Morgunblaðið - 04.07.2017, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
Tom Jones þreytir frumraun sína á
Proms-tónlistarhátíðinni í Royal
Albert Hall á tónleikum 1. sept-
ember þar sem sálartónlist verður
hyllt sem og plötuútgáfan Stax.
Booker T. Jones og Sam Moore,
sem þykja goðsagnir í sálartónlist,
koma fram við sama tækifæri.
Samkvæmt frétt á vef BBC
hlakkar Jones til að þreyta frum-
raun sína á Proms. „Ég hef ætíð
sungið sálartónlist og alltaf sungið
lög sem Stax gaf út. Ég söng „(Sitt-
ing On) The Dock of the Bay“ eftir
Otis Redding í sjónvarpsþættinum
mínum 1969 og ætla að syngja lagið
aftur á Proms,“ segir Jones.
Jools Hollands og rythma og blús
hljómsveit hans leiðir kvöldið og
meðal listamanna sem troða upp
eru Beverley Knight, James Morr-
ison og Ruby Turner, ásamt Willi-
am Bell, Steve Cropper og Eddie
Floyd sem allir voru á mála hjá
Stax. Plötuútgáfuna Stax stofnuðu
bankagjaldkerinn Jim Stewart og
systir hans, Estelle Axton, í Memp-
his 1957. Hljóðheimurinn þótti
óheflaður og djarfur samanborið
við poppglansinn sem einkenndi
Motown. Samkvæmt BBC hafði
Stax-útgáfan mikil áhrif á breskt
tónlistarlíf og eru The Rolling Sto-
nes og Bítlarnir nefndir í því sam-
hengi.
Tom Jones heiðrar sálartónlist á Proms
Morgunblaðið/Eggert
Fagmaður Gamla kempan Tom Jones
skemmti landanum í Laugardalshöll 2015.
Hjartasteinn Guðmundar Arnar
Guðmundssonar hefur verið valin á
stuttlista LUX Film Prize sem er
verðlaunahátíð á vegum Evrópu-
þingsins. Tilkynnt var um þær tíu
myndir sem valdar voru til þátttöku
á Karlovy Vary-hátíðinni sem hófst
30. júní og stendur til 8. júlí í Tékk-
landi. Þrjár myndir verða síðan
valdar til úrslita og verður tilkynnt
um þær myndir á Venice Days-
fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir
lok júlímánaðar.
„Eina íslenska myndin sem áður
hefur hlotið þennan heiður er
myndin Hrútar eftir Grím Há-
konarson en engin íslensk mynd
hefur enn komist í úrslit hátíð-
arinnar. Á síðasta ári vann þýska
myndin Toni Erdmann eftir Maren
Ade og hlaut sú mynd einnig flest
verðlaun í Evrópsku kvikmynda-
verðlaununum 2016 og var tilnefnd
til Óskars, Golden Globe- og Bafta-
verðlauna,“ segir í tilkynningu frá
framleiðanda Hjartasteins.
Þar kemur fram að LUX-hátíðin,
sem hefur verið starfrækt síðan
2007, leggi sérstaka áherslu á kvik-
myndir sem varpa sýn á mikilvæg
málefni líðandi stundar og sýna
fjölbreytileika evrópskrar menn-
ingar. „Hátíðin var stofnuð með
það í huga að stuðla að dreifingu á
evrópskum myndum þar sem Evr-
ópuþingið taldi að eitt helsta vanda-
mál evrópskra kvikmynda væri
dreifing þeirra, sem m.a. væri til-
komið vegna tungumálahindrana.
Myndirnar þrjár sem valdar eru
til úrslita ferðast til yfir 40 borga
og eru þær textaðar á öllum 24 op-
inberu tungumálunum innan Evr-
ópusambandsins. Verðlaunamyndin
verður svo einnig gerð fáanleg fyr-
ir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt
af Evrópuþinginu.“
Þess má að lokum geta að Hjarta-
steinn er sýnd í Bíó Paradís í sum-
ar. Nýlega hófust sýningar á henni í
kvikmyndahúsum í Noregi, Portúg-
al, Danmörku og Svíþjóð.
