Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aukin eldsneytisnotkun Íslendinga
á síðustu árum birtist í auknum
skatttekjum ríkissjóðs af eldsneyti.
Þær jukust úr 36 milljörðum 2012 í
44,4 milljarða 2016.
Þótt olíuverð hafi lækkað mikið
og krónan styrkst hafa föst krónu-
gjöld skilað hærri skatttekjum af
eldsneyti. Virðisaukaskattur leggst
svo ofan á gjöldin.
Samkvæmt talningu Vegagerð-
arinnar er umferð að aukast. Skatt-
tekjur af eldsneyti munu því að
óbreyttu aukast. Virðisaukaskattur
af vöru- og kolefnisgjaldi á bensín
var 3.139 milljónir í fyrra. Þá var
virðisaukaskattur af vöru- og
kolefnisgjaldi á olíu 2.484 milljónir.
Samtals var virðisaukaskattur
vegna þessa 5.623 milljónir.
Hlutfall af gjöldum
Sigurður Guðmundsson, skipu-
lagsfræðingur hjá fjármálaráðu-
neytinu, segir virðisaukaskattinn
hér reiknaðan sem hlutfall af um-
ræddum gjöldum. Til dæmis hafi
þrír liðir, almennt og sérstakt vöru-
gjald af bensíni og kolefnisgjald,
skilað ríkissjóði 13.081 milljón í
fyrra. Sé reiknaður 24% virðis-
aukaskattur af þeirri upphæð sé út-
koman 3.139 milljónir.
Um 2,5 milljarðar í vsk. af
gjöldum á dísilolíu í fyrra
Þá skilaði olíugjald 9.350 millj-
ónum í fyrra og kolefnisgjald á dísil-
olíu 1.001 milljón, alls 10.351 milljón.
Sé reiknaður 24% virðisaukaskattur
af því er útkoman 2.484 milljónir.
Þetta kom fram í svari Benedikts
Jóhannessonar, fjármálaráðherra,
við fyrirspurn Lilju Rafneyjar
Magnúsdóttur, þingmanns VG, í
júní.
Sigurður segir að í svarinu sé
einungis tilgreindur virðisauka-
skattur sem leggst ofan á gjöldin.
„Virðisaukaskattur er alltaf
lagður á hið endanlega söluverð vör-
unnar. Þar með er innifalið grunn-
verð vörunnar og öll álagning, þar
með talið af hálfu smásala og rík-
isins,“ segir Sigurður. Fram kom í
svarinu að tekjur ríkissjóðs af vöru-
og kolefnisgjöldum á eldsneyti, bif-
reiðagjaldi og vörugjöldum af öku-
tækjum námu alls 44,4 milljörðum í
fyrra. Sigurður segir að í þessari
tölu sé ekki tekið með kílómetra-
gjald, eða svonefndur þungaskattur,
sem leggist á ökutæki sem eru 10
tonn eða þyngri.
Samtals rúmir 25 milljarðar
Fram kemur í svari ráðherrans
að markaðar tekjur sem renna til
vegagerðar séu sérstakt bensín-
gjald, olíugjald og kílómetragjald.
Árið 2016 voru markaðar tekjur til
Vegagerðarinnar 17.750 milljónir og
framlag úr ríkissjóði 7.339 milljónir,
alls 25.089 milljónir. Þá hefur Vega-
gerðin aðrar tekjur en vegna vega-
gerðar. Sigurður segir frumvarp í
undirbúningi um að leggja af mark-
aðar skatttekjur. Allar tekjur muni
færast hjá ríkissjóði. Fjallað var um
frumvarpið í áðurnefndu svari ráð-
herrans. Þar segir að frumvarpið
muni „byggja undir þau ákvæði og
það hlutverk Alþingis að ákveða
hversu miklu fé skuli ráðstafað til
einstakra málaflokka hverju sinni“.
Skatttekjur af eldsneyti
aukast með meiri notkun
Munu að óbreyttu aukast frekar með aukinni umferð
Tekjur ríkissjóðs af ökutækjum 2013–2016
Milljónir króna
2013 2014 2015 2016
Vörugjald af bensíni, almennt 4.343 4.435 4.638 4.650
Vörugjald af bensíni, sérstakt 7.195 7.214 7.224 7.500
Kolefnisgjald á bensín 888 906 946 931
Virðisaukaskattur af vöru-
og kolefnisgjaldi á bensín 3.169 3.202 3.074 3.139
Olíugjald 7.176 7.516 8.313 9.350
Kolefnisgjald á dísilolíu* 750 780 855 1.001
Virðisaukaskattur af vöru og kolefnisgjaldi á olíu 2.021 2.115 2.200 2.484
Bifreiðagjald 6.385 6.532 6.551 6.795
Vörugjöld af ökutækjum 4.032 5.031 7.224 8.550
Samtals 35.959 37.731 41.025 44.400
Framlag úr ríkissjóði til Vegagerðarinnar 3.456 4.757 6.994 7.339
Markaðar tekjur til Vegagerðarinnar** 15.141 15.494 16.354 17.750
Samtals 18.597 20.251 23.348 25.089
Hlutfall framlags ríkis til Vegagerðar
af gjöldum á eldsneyti 51,7% 53,7% 56,9% 56,5%
*Sýndur er sá hluti kolefnisgjalds sem áætlað er að sé lagður á dísilolíu vegna ökutækja.
