Víkurfréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
N iðurstöður samræmdrakönnunarprófa í 4. og 7.bekk voru birtar nú á
dögunum. Í
heildina litið
er árangur
skóla á Suður-
nesjum slakur
samanborið
við landið í
heild. Einkum
er það
árangur í
íslensku sem veldur von-
brigðum. Einn ágætur borgari
hér í bæ spyr á heimasíðu
Reykjanesbæjar: Erum við
meiri tossar en aðrir?
Af hverju erum við lélegri í
íslensku en aðrir landsmenn?
Það er eðlilegt að svo sé spurt.
Það er alvarlegt mál að slakur
árangur á samræmdum prófum
skuli vera viðvarandi ástand
frekar en undantekning. Náms-
árangur skiptir alla máli og okkur
er brýn nauðsyn að tryggja að
börnin okkar nái eins góðum
árangri í námi og nokkur kostur
er á. Góður árangur í grunnskóla
er lykill að frekara námi og góð
menntun opnar leiðir til allra átta.
Menntun eykur skilning okkar á
umhverfinu og heiminum og
eykur sömuleiðis líkur á betri
lífsafkomu í framtíðinni. Hér er
því ekki um léttvægt dægurmál
að ræða.
Þegar litið er á niðurstöður
einstakra skóla á könnunar-
prófum 4. og 7. bekkjar í október
2002, má víða sjá merki um
góðan og jafnvel prýðilegan
árangur. Þannig er árangur 4.
bekkjar í Myllubakkaskóla mjög
góður og 4. bekkur í Njarð-
víkurskóla gefur lítið eftir þeim
bestu á landinu. Í Gerðaskóla er
7. bekkurinn greinilega að gera
góða hluti. Þá er rétt að spurt sé:
Hvers vegna þessir bekkir?
Hvernig má skýra góðan árangur
þeirra? Hvaða ályktanir og
lærdóm má draga af þeim sem
standa sig best? Við erum ekki
ein um að velta þessum og
öðrum álíka spurningum fyrir
okkur. Það hafa kennarar og
kennslufræðinga gert í áratugi og
flestir hafa komist að svipaðri
niðurstöðu.
Góðan námsárangur má skýra
með samspili nokkurra þátta.
Eðlisgreind nemenda skiptir
vissulega máli, en það kemur
fleira til. Rannsóknir á
„skilvirkum“ skólum sýna að
það eru ýmsir þættir sem hafa
áhrif á námsárangur í skólastarfi.
Gott skipulag skólastarfsins, skýr
stefnumótun og stjórnun skólans
er mikilvæg forsenda. Skóli þar
sem góður agi ríkir, sanngjörnum
og skýrum reglum er fylgt af öllu
starfsfólki og nemendum og setur
skýrar kröfur fram, allt eru þetta
þættir sem einkenna góða skóla.
Þáttur kennarans er þó e.t.v.
stærsti einstaki þátturinn.
Metnaður kennarans fyrir hönd
barnanna, alúð hans við hvern og
einn og brennandi áhugi hans á
starfinu er ómetanlegir þættir.
Kennari sem gefur skýr skilaboð
um vandaða vinnu og verk-
efnaskil bæði til nemenda og
foreldra, sem skipuleggur
kennsluáætlanir vel og nýtir vel
þann tíma sem hann hefur til að
koma efninu til skila. Sá kennari
er líklegur til að ná árangri,
jafnvel þótt aðrir þættir séu í
ólagi.
Þá má ekki gleyma þætti for-
eldranna. Því hefur verið haldið
fram að þáttur foreldra sé jafn á
við þátt skólans þegar kemur að
námsárangri. Víst er að metn-
aður þeirra og áhugi á námi og
starfi barna sinna er gríðarlega
mikilvægur. Rannsóknir hafa
sýnt að beint samhengi er á milli
námsárangurs barna og mennt-
unarstigs foreldra þ.e. börn
langskólagenginna og sér-
fræðimenntaðra foreldra standa
sig að jafnaði betur en hin.
