Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Side 8

Víkurfréttir - 30.01.2003, Side 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Heildarfjöldi útkallaslökkviliðs B.S. árið2002, að meðtöldum sjúkraflutningum, var minni en í meðal ári, eða samtals 1218 útköll á móti 1388 árið 2001, sem var meðal ár. Þetta eru 3,4 útköll á dag en meðal- tal síðustu 4 ára hafa verið 3,8 —eða tæplega 4 útköll á dag að meðaltali. Alls var kallað eftir aðstoð slökkvi- liðsins, utan sjúkraflutninga, í 169 tilfellum, eða einu færri en árið 2001. Á árinu 2002 var fjöldi útkalla vegna staðfestra elda samtals 47 og er þetta 14 eldum færri en árið 2001, sem er mjög at- hyglisvert. „Við greinum út- köllin vegna staðfesta elda í tvo megin flokka, útköll vegna elda í mannvirkjum og eldar utan mannvirkja. Mesta fækkunin var í útköllum vegna elda utan mannvirkja, eða 16 eldum færri en árið en 2001. Fækkun út- kalla er mest í eldum utan bygginga m.a. sinueldar, eldur í bifreiðum og annað sem rekja má til þess að kveikt hafi verið í með ásetningi eða af gáleysi s.s. í rusli og fikti með eld. Fækkun útkalla má að miklu leiti rekja til aukinnar áherslu í forvörnum og má þar helst nefna fræðslu og rýmingar í skólum, hert byggingareftirlit og aukin eftirfylgni eldvarnar- eftirlits“, segir Sigmundur Ey- þórsson slökkviliðsstjóri í sam- tali við Víkurfréttir. Mesta brunatjónið á árinu 2002 var þegar verslunin Gallerý Förðun brann. Heildartjónið var metið um 21 milljón og þar af var tjón á húsnæðinu metið á um 7 milljónir, annað tjón í þessum bruna var m.a. á mikl- um lager og búnaði innandyra og mun það hafa verið metið á um 14 milljónir. Verslunin var staðsett í húsnæði á Hafnar- götu, sambyggð öðrum versl- unum og var brunahólfun á milli þeirra veikari en reglu- gerðir gera ráð fyrir þannig að litlu mátti muna að ekki fór verr. Önnur brunatjón voru mun minni, en þar má nefna einbýl- ishús við Hæðargötu, Íþrótta- vallarhúsið við Hringbraut og Bakkavör. Útköll vegna mengunaróhappa voru samtals 11 á árinu og tengdust þau flest umferðar- óhöppum þ.e. olíuleki, geyma- sýrur og önnur upphreinslun á olíu vegna umferðaróhappa. Þá sendi slökkviliðið aðstoð til annarra slökkviliða og má þar helst nefna tvö tilfelli, bruninn í Fákafeni í Reykjavík og brun- inn á Laugavegi í Reykjavík. Árni Sigfússon bæjar-stjóri Reykjanesbæjartók í síðustu viku fyrstu skóflustunguna að nýjum höfuðstöðvum og verksmiðju Kaffitárs sem staðsett verður við Stapabraut í Njarðvík. Aðalheiður Héðinsdóttir framkvæmdastjóri Kaffitárs sagði við þetta tilefni að lang- þráður draumur væri að rætast og gæti Kaffitár nú enn aukið þjónustu sína við viðskiptavini: „Í þessari miðstöð kaffifram- leiðslu á Íslandi verður tekið á móti gestum, jafnt veitinga- mönnum, verðandi fram- reiðslumönnum sem og al- menningi sem vill fræðast um gott kaffi. Í tengslum við ferða- þjónustu á Suðurnesjum er ætl- unin að bjóða ferðamönnum að kynnast starfseminni og tengja heimsóknir í Kaffitár við aðra þjónust við ferðamenn á svæð- inu.“ Gert er ráð fyrir að bygg- ing hússins taki um eitt ár og sagði Aðalheiður að við opnun hússins verði slegið upp dans- leik. Húsið verður 1255 m2 að flat- armáli, að mestu á einni hæð. Í nýju húsnæði verður skrifstofu- rými, verslunarrými og mót- tökusalur ásamt sérútbúnu rými fyrir kaffismökkun og tilraunir. Í húsinu verður auk þess iðnað- areldhús, tilheyrandi aðstaða fyrir starfsfólk og verksmiðju- rými. Kaffitár ehf. var stofnað 1989 og hóf rekstur í september 1990, en fyrirtækið rekur kaffi- brennslu í Njarðvík og tvö kaffihús í Reykjavík. Í brennsl- unni starfa alls 14 manns en 30 manns starfa í kaffihúsunum í Reykjavík. 1218 útköll hjá Brunavörnum Suðurnesja í fyrra: Fjögur útköll á dag! Nýjar höfuðstöðvar og verksmiðja Kaffitárs rísa í Reykjanesbæ Birkiteigur 9, Keflavík. 120m2 einbýlishús á 2 hæð- um með 4 svefnh. og 50m2 bílskúr. Heitur pottur. Eign í góðu ástandi. 13.900.000.- Hafnargata 70, Keflavík. 106m2 einbýli á tveimur hæðum. Möguleiki að leigja neðri hæð. Laust strax. 6.900.000.- Hamragarður 6, Keflavík. 142m2 einbýli með 4 svefnh. og 35m2 bílskúr. Eign á góðum og vinsælum stað í bænum. 16.800.000.- Mávabraut 2, Keflavík. Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð með 2 svefnh. Hagstæð lán áhvílandi. 7.500.000.- Vallargata 8, Sandgerði. Rúmgóð 4ra herb. íbúð á efri hæð með sérinngangi. Hag- stæð lán áhvílandi. 7.800.000.- Hlíðargata 22, Sandgerði. 3. herbergja neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi. Hagstæð lán áhvílandi. Laus fljótlega. 6.300.000.- Eyjaholt 10, Garði. Lítið parhús með 2 svefnher- bergjum. Búið að innrétta ris. Hagstæð lán áhvílandi. Mikið endurnýjað að innan. 6.900.000.- Norðurvellir 58, Keflavík. Gott 118m2 raðhús með 3 svefnh. og 36m2 bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Hagstæð lán áhvílandi. Laust strax. Tilboð. Hlíðargata 26, Sandgerði. Gott 121m2 einbýli með 4 svefnh. og geymslurisi. Nýtt skolp, þakjárn, gluggar og miðstöðvarl. 10.500.000.- Hlíðarvegur 9, Njarðvík. Mjög gott 146m2 einbýli með 4 svefnh. Eign sem er mikið endurnýjuð innan sem utan. Skipti möguleg á minni eign. 14.500.000.- Grænás 3b, Njarðvík. 108m2 íbúð á e.h., 2-3 svefnh. Sólstofa og svalir. Allar lagnir endurn. Opið hús á sunnudag 2/2.2003 kl. 15 til 18. Sími 861-5220. 9.700.000.- Smáratún 34, Keflavík. Góð 126m2 íbúð á efri hæð í tvíbýli með sérinngangi. 3 svefnherbergi. Bílskúr 36m2. Mikið endurnýjað að innan og utan. 12.800.000.- Mávabraut 11, Keflavík. Endaíbúð á 2. hæð með 3 svefnh. 74m2 að stærð, nýir gluggar. Laus strax. Hagstæð lán áhvílandi. 7.300.000.- 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:19 Page 8

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.