Víkurfréttir - 30.01.2003, Síða 19
Keflavíkurkirkja
Fimmtud. 30. jan. Fermingar-
undirbúningur í Kirkjulundi:
kl. 16-16:45 8. MK í Heiðarskóla og 8.
KÓ í Heiðarskóla.
Föstud. 31. jan. Útför Torfa
Stefánssonar Faxabraut 24, Keflavík, fer
fram kl. 14.
Sunnud. 2. feb. 4. sunnudagur eftir þret-
tánda: (Bænadagur að vetri)
Fjölskylduguðsþjonusta og aldursskip-
tur sunnudagaskóli kl. 11 árd. Starfsfólk
sunnudagaskólans er: Arnhildur H. Arn-
björnsdóttir, Guðrún Soffía Gísladóttir,
Laufey Gísladóttir, Margrét H.
Halldórsdóttir, Samúel Ingimarsson,
Sigríður H. Karlsdóttir og undirleikari í
sunnudagaskóla er Helgi Már
Hannesson. Prestur: Sr. Sigfús B.
Ingvason. Enndurskoðuð textaröð B:
Job. 42. 1-5, Post. 16. 25 - 31,Mt. 14.
22-33: Það er ég.
Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng.
Organisti og stjórnandi: Hákon
Leifsson. Meðhjálpari: Björgvin
Skarphéðinsson. Kirkjukaffi eftir
messu. Samverustund í kirkjunni kl.
16:30. Hugleiðing, söngur o.fl. Sjá
Vefrit Keflavíkurkirkju: keflavikurkirk-
ja.is
Þriðjud. 4. feb. Fermingarundir-
búningur hefst að nýju í Kirkjulundi kl.
14:30-15:10, 8. B í Holtaskóla & 8. I.M.
í Myllubakka. kl. 15:15-15:55, 8. A í
Holtaskola & 8. B í Myllubakkaskóla.
„Úr heimi bænarinnar“ eftir Ole
Hallesby kl. 20:00.
Heitt verður á könnunni.
Miðvikud. 5.feb. Kirkjan opnuð kl.
12:00. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12:10. Samverustund í
Kirkjulundi kl. 12:25 - súpa, salat og
brauð á vægu verði - allir aldurshópar.
Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Æfing
Kórs Keflavíkurkirkju frá 19:30-22:30.
Stjórnandi: Hákon Leifsson.
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Fimmtud. 30. jan. Stoð og Styrking
fundur kl.13. Almennur fundur. Allir
hjartanlega velkomnir. Spilakvöld
aldraðra og örykja fimmtudaginn kl.20.
í umsjá félaga úr Lionsklúbbs Njarðvík-
ur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og sr.
Baldurs Rafns Sigurðssonar. Natalía
Chow organisti leikur á orgel við
helgistund að spilum loknum.
Sunnud. 2. feb. Sunnudagaskóli kl.11.
Umsjón Ástríður Helga Sigurðardóttir,
Tone Solbakk og Natalía Chow organ-
isti. Guðsþjónusta kl.14. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Natalía Chow. Með-
hjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir.
Helgaður verður kross á turni kirkjunnar
en hann gefur Jón Benedikt Georgsson í
minningu um eiginkonu sína, foreldra
og systur. Allir velkomnir og að þiggja
kaffiveitingar að athöfn lokinni.
Þriðjud. 4. febr. Kór kirkjunnar æfing
þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20.
Miðvikud. 5. febr.
Fermingarfræðsla frá kl.14.15-15.45.
Njarðvíkurkirkja
(Innri-Njarðvík)
Sunnud. 2. feb. Sunnudagaskóli kl.11.
í umsjá Arngerðar Maríu
Árnadóttur organista, Kötlu Ólafsdóttur
og Petrínu Sigurðardóttur.
Miðvikud. 5.feb. Foreldramorgun í
Safnaðarheimilinu kl.10.30. í umsjá
Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu
Sigurðardóttur.
Baldur Rafn Sigurðsson
Hvalsneskirkja
Föstud. 31. jan. Miðhús
Helgistund í hádeginu. Boðið er upp á
hádegismat gegn vægu gjaldi. Allir
velkomnir.
Laugard. 1. feb. Safnaðarheimilið í
Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11.
Sjáumst hress.
Sunnud. 2. feb. Safnaðarheimilið í
Sandgerði 4.sunnud. eftir
þrettánda.Guðsþjónusta kl. 11.
Fermingarbörn annast ritningarlestra.
Kór Hvalsneskirkju
syngur. Organisti Steinar Guð-
mundsson. Sóknarprestur.
Útskálakirkja
Laugard. 1. feb. Safnaðarheimilið
Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 14. Sjáumst
hress.
Sunnud. 2. feb. 4.sunnud. eftir þrettán-
da. Guðsþjónusta kl. 14.
Kór Útskálakirkju syngur.
Fermingarbörn annast ritningarlestra.
Organisti Steinar Guðmundsson.
Sóknarprestur.
Hvítasunnukirkjan,
Hafnargötu 84
Fimmtudagur kl. 19.00: Alfanámskeið
hefst í kvöld, 30. jan.
Föstudagur kl. 20.00: Unglingastarf.
Sunnudagur kl. 11.00: Almenn
samkoma og barnastarf.
Allir hjartanlega velkomnir.
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 I 19
■ TÖLVUR
Tilboð
Turn ATX 350W, AMD 1300
MHz, 40GB wd harður diskur,
64mb AGP skjástýring, 256mb
sdram, AC hljóðkort, diskadrif 3,5,
skrifari 40/20/48 og 56k módem.
Verð kr. 63.600,- stgr. Ath. er með
sömu verð og tilboð og
Tölvulistinn, Tæknibær og
Nýherji. Tölvuþjónusta Vals,
Hringbraut 92, Keflavík.
Sími 421-7342 og 863-0142.
Ertu í vandræðum með tölvuna?
Þarfnast tölvan viðgerðar? Kem á
staðinn og skoða tölvuna sé þess
óskað. Geri fast tilboð í
lagfæringu/uppfærslur. Tek einnig
að mér tölvuviðgerðir/uppfærslur
og vefsíðugerð. Síminn alltaf opinn
virka daga til kl. 20 og laug-
ard./sunnud. til kl. 18. Uppl. í síma
823-4047 ornj@vortex.is
http//ornj.vortex.is
K I R K J U S T A R F Á S U Ð U R N E S J U M
5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 17:27 Page 19