Sérfræðingar í þessu samhengi
geta verið: læknar, lögfræðingar
kennarar og prestar, rafvirkjar,
smiðir og pípulagningamenn.
Hér er verið að tala um heimili
sem námshvetjandi umhverfi.
Heimili sem gefur bein eða óbein
skilaboð um mikilvægi mennt-
unar, jafnvel þótt það sé aldrei
fært sérstaklega í tal. Börnin sjá
pabba eða mömmu „læra“ hvort
sem verið er að lesa fagtímarit
um skurðlækningar heima hjá sér
eða kynna sér nýungar í
byggingariðnaði, reikna út
efnismagn og gera tilboð í
fyrirhugaða byggingafram-
kvæmd. Skilaboðin eru skýr: Það
þurfa allir að læra. Aðrar
rannsóknir hafa sýnt að foreldrar
með langskólanám að baki hafi
að jafnaði meiri væntingar til
barna sinna og sýni námi þeirra
meiri áhuga. Það má eflaust til
sanns vegar færa en er þó engan
veginn einhlýtt. Víst er að
margur hefur brotist til mennta
þrátt fyrir litla formlega menntun
foreldra og jafnvel bágan fjárhag,
en það gerðist oftast vegna mikils
áhuga foreldranna sem ekki
komust til mennta sjálfir.
Skólinn skiptir máli. En áhugi,
stuðningur og metnaður foreldra
fyrir hönd barna sinna skiptir að
minnsta kosti jafnmiklu máli.
Febrúar 2003
Eiríkur Hermannsson
fræðslustjóri
Foreldrafélög og foreldraráð
grunnskólanna í Reykjanesbæ,
FFGÍR, hélt fyrir helgi blaða-
mannafund í Kirkjulundi.
Tilgangur fundarins var að
kynna afrakstur mikillar vinnu
í stjórnum foreldrafélaga í
bænum sem hófst í haust og
leit nú dagsins ljós í formi
handbóka fyrir hvert félag
fyrir sig, frá Myllubakka-,
Holta-, Njarðvíkur-, og Heið-
arskóla. Á fundinum afhentu
formenn foreldrafélaganna
Árna Sigfússyni, bæjarstjóra
og formanni fræðsluráðs,
formlega fyrstu eintök
bókanna.
Í handbókunum eru settir fram
starfshættir, markmið og leiðir
foreldrafélaganna og er útgáfa
þeirra liður í gæðaverkefninu
„Betri foreldrafélög í Reykja-
nesbæ“ sem FFGÍR tekur nú þátt
í að tilstuðlan Jóhanns Magnús-
sonar hjá ÍRB.
Handbækurnar hafa hjálpað
foreldrafélögunum í rétta átt að
æðsta markmiði sínu sem er að
efla samstarf heimila og skóla.
Um er að ræða frumkvöðlastarf
sem unnið er í sjálfboðavinnu.
Hægt er að nálgast handbæk-
urnar bæði á netinu, á vef for-
eldrafélaganna á heimasíðum
grunnskólanna og hjá skóla-
riturum.
Helga Margrét Guðmundsdóttir,
verkefnisstjóri á vegum RÁRR,
var ræðumaður og fjallaði hún
um verkefnið. Þá talaði Sóley
Birgisdóttir, formaður FFGÍR,
um að eftir 9 mánaða meðgöngu
væri barnið loksins fætt og átti
hún þá við allan þann
undirbúning og miklu vinnu sem
fór í að gera þetta allt að
veruleika. Þakkaði hún Jóhanni
Magnússyni sérstaklega fyrir
hugmyndina og hvatningu í
handbókavinnunni ásamt því að
þakka Helgu Margréti fyrir
aðstoðina.
Hér má sjá nokkra punkta úr
ræðu Helgu:
„Ég fullvissa ykkur um að
foreldrar í Reykjanesbæ eru stað-
ráðnir í að leggja sitt af mörkum
til að efla samstarf heimila og
skóla. Þeir foreldrar sem unnið
hafa að gerð handbókanna og
starfa í foreldrafélögunum eru til
fyrirmyndar á landsvísu...“, sagði
Helga.