**Að frátöldu vitagjaldi sem er einnig markað Vegagerðinni. Heimild: Fjármálaráðuneytið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Á Miklubraut Tekjur ríkissjóðs af bílum hafa aukist á síðustu árum.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þrátt fyrir að innflutningur á eldsneyti
og smurolíum hafi aukist um tæp 77%
árin 2012 til 2016 minnkaði verðmæti
innflutningsins um 18%.
Skýringarnar eru m.a. lækkandi
olíuverð og styrking krónunnar.
Þetta kemur fram í samantekt Hag-
stofunnar sem gerð var að beiðni
Morgunblaðsins. Eldsneyti keypt er-
lendis af íslenskum lögaðilum er tekið
með í þessum tölum.
Auður Ó. Svavarsdóttir, deildar-
stjóri utanríkisverslunar á Hagstof-
unni, segir að árið 2013 hafi stöðlum
fyrir vöruviðskipti verið breytt. Því nái
samanburðarhæfar tölur um verðmæti
eldsneytis keypt erlendis ekki lengra
aftur.
Að frátöldu eldsneyti sem var keypt
erlendis 2013 til 2016 jókst innflutn-
ingur á eldsneyti úr 845 þús. tonnum í
1.050 þús. tonn, eða um 24%. Auður
bendir á að olíuverð hafi haldist lágt
eftir að það tók að lækka skarpt á síð-
ari hluta árs 2014. Mánaðarlegt með-
alverð á fati af Norðursjávarolíu var
114 dalir í júní 2014 en var 45,8 dalir í
júní 2017.
Kom ferðaþjónustunni vel
Meðalverð á fatinu var 52,25 dalir
2015, 43,41 dalur 2016 og 51,57 dalir
fyrstu sex mánuði ársins 2017.
Olíuverð hefur því verið lágt á síð-
ustu vaxtarárum ferðaþjónustunnar.
Það á þátt í lágum flugfargjöldum.
Íslendingar hafa ekki aðeins flutt
inn meira af eldsneyti.
Samkvæmt tölum frá Hagstofunni
voru fluttar út vörur fyrir 244,4 millj-
arða á fyrri hluta ársins en fluttar inn
vörur fyrir 324,5 milljarða. Innflutn-
ingurinn var því rúmlega 80 milljörð-
um meiri en útflutningur. Til saman-
burðar voru þessar stærðir nærri
jafnar 2015. Skv. þjóðhagsspá Hag-
fræðideildar Landsbankans mun af-
gangur af viðskiptum við útlönd fara úr
um 192 milljörðum 2016 í 130 milljarða
2019. Það er samdráttur um þriðjung
að nafnvirði. Viðskiptajöfnuður hefur
verið jákvæður samfellt í tólf fjórð-
unga, en síðast mældist halli á við-
skiptajöfnuði á 1. ársfjórðungi 2014.
Heildarafgangur á þessum þremur ár-
um er 405 milljarðar króna og skýrir
það ásamt öðru styrkingu krónunnar.
Viðskiptajöfnuðurinn er viss mæli-
kvarði á fjárflæði til landsins og frá því.
Hann er samtala vöruskiptajafnaðar,
þjónustujafnaðar og þess sem er kallað
þáttatekjur, en það eru meðal annars
vextir af erlendum lánum og arður af
erlendum eignum.
Magnús Stefánsson, hagfræðingur
hjá Hagfræðideild Landsbankans,
segir deildina gera ráð fyrir að einka-
neysla og fjárfesting aukist mikið
næstu ár. Það muni kalla á meiri inn-
flutning og því óhagstæðari vöru-
skiptajöfnuð.
Minna vægi vöruskipta
Magnús segir aðspurður að þrátt
fyrir að vöruskiptajöfnuður sé að verða
neikvæðari sé sífellt meiri afgangur af
þjónustujöfnuði, sem vegi það upp og
gott betur. Ferðaþjónustan sé þar
langmikilvægasti liðurinn. Jafnframt
séu nú erlendar eignir þjóðarbúsins í
fyrsta sinn meiri en erlendar skuldir,
sem aftur skili sér í þáttatekjujöfnuðin-
um. „Við hvetjum fólk til að einblína
ekki á vöruskiptajöfnuð. Hann er að-
eins lítill hluti af jöfnunni,“ segir Magn-
ús.