Ratar á stuttlista
LUX Film Prize
Ljósmynd/Roxana Reiss
Vinátta Blær Hinriksson og Baldur Ein-
arsson sem Kristján og Þór.
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Útsöluverð
2.998
verð áður 5.995
stærðir 41-46
Útsöluverð
4.499
verð áður 14.995
stærðir 40-46
30-70%
afsláttur
Útsalan er hafin
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
ÍSL.
TAL ÍSL.
TAL
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 8, 10.20
SÝND KL. 5.30, 8, 10.25
SÝND KL. 5.30
SÝND KL. 8, 10.20
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tveir íslenskir leikarar, Ingvar E.
Sigurðsson og Ólafur Darri Ólafs-
son, munu fara með hlutverk í
kvikmyndinni Fantastic Beasts and
Where to Find Them 2, annarri
myndinni í fimm kvikmynda syrpu
sem byggð er á sagnaheimi J.K.
Rowling. Í syrpunni er rakin for-
saga Harry Potter-bókanna en í
henni segir af hinum göldrótta
Newt Scamander, höfundi kennslu-
bókar um furðuverur og hvernig
megi finna þær sem er hluti af
námsefni nemenda í Hogwart’s-
galdraskólanum.
Rowling skrifar handrit mynd-
arinnar líkt og þeirrar fyrstu og fer
Ingvar með hlutverk mannaveiðara
að nafni Grimmson en Ólafur Darri
leikur Skender nokkurn, eiganda
töframannasirkuss, skv. vefsíðunni
Pottermore sem ætluð er aðdáend-
um Rowling og verka hennar.
Leikarahópurinn er ekki ama-
legur því með aðalhlutverk fara
Johnny Depp, Eddie Redmayne,
Zoë Kravitz, Katherine Waterston,
Jude Law og Ezra Miller.
Hitti Rowling
Ekki náðist í Ingvar við vinnslu
fréttarinnar í gær en skv. heim-
ildum Morgunblaðsins er hann
staddur í London við undirbúning á
tökum kvikmyndarinnar. Ólafur
Darri svaraði hins vegar í símann
og var ekki floginn til London þeg-
ar blaðamaður ræddi við hann.
Líkt og venjan er þegar leikarar
ráða sig til starfa við svo kostn-
aðarsamar kvikmyndir má Ólafur
Darri lítið segja um hlutverkið,
hversu stórt það er eða hvort þeir
Ingvar muni verða saman í tökum.
Spurður að því hversu langan
tíma hann muni sjást á hvíta tjald-
inu segir Ólafur Darri ómögulegt
að segja til um það. „Það kemur
aldrei í ljós fyrr en á lokametr-
unum,“ segir hann en leikstjóri
kvikmyndarinnar er David Yates
sem á margar Harry Potter-
myndir að baki og mun leikstýra
öllum kvikmyndunum í Fantastic
Beasts and Where to Find Them-
syrpunni.
Ólafi Darra er hins vegar heimilt
að svara því hvernig það leggist í
hann að taka þátt í þessu verkefni.
„Það er ógeðslega gaman að vera
með í þessari mynd og líka að vera
með Ingvari,“ segir hann en Ólafur
Darri og Ingvar hafa margoft leik-
ið saman á sviði, í kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum. En hvernig til-
finning skyldi það vera að fá að til-
heyra heimi Rowling? „Bara æð-
islegt,“ svarar Ólafur Darri og er í
framhaldi spurður að því hvort
hann fái að hitta Rowling. „Ég er
búinn að hitta hana,“ svarar hann
og ber Rowling vel söguna.
„Gaman að vera með“
Ingvar E. og Ólafur Darri leika í Fantastic Beasts and
Where to Find Them 2 J.K. Rowling skrifar handritið
Galdraheimur Eddie Redameyne í hlutverki Newt Scamander í ævintýra-
og galdramyndinni Fantastic Beasts and Where to Find Them.
Morgunblaðið/Þórður
Ævintýri Ólafur Darri Ólafsson og Ingvar E. Sigurðsson bætast brátt í hóp
þeirra sem leikið hafa persónur metsöluhöfundarins J.K. Rowling.
mbl.is/Freyja Gylfa