Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 45

Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 inn strax á mjög svipaðri bylgju- lengd, hvernig við hugsuðum þetta,“ svarar María. En hefur hún unnið áður með vídeólistamanni á þennan hátt? „Nei, ekki á þennan hátt, ekki í svona samhliða samstarfi,“ svarar María. Clocworking hafi hún unnið með vídeólistakonunni Þorbjörgu Jensdóttur en það samstarf hafi komið öðruvísi til. „Þá fann ég myndefni á netinu sem hafði áhrif á tónlistina og það var síðan end- urunnið og þróað eftir á,“ útskýrir hún. Unnið á staðnum – Í tilkynningu vegna tón- leikanna stendur að á sunnudag- inn muni tólf manna kammerkór slást í hópinn með Nordic Affect og frumflytja verk eftir þig … „Þessi tólf manna kammerkór er breytilegur að stærð eftir dög- um,“ segir María og hlær. Hún ef- ist um að kórinn verði tólf manna en hann muni engu að síður flytja fyrrnefnda hljóðinnsetningu án tit- ils. „Það má kalla þetta kammer- kór en þetta verður fólk sem not- ar raddir sínar og við verðum líka með bjöllukórsbjöllur og þetta verður unnið inn í rýmið. Þetta er ekki alveg fastmótað ennþá því þetta verður unnið á staðnum,“ út- skýrir hún. Fólkið í kórnum, ef kór skyldi kalla, komi héðan og þaðan og eigi sameiginlegt að njóta þess að syngja en hafi þó ekki atvinnu af söng. „Þetta verður hópur af skapandi fólki sem getur lagt sitt af mörkum í ferlinu,“ segir María. Verkið sé hugsað sem hljóðinn- setning fyrir raddir og bjöllur. „Þetta er spennandi, þetta er það opið að ég er sjálf mjög spennt að sjá hvernig þetta kemur út. Hin verkin fjögur eru rosalega fast út- skrifuð og formföst þannig að hugmyndin er að koma með eitt- hvað opnara og alveg nýtt inn á tónleikana.“ Með sína fagurfræði í farteskinu – Greinir þú einhvern samhljóm milli þessara verka og þeirra sem þú hefur samið með hljómsveitinni sem þú ert í, amiinu? „Já, fólk heyrir alveg einhvern samhljóm í sumum þeirra og það er alltaf eitthvert samhengi. Ég hef samið fyrir sinfóníuhljómsveit og um síðustu helgi var ég með tvö ný kórverk í Skálholti og mér finnst ég alltaf koma fersk að borðinu, reyni alltaf að koma að hverju verkefni eins og það kemur fyrir á hverjum tíma og gera eitt- hvað nýtt. En maður hefur alltaf með í farteskinu sína fagurfræði og hún hlýtur að lita allt sem mað- ur gerir,“ svarar María. „Eftir að rytmíska deildin bætt- ist við amiinu hefur hún kannski orðið sterkari rödd í amiinu en ég hef notað í eigin tónsmíðum, að vissu leyti,“ bætir hún við. Hún sé fiðluleikari í grunninn og það liti eflaust tónsmíðar hennar fyrir strengi. Dagskrá Sumartónleika í Skál- holti og frekari upplýsingar um þá og flytjendur má finna á sumar- tonleikar.is.Staðartónskáld María Huld Sigfúsdóttir Markan. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Smellti mér á tónleika á dögunum með minni kæru systur, sem Bíó Paradís stóð að. Náði þar hinum frábæra Anda (sem ég hef skrifað um hér áður) en missti nær alger- lega af TSS, sem mér þótti miður. Það er eins tónleikamenning, upp á tímasetningar, sé að lagast, en fólk af minni kynslóð er vant því að atið hefjist aldrei fyrr en í fyrsta lagi hálftíma eftir auglýstan tíma. Alltént, ég er reyndar búinn að vera með TSS lengi vel á skrá hjá mér, langaði til að hripa niður nokkur orð af þeirri einföldu ástæðu að hann er að gera dásam- lega hluti. Nolo var í miklu dálæti hjá mér á sínum tíma, og eftirfar- andi hafði ég að segja um plötu þeirra Nology frá 2011: „Lög sem eru skökk, skæld og hljóma „illa“ – miðað við það sem almennt er talið gott – hljóma þvert á móti vel. Þetta heilnæma skeytingarleysi gagnvart viðteknum fegurð- Fallegt, furðulegt og flott Geimfari Jón Gabríel Lorange er maðurinn á bak við við skrítipopp TSS. arstöðlum í popptónlist er styrkur Nolo, það sem byggir undir gald- urinn.