur að klæða sig upp í karakter listamannsins, hann er listamaðurinn og finnur sig vel í sínum karakter. Verkin kalla fram hughrif sem spegla allar hliðar mannlegrar tilveru, þau eru ljúfsár óður til margbreytileika lífsins og listarinnar. Tregafullur Flutningur á öðrum af þremur lifandi gjörningum sýning- arinnar, „Konu í e-moll“, hófst 17. júní sl. „Á snúningspalli stendur glæsileg ung kona í gullpallíettukjól með rafmagnsgítar í hönd. Með reglulegu milli- bili slær hún á strengina og hinn tregafulli e-hljómur í magnast upp og óm- ar um salinn. Tjald úr gullstrimlum skermar konuna af en áhorfandinn get- ur smeygt sér inn fyrir og virt hana fyrir sér í návígi.,“ segir rýnir. Heimsljós Úr „Heimsljósi - lífi og dauða listamanns“, frá árinu 2015, fjögurra rása vídeóinnsetningu Ragnars þar sem gerð er tilraun til að kvikmynda skáldsögu Halldórs Laxness, Heimsljós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.