Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Side 1

Víkurfréttir - 30.10.2003, Side 1
BYGGIR MEÐ ÞÉR afsláttur 25% af öllum GROHE blöndunartækjum! S T Æ R S T A V I K U L E G A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Aðsetur: Grundarvegi 23 • 2. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími: 421 0000 • www.vf.is • Fréttavakt: 898 2222 Inn á öll heimili á Suðurnesjum í hverri viku. Öflugasti auglýsingamiðill Suðurnesja. 44. tölublað • 24. árgangur Fimmtudagurinn 3 0. október 2003 Búast má við frekari upp-sögnum á næstunni í störf-um tengdum Varnarliðinu og er þá helst rætt um starfsemi verktaka innan varnarsvæðisins. Í tilkynningu frá Varnarliðinu sem barst fjölmiðlum í gær segir að frekari sparnaðaraðgerðir séu fyrirhugaðar hjá Varnarliðinu, s.s. endurskoðun þjónustu- og smærri verksamninga. Íslenskir Aðalverktakar hefur verið leið- andi fyrirtæki í viðhaldsverkefn- um fyrir Varnarliðið í gegnum árin og segir Stefán Friðfinnsson forstjóri Íslenskra Aðalverktaka að búast megi við uppsögnum hjá fyrirtækinu í ljósi samdráttar hjá Varnarliðinu. “Ég bara gef mér það að þetta komi eitthvað við okkar starfsemi innan Varn- arliðsins. Við erum mjög sam- tengdir starfsemi Varnarliðsins og með ýmsa verk- og þjónustu- samninga.” Hjá Íslenskum Aðalverktökum starfa 205 manns á Keflavíkurflug- velli og að sögn Stefáns eru það nær eingöngu Suðurnesjamenn. Aðspurður segist Stefán vera viss um að segja þurfi upp fólki. “Það hefur ekkert gerst formlega í þessu sambandi, en það er ljóst að allar breytingar Varnarliðsins hafa áhrif á starfsemi Íslenskra Aðalverktaka. Ég er alveg viss um að það þurfi að segja upp fólki, það er frekar spurn- ing um hvenær og hve mörgum þarf að segja upp störfum,” sagði Stefán í samtali við Víkurfréttir. Hjá Keflavíkurverktökum starfa 95 manns á Keflavíkurflugvelli og langstærstur hluti þeirra starfs- manna eru Suðurnesjamenn. Fyrir rúmu ári var 70 manns sagt upp hjá fyrirtækinu og má rekja þær upp- sagnir til samdráttar í verkefnum fyrir Varnarliðið. Kári Arngrímsson forstjóri Keflavíkurverktaka sagði í samtali við Víkurfréttir að hann bú- ist ekki við að þurfa að segja upp starfsmönnum. “Maður fer ekkert að velta uppsögnum fyrir sér fyrr en eitthvað er komið í ljós. Ég held að það sé allt of fljótt að fara að spá í þetta.” Kári segir að gera megi ráð fyrir því að samningar verði endur- skoðaðir ef fólki hjá Varnarliðinu fækkar. “Þjónustusamningar eru þess eðlis að tryggja að dagleg starfsemi gangi. Í raun eru þessir þjónustusamningar í stöðugri end- urskoðun, en þetta snýst bara um fjölda fólksins á svæðinu.” Samtökin Betri bær standa fyrir Lifandi laugar- degi í Reykjanesbæ um helgina, en einnig verða árlegir haustdagar haldnir frá deginum í dag til mánudagsins 3. nóvember. Fjölmargar verslanir bjóða upp á fjölbreytt tilboð og afslætti í tengslum við dagana. Í Víkurfréttum gefur að líta fjölmörg tilboð sem verslanir bjóða í tengslum við Haust- daga og Lifandi laugardag. Haustdagar á Suðurnesjum hefjast í dag Búast má við frekari uppsögnum VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 15:23 Page 1

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.