Þessi þróun felur í sér umskipti í ís-
lenska hagkerfinu. Á síðustu öld hafði
versnandi vöruskiptajöfnuður jafnan í
för með sér veikingu krónu, þ.e. geng-
isfellingu, og verðbólgu.
Magnús segir aðspurður að bankinn
spái 7,2% vexti einkaneyslu í ár og um
4,3% og 4,1% vexti 2018 og 2019. Þrátt
fyrir aukinn innflutning muni krónan
styrkjast, af áðurnefndum ástæðum.
Samhliða vexti í einkaneyslu og fjár-
munamyndun muni draga úr vexti
ferðaþjónustu.
Hægir á ferðaþjónustunni
„Um 20% vöxtur ferðaþjónustunnar
á ári er ekki sjálfbær. Gengið hefur
styrkst það mikið að Ísland er orðið
dýrara. Þetta er grunnhugmyndin á
bak við fljótandi gjaldmiðil; þegar
landið er vinsælt og margir ferðamenn
koma til landsins hækkar gjaldmiðill-
inn. Landið verður dýrara, sem slær á
aukninguna.“
Hagfræðideild Landsbankans spáir
því að ársmeðaltal evru verði 114 krón-
ur í ár, 108 krónur 2018 og 106 krónur
2019.
Aukinn innflutningur á eldsneyti
Hagvöxtur og mikill vöxtur ferðaþjónustunnar hefur kallað á aukna orkunotkun í hagkerfinu
Hagfræðideild Landsbankans telur að afgangur af viðskiptum við útlönd muni minnka næstu ár
Olíuverð og innflutningur
Eldsneyti keypt erlendis 2013–2016** Þús. tonna / milljarðar króna (ma.)
Innflutningur á eldsneyti til Íslands 2012–2016
H
ei
m
ild
:H
ag
st
of
a
Ís
la
nd
s
og
O
líu
fé
la
gi
ð
hf
.
Eldsneyti og smurolíur, innflutningur í milljónum tonna
Innflutningsverðmæti í milljörðum króna*
Mánaðarlegt meðalverð norðursjávarolíu, USD/fat
2012 2013 2014 2015 2016
2013 2014 2015 2016 Breyting frá 2013
tonn ma. tonn ma. tonn ma. tonn ma. tonn ma.
Af flugvélum 188 23 232 22 239 19 333 18 +77,0% -21,0%
Af skipum 67 6,1 60 5,5 72 4,0 79 3,1 +17,3% -49,1%
Alls 255 29 293 28 311 23 412 21 +61,3% -26,9%
89
0,83
115
1,1
107
1,12 87
1,27
73
1,46
Breyting frá 2012
-18,0%+76,7%
Janúar 2012:
111,8 USD/fat
Maí
2017:
49,8
Greiðslujöfnuður við útlönd 2016–2019 Milljarðar króna
200
150
100
50
0
192
163
135 128
Heimild: Landsbankinn
2016 2017 spá 2018 spá 2019 spá
Vöruskipti við útlönd
á fyrri hluta árs 2012–2017***
Í milljörðum króna
– bráðabirgðatölur fyrir 2017
***Miðað er við Fob-verðmæti í milljörðum;
verð vörunnar komið í flutningsfar.
Útflutningur alls Innflutningur alls
2012 314,5 288,5
2013 296,6 284,9
2014 270,1 280,8
2015 333,3 336,9
2016 275 339
2017 244,4 324,5
*CIF-verðmæti í milljörðum. Vísað er
til kostnaðar vörunnar við afhendingu,
að meðtöldum flutningskotnaði og
flutningstryggingu.
**Frá 1.1.2013 var stöðlum fyrir vöruviðskipti breytt. Tölur fyrir eldsneyti keypt erlendis ná því ekki lengra aftur.
Fram kom í frumvarpi til laga
um umhverfis- og auðlinda-
skatta að fyrsti kafli þess, sem
varðaði kolefnisgjald á fljótandi
jarðefnaeldsneyti, væri „fyrsti
liður í áætlun stjórnvalda um
samræmingu í skattlagningu
ökutækja og eldsneytis með
það markmið að leiðarljósi að
hvetja til notkunar vistvænna
ökutækja, orkusparnaðar, minni
losunar gróðurhúsalofttegunda
og aukinnar notkunar á inn-
lendum orkugjöfum“.
Flutningsmaður var Stein-
grímur J. Sigfússon og var
frumvarpið lagt fram 2009.
Mikill vöxtur í ferðaþjónustu
á þátt í að olíunotkunin hefur
síðan stóraukist. Þvert á mark-
mið jókst losun koldíoxíðs.
Átti að draga
úr losuninni
KOLEFNISGJALD