„Í grunnskólum bæjarins eru
1790 nemendur og 251 starfs-
maður. Það má því segja að það
sem gerist í skólum hafi bein
áhrif á um 2000 einstaklinga í
bænum. Áhrifin margfaldast svo
ef við bætum við fjölskyldum
þessara einstaklinga og segja má
að starfsemi grunnskóla hafi
áhrif á hvert heimili í bænum“.
„Skilyrði þess að börn geti lært
er að þeim líði vel og þau hafi
jákvæð viðhorf til náms.
Allt starfsumhverfi þeirra í skól-
anum þarf að vera með því
viðmóti að þeim líði sem best.
Starfsumhverfi er nefnilega
meira en falleg skólabygging,
afmörkuð skólalóð, gott framboð
af kennslugögnum, nýhönnuð
borð og stólar eða heitur matur í
skólamötuneytinu. Eitt af lykil-
atriðunum til þess að dæmið
gangi upp eru góð tengsl við
foreldra og samstarf þeirra við
það umhverfi sem börnin dvelja í
daglangt.
Hér vilja foreldrafélögin vekja
sérstaka athygli á tengslum
heimila og skóla og því mikil-
væga atriði sem upplýsinga-
miðlun er í þessum tengslum.
Það var gæfuríkt spor þegar
stjórnir foreldrafélaganna sem þá
störfuðu saman í grunnskólahópi
hjá Reykjanesbæ á réttu róli
ákváðu að stofna FFGÍR - og nú
situr formaður FFGÍR í
fræðsluráði einmitt sem málsvari
foreldra. Handbækurnar voru
unnar af sjálfboðaliðum úr gras-
rótinni undir verkstjórn for-
manna foreldrafélaganna. Þau
fengu ákveðna beinagrind eða
mót sem þau þurftu að setja
ákveðnar upplýsingar á. Þessi
grunnvinna kallaði á ýmislegt
annað og varð að lokum til þess
að hvert foreldrafélag fyrir sig
þurfti að fara í ákveðna nafla-
skoðun og setja sér markmið og
lýsa starfsháttum sínum. Í fram-
haldi af fundinum verða hand-
bækurnar kynntar kennurum og
starfsfólki í hverjum skóla fyrir
sig“.
„Hér er um einstakan atburð að
ræða og í fyrsta skipti á Íslandi
sem foreldrafélög gefa út hand-
bækur með þessu sniði. Foreldrar
binda miklar vonir við aðkomu
bæjarstjórans Árna Sigfússonar
að skólamálum í bænum.
Með handbókunum er tryggt að
sú vinna sem lögð er í verkin
glatist ekki þó ný stjórn taki við.
- og ekki þarf sífellt að byrja á
byrjunarreit“.
„Ég þekki það eftir að hafa
starfað sem skólaritari í 6 ár að
upplýsingamiðlun milli heimila
og skóla er árangursrík og leiðir
til þess að barninu líður betur í
skólanum. Annað mikilvægt
atriði er að foreldrar sýni starfs-
mönnum skóla virðingu og að
foreldrum sé sýnd virðing og
velvild þegar þeir leita til skól-
ans. Það leiðir til betri
námsárangurs og meiri líkur eru
á að vandamálin leysist áður en
þau verða stór eða jafnvel óvið-
ráðanleg“, sagði Helga Margrét
að lokum.
MENNTAMÁL \\ Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri: Hugleiðing út frá niðurstöðum könnunarprófa.
Skólinn skiptir máli! En það gera heimilin einnig
Markmiðið að efla samstarf heimila og skóla
Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ:
Formenn foreldrafélaganna og formenn nemendafélaga
skólanna í Reykjanesbæ ásamt Árna Sigfússyni.
10. tbl. 2003 3/5/03 17:12 Page 16