Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Við fjölskyldan ferðuðumst á eigin bíl í Noregi í sumar. Þar sáum við hvernig Norðmenn byggja ólíka vegi, annars vegar fyrir þá sem vilja komast sem fljótast milli staða og hins vegar fyrir ferðafólk sem vill njóta hrífandi náttúru. Hraðbrautir liggja beinustu leið og langtímum saman um dimm göng, en ferðamannavegir hlykkjast með fjörðum og yfir heiðar - mun seinkeyrðari, en langtum fallegri leiðir og mjög vandað til áningarstaða. Þar þykir ekki tiltökumál þótt ferðamanna- fjallvegir séu lokaðir yfir há- veturinn. Mér er tjáð að Danir leggi sérstaklega merkta ferða- mannavegi með lægri hámarks- hraða en þarfir fólks til útsýnis í fyrirrúmi. Við fórum að hugleiða hvort við Íslendingar þurfum ekki að fara að gera greinarmun á því hvort nýr vegur sem við leggjum eigi fyrst og fremst að þjóna flutningum eða ferða- mennsku. Hvað með Suðurstrandarveg? Nú er Suðurstrandarvegur á teikniborðinu. Sú leið er mjög mikilvæg fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, enda frábært svæði nálægt þéttbýli, lítt markað af mannvirkjum. Vegurinn veldur hins vegar engri byltingu í teng- ingu atvinnusvæða eins og sumir halda. Að vísu styttist leiðin milli Grindavíkur og Suðurlands nokkuð, en stysta leið milli Reykjanesbæjar og Suðurlands verður eftir sem áður um Reykjanesbraut og Hellisheiði eða Þrengsli. Ég er ekki að benda á þetta til að draga úr gildi Suðurstrandar- vegar heldur til að leggja áherslu á að vegurinn verði hannaður á réttum forsendum svo hann komi að sem mestum notum án þess að valda miklum náttúru- spjöllum. Þarna er verið að hanna svokallaðan C-1 veg, þ.e. tvær 3 m breiðar akreinar með bundnu slitlagi og 75 cm vegöxlum og upphækkun um rúman metra. Meginmarkmiðið virðist vera að stytta ferðatímann og tekur vegarstæðið og gerð vegarins mið af því. Slíkur vegur hentar vel til þungaflutninga og þeim sem eiga brýn erindi, en þarf alls ekki að henta ferðafólki sem vill njóta náttúrufegurðar þessa svæðis. Þá getur lægri og krókóttari vegur hentað betur, auk þess sem hægt er að fela slíkan veg betur í landslaginu og sveigja fram hjá helstu náttúru- og söguminjum. Það ber að forðast að skera heilleg lítt snort- in svæði sundur með áberandi háum og beinum hraðbrautum. Ég treysti því að hönnuðir vinni vel sitt verk og spilli ekki nátt- úrufegurð að óþörfu, en þurfa stjórnvöld ekki að gefa tóninn fyrir nýja og fjölþættari vega- staðla? Hvað með Sprengisand og Kjöl? Nýlega voru fréttir frá fundar- höldum áhugahóps um byggingu fjallvega þar sem óskað var eftir heilsárs vegum yfir miðhálendið. Víst er þarft að endurbæta há- lendisvegina, en ekki þar með sagt að þeir eigi að verða eins og þjóðvegur 1, enda ólíklegt og óæskilegt að mikið af þungaflutningum færist á þá. Er ekki tímabært að við lærum að hanna fullkomna ferðamanna- vegi, ýmist malarvegi eða með bundnu slitlagi, sem falla vel í landslag og þjóna vel þörf ferðamanna, jafnt til útsýnis úr bílum og til styttri og lengri áningar? Hugum að því. Þorvaldur Örn Árnason, Vogum, í framboði fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í Suðurkjördæmi. valdur@gi.is Góða vegi fyrir ferðamenn UMHVERFIÐ \\ Þorvaldur Örn Árnason skrifar: L ionsklúbbarnir á Suðurnesjum ogLionessuklúbbur Keflavíkur afhentuÞroskahjálp á Suðurnesjum persónulyftu formlega að gjöf í dag á Ragnarsseli. Lyftubún- aður þessi er notaður til að lyfta upp einstak- lingum sem ekki getað bjargað sér sjálfir og mun hann koma starfsfólki á Ragnarsseli að góðum notum. Í apríl á síðasta ári stóðu Lionsklúbbarnir á Suður- nesjum og Lionessuklúbbur Keflavíkur fyrir hinu árlega þingi Lionshreyfingarinnar. Ákveðið var í tilefni þingsins að gefa út kynningarblað sem dreift var í öll hús á Suðurnesjum til að kynna starfsemi Lionsklúbbana á svæðinu. Blaðið var fjármagnað með auglýsingum og var afgangurinn af þeim auglýsingatekjum notaður í þetta verk- efni. Einnig var ákveðið að styrkja einstakling í Reykjanesbæ vegna læknameðferðar erlendis ásamt því að Gerðaskóli fékk tölvuforritið P.C.S. - Board maker, en það er tjáningarforrit til að nota við sérkennslu. Lionsklúbbarnir á Suður- nesjum styrkja gott málefni 10. tbl. 2003 3/5/03 17:00 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.