Víkurfréttir - 30.10.2003, Page 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ F Y R I R M Y N D A R F É L A G Í S Í
➤ K V E N F É L A G K E F L A V Í K U R
➤ S T U T TA R
Í þrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, ísamvinnu við Íþróttabandalag Reykjanes-bæjar bauð sl. mánudag til fundar þar sem
afhentar voru viðurkenningarnar vegna gæða-
verkefnis ÍSÍ er heitir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Um
er að ræða þrjár deildir íþróttafélaga í Reykja-
nesbæ og eitt sérgreinafélag. Athöfnin fór fram í
félagsheimili Keflavíkur, íþrótta- og ungmenna-
félags að Hringbraut 108.
Þær deildir/félög sem hlutu viðurkenningu að þessu
sinni voru: Hestamannafélagið Máni, Sunddeild
Njarðvíkur, Knattspyrnudeild Keflavíkur,
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Áður höfðu þrjár
deildir Keflavíkur hlotið slíka viðurkenningu, í apríl
2003, en það voru Fimleikadeild Keflavíkur, Sund-
deild Keflavíkur og Badmintondeild Keflavíkur.
Félögin eru þau einu sem hafa hlotið þessar viður-
kenningu frá ÍSÍ. Viðurkenningin er veitt þeim fé-
lögum fyrir barna og unglingastarf sitt. Til að öðlast
gæðaviðurkenningu ÍSÍ þurfa félög eða deildir að
uppfylla nokkur skilyrði.
Eftirfarandi þætti innan íþróttafélagsins/deildarinnar
þurfti að skoða: Skipulag félagsins og deildir, um-
gjörð þjálfunar og keppni, fjármálastjórn, þjálfara-
menntun, félagsstarf, foreldrastarf, fræðslu og for-
varnarstarf, jafnréttismál og umhverfismál.
Bílvelta við Seltjörn
Pallbifreið valt við Seltjörn í síðustu viku, en mikil hálka var á Reykjanesbraut
og Grindavíkurvegi. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin er töluvert skemmd.
Margar bifreiðar eru enn á sumardekkjum og virðist sem hálkan hafi komið
mörgum í opna skjöldu.
Í síðustu viku gaf Kvenfélag Keflavíkur fimm barnasjúkrarúmtil Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Að venju er mikil starf-semi hjá Kvenfélagi Keflavíkur og er jólakortasalan nú þegar
hafin, en það er ein helsta fjáröflunarleið félagsins. Framundan er
fjölbreytt félagsstarf Kvenfélagsins og meðal viðburða er hin ár-
lega aðventuhátíð aldraðra sem fram fer í Stapanum í Njarðvík
þann 30. nóvember nk. Félagsfundur Kvenfélags Keflavíkur verð-
ur haldinn 3. nóvember nk. klukkan 20:30 að Smiðjuvöllum 8 í
Keflavík.
Kisa leitar á náðir
lögreglunnar í Keflavík
Þessi litla sæta kisa leitaði á náðir lög-
reglunnar þar sem hún virðist ekki rata
heim. Þeir sem telja sig þekkja kisu eða
vita hvar hún á heima geta haft sam-
band við lögregluna í Keflavík.
Íþróttastarf í Reykjanesbæ til fyrirmyndar
Fleiri félög og deildir úr Reykjanesbæ hljóta viðurkenningu frá ÍSÍ
sem fyrirmyndarfélag/fyrirmyndardeild:
Gáfu barnasjúkrarúm til HSS
Á myndinni afhendir Ragnhildur Ragnarsdóttir formaður Kvenfélags
Keflavíkur Sigríði Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra HSS gjöfina og
má sjá barnasjúkrarúmin í baksýn.
MUNDI
Fer ýsan í kattar-
soðningu ef
löggan finnur hana?
42 kílóum
af ýsu stolið
Ámánudag var lögregl-unni í Keflavík til-kynnt um innbrot í
húsnæði Þorbjarnar Fiska-
ness í Grindavík en þar
hafði hurð verið þvinguð
upp. Í innbrotinu var tveim-
ur kössum af frosinni ýsu
stolið, en hvor kassi vóg 21
kíló.
VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:50 Page 2