“ Nolo var ferskur andblær í senuna á þeim tíma, „líkt og þruma úr heiðskíru lofti, eða kannski öllu heldur eins og einhver dularfull sending úr geimnum; torkennilegar segulbylgjur frá áður ókannaðri reikistjörnu“, eins og yðar einlæg- ur komst að orði um þá pilta, og átti greinilega erfitt með sig, sökum hrifningar. TSS stendur alls ekki fjarri þessum lýsingum, tónlistin er á svipaða lund. Stundum er þægilegt, eiginlega nauðsynlegt, að hætta að leita að snertipunktum og samlík- ingum í svona skrifum, TSS hljóm- ar eins og þessi eða hinn. Því að þrátt fyrir að það sé vissulega hægt (hey, ég hef atvinnu af slíku!) lang- ar mig í þetta sinnið bara til að tala um hvað þetta er skemmtileg tón- list. Fyrst og síðast. Gamlir svuntu- þeysarar, bergmálssöngur, óvænt- ar sveigjur og beygjur og stundum hreinasta flipp, greinilega „af því bara“. Allt er þetta einfaldlega gott og ég ætla að taka hippísku afstöð- una og segja, leyfum tónlistinni að tala. Hana má nálgast á Bandcamp eins og segir, Meaningless Songs er fyrsta platan (2015) en hin tólf laga Glimpse of Everything kom svo út í fyrra, algerlega frábær (tékkið t.d. á „Stranger than Strangers“). Stuttskífan Self Portrait kom svo út í liðnum nóvember og sú nýjasta, Decaying Man, einnig stuttskífa, í febrúar á þessu ári. Tékkið á þessu sem allra fyrst. Það er allt of mikið af drasli þarna úti. Verið góð við ykkur. » Gamlir svuntu-þeysarar, bergmáls- söngur, óvæntar sveigj- ur og beygjur og stundum hreinasta flipp, greinilega „af því bara“. TSS er listamannsnafn Jóns Gabríels Lorange, sem fyrst varð þekktur sem annar helmingur dúettsins Nolo. TSS á nú að baki fjórar útgáfur, sem nálgast má á Bandcamp, miklir mektargripir allir sem einn. inguna. „Ballettinn var ekki góð- ur,“ er haft eftir Urin í enska dag- blaðinu Telegraph. Urin segir ástæðuna fyrir því að sýningin var slegin af einfaldlega þá að hún hafi ekki verið tilbúin og að hún muni fara á svið Bolshoi-leikhússins í maí á næsta ári. Medinsky mun þó hafa rætt við Urin en talsmaður ráðu- neytisins segir það af og frá að hann hafi krafist þess að hætt yrði við sýninguna. Fyrrnefnd lög gegn áróðri fyrir samkynhneigð voru sett í Rússlandi árið 2013 og kveða þau á um að ekki sé löglegt að standa fyrir við- burði eða fjalla um samkynhneigð með öðrum hætti þannig að beinist að börnum undir 18 ára aldri. Vladimir Urin, stjórnandi Bolshoi- leikhússins í Moskvu, hefur varist ásökunum þess efnis að hætt hafi verið við ballettsýningu um dans- arann Rudolf Nureyev, sem var samkynhneigður, vegna rússneskra laga sem banna „áróður fyrir sam- kynhneigð“. Hætt var við að frum- sýna verkið þremur dögum fyrir frumsýningu og sagðist rússneska fréttastofan Tass hafa heimildir fyrir því að menningarmála- ráðherra Rússa, Vladimir Med- insky, hefði gripið í taumana og krafist þess að hætt yrði við sýn- Ekki aflýst vegna áróðurslaga, segir Urin AFP Í vörn Vladimir Urin, stjórnandi Bolshoi-leikhússins í Moskvu, á blaðamannfundi. Katrín H. Ágústsdóttir opnar sýningu á nokkrum mynd- verkum unnum með vatnslita- og akríltækni í dag kl. 14 á veit- ingastaðnum Munaðarnes res- taurant. Katrín hefur undan- farin ár lagt stund á vatnslita-, olíu- og akrílmálun og er myndefnið inn- blásið af náttúru Íslands. Sýnir í Munaðarnesi Katrín H. Ágústsdóttir Glæpaþáttaröðin Sacred Games verður fyrst indverskra þáttaraða til að komast í heimsdreifingu á kvikmynda- og sjónvarpsþáttaveit- unni Netflix. Með aðalhluverkið í þáttunum fer Bollywood-stjarnan Saif Ali Khan og verður þáttaröðin bæði á hindí og ensku. Khan er ein skærasta stjarna Bollywood, að því er fram kemur í frétt á vef The Hollywood Reporter. Netflix hyggst herja frekar á ind- verskan markað og eru þættirnir Sacred Games fyrsta skrefið í þá átt. Þættirnir verða byggðir á met- sölubók eftir Vikram Chandra og er sögusviðið Mumbai. Skipulögð glæpastarfsemi, spilling, pólitík og njósnir munu m.a. koma við sögu í þáttunum. Svalur Bollywood-leikarinn Saif Ali Khan. Fyrstu indversku Netflix-þættirnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.