Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 20

Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 15. júlí 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 107.83 108.35 108.09 Sterlingspund 138.71 139.39 139.05 Kanadadalur 83.41 83.89 83.65 Dönsk króna 16.603 16.701 16.652 Norsk króna 13.043 13.119 13.081 Sænsk króna 12.803 12.879 12.841 Svissn. franki 111.96 112.58 112.27 Japanskt jen 0.9497 0.9553 0.9525 SDR 149.88 150.78 150.33 Evra 123.48 124.18 123.83 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.2898 Hrávöruverð Gull 1218.95 ($/únsa) Ál 1910.5 ($/tonn) LME Hráolía 47.7 ($/fatið) Brent ● Velta í bílaleigu nam 48 milljörðum króna og jókst um 25,2% á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017, miðað við síð- ustu tólf mánuði þar á undan. Nemur velta í bílaleigu nú svipaðri fjárhæð og í landbúnaði, þar sem velta nam 51 millj- arði króna. Þetta má lesa út úr tölum upp úr virðisaukaskattsskýrslum sem Hagstofan hefur birt. Velta í rekstri gististaða og veitingarekstri jókst um 25,9% á milli tímabilanna. Bílaleigur velta nær jafn miklu og landbúnaður STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Emil Karlsson, forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar, telur að stórverslun Costco gæti náð 4-8% hlutdeild á íslenska dagvörumark- aðnum „Ef maður horfir til Skandin- avíu og nýrrar rannsóknar sem ég hef skoðað frá Bandaríkjunum þá hafa sambærilegar ofur-lágvöru- verðsverslanir í Skandinavíu náð markaðshlutdeild á bilinu 4-8% og í Bandaríkjunum er sú tegund versl- unar eins og Costco er með um 8% hlutdeild. Af þessu má draga þá ályktun að Costco gæti náð hér 4-8% hlutdeild,“ segir Emil í samtali við Morgunblaðið. Spurður um möguleg áhrif slíkrar hlutdeildar á aðra verslun í landinu segir Emil að líklega myndu smærri aðilar verða fyrir mestum áhrifum, enda eigi þeir erfiðara með að mæta samkeppninni. Rannsóknasetur verslunarinnar birti í gær nýjar tölur um veltu dag- vöru í júní miðað við sama mánuð í fyrra, en þar kemur fram að sam- dráttur varð upp á 3,6%. „Það er greinilegt að Costco hefur mikil áhrif og er að klípa af markaðshlutdeild- inni. Sömuleiðis er athyglisverð verð- lækkunin sem orðið hefur á matvöru á milli ára,“ segir Emil, en verð á dagvöru var 3,9% lægra í júní síðast- liðnum en í júní í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Í frétt Rannsóknasetursins segir einnig að síðastliðin ár hafi vöxtur í veltu dagvöruverslana verið nokkuð stöðugur og samdrátturinn nú sé því nokkuð úr takti við þá þróun. Costco gaf ekki upplýsingar Í frétt Rannsóknasetursins er sér- staklega tekið fram að Costco sé ekki með í mælingu á dagvöruveltunni, heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaði fyrir komu verslunarris- ans. Costco hafi kosið að veita ekki upplýsingar um veltu sína þegar eftir því hafi verið leitað. „Við áttum fund með Costco og þeir sögðu að það væri stefna hjá þeim að veita engar upplýsingar, a.m.k. ekki þetta snemma eftir opnun verslunarinnar. Þeir sögðu að Ísland væri svo sérstakt, og allt væri enn nýtt fyrir þeim hér,“ sagði Emil og bætti við að áfram yrði reynt að fá sölutölur frá versluninni. Emil segir að athyglisvert sé í töl- um Rannsóknasetursins að greinilegt sé að ekki hafi orðið sömu verðlags- áhrif á markaðnum þar sem sam- keppni er ekki eins mikil og í dagvör- unni. „Ég held að allir séu sammála um að samkeppnin hefur mikil áhrif. Samkeppni er til dæmis ekki eins mikil í fatnaði og byggingarvörum, sem sést þá á því að verðlækkun þar er minni, eða 2,5% og 1,3% milli ára.“ Emil segir einnig að fataverslun hafi ekki náð sér á strik eftir efna- hagshrunið, en þá hrundi fataverslun hér á landi. „Nú dregst hún enn meira saman, en þetta ætti að vera góður jarðvegur fyrir H&M sem opn- ar sínar verslanir hér á landi í haust.“ Fataverslun dróst saman sam- kvæmt tölum Rannsóknasetursins um 18,2% í júní frá sama mánuði í fyrra á breytilegu verðlagi, og á föstu verðlagi dróst hún saman um 16,1% á milli ára. Mikil verðlækkun á húsgögnum Í frétt Rannsóknasetursins segir að fataverslun hafi í auknum mæli færst til útlanda, bæði með auknum ferðalögum landsmanna til annarra landa svo og vegna mikillar aukning- ar í netverslun með föt frá útlöndum. Mikil verðlækkun húsgagna vekur einnig athygli, eða 7,7% milli ára. Emil segir aðspurður að ástæðan sé einkum styrking krónunnar. Telur Costco geta náð 4-8% Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vöruvelta Costco veitti Rannsóknasetri verslunarinnar ekki upplýsingar.  Velta á dagvörumarkaði í júní mældist 3,6% minni en fyrir ári samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar  Costco veitti ekki upplýsingar um sína veltu Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.