Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 22
Kristján Pálsson hefurákveðið að bjóða framóháðan lista í Suður- kjördæmi í komandi alþingis- kosningum. Jafnframt hefur Kristján sagt sig úr Sjálfstæð- isflokknum og þingflokki hans og mun hann starfa sem óháður þingmaður það sem eftir er þinghalds. Á blaða- mannafundi á mánudag bar Kristján kjörnefnd Sjálfstæð- isflokksins þungum sökum og segir að vinnubrögð kjör- nefndar stangist á við jafn- ræðisreglur og lýðræðis- hugsjónir Sjálfstæðisflokksins. Kristján segir að ekki sé enn búið að ákveða hverjir muni sitja á listanum, en að uppstilling- arnefnd muni skila tillögum fljótlega. Í samtali við Víkur- fréttir sagði Kristján aðspurður að það hefði verið erf ið ákvörðun að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn: „Það er alltaf erfitt að ganga úr flokknum sínum, en það er ekki gert út af engu. Eftir að ákvörðun er tekin verður allt léttara og við horfum björtum augum fram á veginn.“ Kristján segist f inna fyrir ágætum stuðningi meðal íbúa Suðurkjördæmis: „Það er sem betur fer mikil réttlætiskennd í íslensku þjóðinni og ég finn fyrir stuðningi fólks sem finnst lýðræðið fótum troðið.“ Kristján segir að stefnumál framboðsins verði tilbúin innan skamms og að óneitanlega muni stefna fram- boðsins taka mið af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins: „Þau hljóta að miðast að verulegu leiti við þá vinnu sem maður hefur verið að sinna á undanförnum árum og áratugum, maður hleypur ekki langt frá því,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir. 22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Árni Ragnar Árnasonalþingismaður og efstimaður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi sagði í samtali við Víkurfréttir að hann teldi að framboð Kristjáns myndi skaða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi: „Það segir sig sjálft að framboð hans mun skaða Sjálfstæðis- flokkinn frekar en aðra flokka. Það er verið að reyna að höfða til fólks sem hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn.“ Aðspurður sagði Árni Ragn- ar að hann skildi ekki þá ákvörðun Kristjáns að fara í sérframboð: „Mér finnst þetta óskiljanlegt og tel að hann hafi ekki erindi sem erfiði úr þessu, nema það eitt að skemma fyrir Sjálf- stæðisflokknum og félögum sínum,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir. Framboð Kristjáns Pálssonar þarf um 2 þúsund atkvæði eða 7% fylgi til að komast inn á alþingi, en á kjörskrá í Suð- urkjördæmi eru tæplega 29 þúsund manns. Finn fyrir ágætum stuðningi Kristján Pálsson í sérframboð í Suðurkjördæmi: Tel að framboð Kristjáns skaði Sjálfstæðisflokkinn Glæsilegt og rúmgott einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr, húsið skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvö baðherbergi, þvottaherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, sólstofu, fjögur rúmgóð svefnherbergi og skrifstofuherbergi. Lóð er afgirt með stórum sólpalli, sérlega vönduð eign á besta stað. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Til sölu Bragavellir 5, Keflavík. Heiðarból 10, Keflavík. 50m2 2ja herb. íbúð á annari hæð. Eign í góðu ástandi, hagstæð lán. 6.400.000.- Kirkjuvegur 44, Keflavík. Lítið og fallegt einbýlishús á 2 hæðum í mjög góðu ástandi og mikið endurnýjað. Geymsluskúr á lóðinni. 8.900.000.- Hólabraut 8, Keflavík. Góð 85m2 neðri hæð með sér inngangi og 3 svefnh. Skolp, miðstöðvar og vatnslagnir endurnýjaðar. 9.400.000.- Hlíðargata 44, Sandgerði. Einbýlishús 131m2 með 4. svefnherb. Byggingarár 1991. Teikningar af bílskúr fylgja. Snyrtileg og góð eign. 12.900.000.- Skagabraut 46, Garði. 74m2 n.h. með 2 svefnherbergj- um. Sér inngangur. Mikið endurnýjað. Hagstæð lán áhvílandi. 6.200.000- Fífumói 1c, Njarðvík. 80m2 íbúð á 3. hæð í fjölbýli með 2 svefnh. Eign í góðu ástandi. 7.400.000. - Faxabraut 3, Keflavík. Mjög góð 3. herbergja íbúð í tvíbýli á efri hæð með sérin- ngangi. Búið að endurnýja neyslu- og miðstöðvarlagnir. 8.800.000.- Faxabraut 34b, Keflavík. Góð 75m2 íbúð í fjölbýli á 1. hæð. 3 svefnherbergi. Eign í góðu ástandi og hagstæð lán. 7.100.000.- Skagabraut 44, Garði. 166m2 einbýli með 3 svefnh. og 26m2 bílskúr. Búið að endunýja miðstöðvar og skolp- lagnir í húsinu. 10.800.000.- Heiðarból 6, Keflavík. 62m2 2ja herb. íbúð á 2 hæð í fjölbýli. Hagstæð lán áhvílandi. 7.100.000.- Sjafnarvellir 19, Keflavík. 149m2 parhús með 3 svefnherbergjum ásamt 32m2 bílskúr. Vandaðar innréttingar. Hagstæð lán áhvílandi. Laust fljótlega. 18.800.000.- Vatnsholt 1a, Keflavík. Glæsilegt 169m2 enda raðhús ásamt bílskúr, 3 svefnh. sól- stofu, verönd og heitur pottur. Mikið og gott útsýni. Uppl. á skrifstofu. Kirkjuteigur 7, Keflavík. Góð 3ja herb. íbúð á efri hæð með sameiginlegum inngangi, hagstæð lán áhvílandi. 6.500.000.- Smáratún 27, Keflavík. 95m2 efri hæð með 3 svefnh. og sérinngangi. Búið að endur- nýja skolp og vatnslagnir. Eign á vinsælum stað. 10.200.000.- 10. tbl. 2003 3/5/03 17:54 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.