Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Síða 14

Víkurfréttir - 30.01.2003, Síða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Bóndadagurinn var sl. föstudag. Í tilefni dagsins buðubörnin á Tjarnarseli í Keflavík feðrum sínum ímorgunmat milli kl. 8 og 9 í morgun. Boðið var upp á kaffi, ristað brauð og hákarl. Feður barnanna tóku vel í boð- ið og fjölmenntu á leikskólann í morgun. Á meðfylgjandi mynd er Árni Steinn, sem er á leikskólanum Tjarnarseli, með hákarlsbita.Að sjálfsögðu var hann við öllu búinn og fannst lyktin ekki góð. Þorramaturinn er einnig kominn í allar verslanir og má búast við að margir hafi verið „súrir í bragði“ á bóndadag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Bóndadegi fagnað á Tjarnarseli -Veita þarf námi barnsins já- kvæða athygli allt skólaárið. Það er hægt að gera með því að tala um heimanámið með jákvæðum hætti, hrósa barninu fyrir dugn- aðinn þegar það er að læra og sýna að það skiptir þig máli að barnið sinni heimanáminu eða námi almennt. -Ef gagnrýna þarf barnið á að gera það með þeim hætti að barnið geti tekið gagnrýninni. Það á að gagnrýna það verk sem barnið er að vinna ekki barnið sjálft. Til dæmis að segja barninu að það þurfi að laga legginn á ákveðnum staf, ekki að barnið sé ómögulegt í skrift. -Ef barnið sýnir frumkvæði eða sjálfstæði í vinnubrögðum á að umbuna fyrir það. Öll börn þurfa einhvern stuðning við nám, en markmiðið er auðvitað að barnið geti staðið á eigin fótum. -Þegar barnið er að sýna og segja frá því sem það er að gera í skól- anum, þarf að gefa sér tíma til að hlusta á barnið og taka þátt í upp- lifun þess á jákvæðan hátt. Með því ertu að segja barninu að það sé þér mikilvægt að barnið stundi skólann samviskusamlega. -Þegar próf standa yfir eykst álag á börn og mörg þeirra verða pir- ruð og uppstökk og þá þarf barn- ið á auknum skilningi að halda. Þú getur hjálpað barninu mikið með því einu að sýna að þú takir eftir því að barnið er undir álagi og er að leggja sig fram. Tilvalið er að elda uppáhaldsmatinn, og mikilvægt að hliðra til þannig að þú sért til taks ef barnið þarf á aðstoð að halda. -Besti undirbúningurinn undir próf er að hafa lært samvisku- samlega allan veturinn. Með því að fylgjast stöðugt með námi barnsins og umbuna því meðvit- að fyrir vinnusemina býrðu barn- ið þitt mjög vel undir próf. Rannsóknir sýna til dæmis að sterk fylgni er milli þess að ná góðum námsárangri og læra samviskusamlega heima. - Mikilvægt er að halda áfram að fylgjast með námi barnsins þótt það sé komið á unglingsár og þér finnist að barnið eigi að geta bor- ið ábyrgð á eigin námi. -Stundum gefst vel að umbuna börnum með áþreifanlegum hætti fyrir námsárangur en efnis- legri umbun verða gerð skil síðar í annarri grein. -Stundum sýnir barnið ekki þá hegðun sem til er ætlast. Þá þarf að umbuna barninu fyrir hegðun sem er í átt að því sem stefnt er að. Sem dæmi má nefna lestur. Barnið er kannski ekki orðið læst en er farið að tengja saman stafi og hljóð. Það er undanfari þess að verða reiprennandi læs og eðlilegt að umbuna barninu fyrir það. -Mikilvægt er að hrósa fyrir framfarir. Ef barninu fer fram og tileinkar sér færni sem það hafði ekki áður, er sjálfsagt að umbuna fyrir það. Varast ber að velta sér upp úr neikvæðum samanburði við önnur börn. Markmiðið er að laða fram þá hæfileika sem búa í barninu. Það að einhver annar sé staddur framar á sinni þroska- braut skiptir einfaldlega ekki máli. Aðalatriðið er að gleðjast yfir