Víkurfréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 14
* *
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Í hnefaleikabardaganum sem
fram fór í Keflavík á laugar-
daginn börðust vinkonurnar
Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir úr
Vogunum og Andrea Dögg
Færseth úr Keflavík en þær eru
16 ára gamlar. Bardagi þeirra var
mjög kraftmikill og þegar þær
tókust á í hringnum datt fæstum í
hug að þarna væru vinkonur að
berjast.
Tinna og Andrea hafa þekkst í
rúmt ár en þær segja að það sé
eins og þær hafi þekkst í mörg
ár: „Við erum rosalega góðar
vinkonur og þó við höfum verið
að berjast þá fórum við eftir
bardagann, keyptum okkar
bragðaref, borðuðum saman og
allt var í besta lagi,“ segja
vinkonurnar.
Þær hafa aldrei barist
opinberlega en þeim fannst
dálítið erfitt að stíga í hringinn.
Andrea og Tinna segja að
foreldrar þeirra finnist það allt í
lagi að þær séu að æfa box: „-
Foreldrar okkar treysta Gauja
[innsk. blm. Guðjóni Vilhelm
þjálfara] fyrir okkar þjálfun, enda
er hann að gera alveg frábæra
hluti og við erum rosalega
ánægðar með þjálfunina hjá
honum,“ segja þær og bæta við
að boxið gangi ekki út á
barsmíðar, heldur sé um frábæra
þjálfun að ræða: „Það er ekkert
slæmt sem kemur út úr boxinu,“
segja þær að lokum.
*
*
*
Fimm stúlkur úr Garðinum tóku þátt í „free-style“ keppni Samfés
sem haldin var í Tónabæ á dögunum en um er að ræða keppni í
dansi fyrir krakka á grunnskólaaldri. Stúlkurnar stóðu sig frá-
bærlega í keppninni en þær voru eini hópurinn frá Suðurnesjum.
Stúlkurnar leituðu til Kristjönu Vilborgar Einarsdóttur eftir hjálp en
þær fengu ekki þá hjálp sem á þurfti í félagsmiðstöðinni í
Garðinum, „Trufluð tilvera“ að sögn Kristjönu. Kristjana vildi
koma fram þakklæti til Svövu, Oddnýjar, Kristjönu og Sunnu fyrir
alla hjálpina en þær aðstoðuðu við að mála stelpurnar fyrir keppn-
ina.
Góður árangur
í FreeStyle
Tinna
Hvaða orð kemur upp í hugann þegar þú
heyrir:
Appelsína: Sólarströnd.
Boxhanski: Vettlingar
Hjólbörur: Mold
Kerti: Órómantískt
RÚV: Boring
Uppáhaldsbíómynd: Fast and the furious
Hvaða hlut getur þú ekki verið án? Andreu
Hvað langar þig mest í? Að pabbi lagiChargerinn
inni í bílskúr.
Hvað finnst þér um stjórnmál? Hvað er það!
Ferðu oft í leikhús? Nei, bara nóg að vera heima.
Uppáhaldstímarit: Cosmopolitan
Hvað ertu með í vösunum núna? Ekkert, en ég
var með peninga, skartið, gemsann og glossið áður
en ég setti þetta ofan í veskið hjá Andreu.
Hvað ætlarðu að gera í nánustu framtíð? Standa
mig vel á prófunum.
Hvað ætlarðu að verða? Læknir.
Hvað finnst þér um Samfylkinguna? Ég hef ekki
hugmynd.
Andrea
Hvaða orð kemur upp í hugann þegar þú
heyrir:
Tyggjó: Smjatt
Sjoppa: Nammi
Vatnskassi: Fiskur
U2: Silvía
Rennilás: Something about Mary
Uppáhaldslag: I love you but don´t like you.
Hvað er flottasti bíll sem þú hefur séð? StarXinn
hjá mömmu og pabba.
Uppáhaldsbíómynd: Hot Chick
Hvaða hlut getur þú ekki verið án? Hárteyju
Hvað ert þú með í vösunum núna? Það eru ekki
vasar á buxunum sem ég er í núna.
Hugsarðu um hugsanlegt stríð í Írak? Já, ég
hugsa um það og finnst það bara ekkert sniðugt.
Hvað finnst þér um Frjálslynda flokkinn? No
comment.
Uppáhaldsvefsíða: Leikur1.is
Ferðu oft á kaffihús? Nei, ég læt systur mína alveg
um það.
Framtíðaráform: Klára framhaldsnám og lifa
lífinu vel.
Bestu vinkonur berjast
próf-fíll
10. tbl. 2003 3/5/03 17:11 Page 14