því að barninu þínu fer fram. -Lýsandi hrós er áhrifarík umbun. Lýsandi hrós er það að nefna hið æskilega sem barnið gerir og hrósa fyrir það. Til dæm- is má segja: Ég er ánægð með þegar þú kemur beint heim úr skólanum og byrjar strax að læra. Ef þú notar lýsandi hrós er barn- ið ekki í vafa um til hvers þú ætl- ast af því. Dæmi um hrós sem auðvelt er að misskilja er: Þú ert svo góður... Það er óneitanlega líklegra að barnið skilji hvað átt er við ef þú notar lýsandi hrós og segir barninu hvaða hegðun er æskileg að þínu mati. -Hafðu hugfast að ef þú sýnir námi barnsins og góðum vinnu- brögðum jákvæða athygli ertu að auka líkurnar á því að því gangi vel í skólanum. Gangi þér vel. Gylfi Jón Gylfason yfirsál- fræðingur á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. E itt brýnasta mál fyrirferðaþjónustu á Íslandi- ekki hvað síst FLE - er að losna við svonefnda flug- vallaskatta. Lendingargjöld og afgreiðslugjöldin eru talin samkeppnisfær en áður- nefndir skattar bætast þar ofan á. Flugleiðin til Íslands er löng og að mörgu leyti óhentug. Þess vegna er mik- ilvægt að álögur hins opin- bera séu í lágmarki. Vitað er af þreifingum við ýmis lág- fargjaldafélög sem hug hafa á Íslandi en setja fyrir sig áð- urnefnda skatta. Af þessum ástæðum m.a. lagði undirrit- aður fram frumvarp þess efnis að flugvallaskattar verði lagðir niður. Nú hillir undir að af því geti orðið. Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, svaraði í síð- ustu viku fyrirspurn frá Kristjáni Pálssyni varðandi umferð um Keflavíkurflug- völl. Í svari ráðherra kom fram frétt sem virðist hafa farið framhjá öllum fjölmiðl- um. Ráðherrann upplýsti nefnilega að til stæði að af- nema umrædda skatta. Þetta er í raun stórtíðindi fyrir ferðaþjónustuna. FLE í vexti - störfum fjölgar. Til viðbótar við þá starfsemi sem nú fer fram í FLE stefnir í mikinn vöxt þar. Kanadíska flugfélagið er komið. Iceland Express er að hefja sig til flugs og viðræður við m.a. Ryan Air í gangi. Forsvarsmenn Iceland Express segja að félagið muni skapa 50-60 störf. Búið er að deiliskipuleggja svæðið um- hverfis FLE og skapa þannig forsendur fyrir uppbyggingu atvinnusvæðis umhverfis FLE. Tollafgreiðsla á frakt hefur ver- ið flutt suðureftir og framboð í vöruflutningum fer vaxandi. Í nýju tollgeymslu Flugleiða er t.d. lager fyrir mörg fyrirtæki og sækja þau þangað vörur sín- ar eftir þörfum. Allt felur þetta í sér mikil tækifæri fyrir at- vinnulíf á Suðurnesjum. Með vaxandi flugumferð um svæð- ið aukast umsvifin. Mikilvægt er að farþegum fjölgi einnig yfir vetrarmánuði. Ísland er að verða afar vinsælt ferðamanna- land en dýr fargjöld hafa haml- að vextinum. Með afnámi flugvallaskatta, stækkun flug- stöðvarinnar, deiliskipulagi svæðisins, vaxandi samkeppni fleiri flugfélaga og öðrum þátt- um skapast forsendur fyrir mörgum nýjum atvinnutæki- færum og störfum á Suður- nesjum. Því er sannarlega ástæða til að líta með bjartsýni til umsvifanna við FLE. Svæðið er að taka á sig svipaða mynd og sjá má víða erlendis við alþjóðaflugvelli þar sem mörg fyrirtæki blómstra í skjóli flugsins. Keflavíkurflug- völlur er sannarlega ein af auð- lindum Suðurnesja. Hjálmar Árnason, alþingismaður. Hvernig aðstoðar þú barnið þitt við námið? GYLFI JÓN GYLFASON yfirsálfræðingur á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar FLUGVALLASKATTAR FELLDIR NIÐUR? 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:28 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.