Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 30.10.2003, Qupperneq 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hvenær tekurðu til starfa á HSS? Fyrsta móttakan verður miðviku- daginn 5. nóvember nk. Í hverju felst starf geðhjúkrunar- fræðings? Um það hafa reyndar verið skrif- aðar þykkar skruddur, en ég skal reyna að vera stuttorð. Í einfaldaðri mynd má segja, að geðhjúkrun felist í umönnun og meðferð geðsjúkra og fjöl- skyldna þeirra, skipulagning og stjórnun meðferðarumhverfis, fyrirbyggingu, svo sem stuðn- ingi, kennslu og leiðbeiningum varðandi vandamál daglegs lífs. Geðhjúkrun tekur mið af einstak- lingum í umhverfi sínu, fjöl- skyldu og einstaklingsbundnu lífshlaupi hvers og eins. Þá er áhersla á forvarnir, hæfingu og endurhæfingu, ekki síður en beina meðferð, þannig að litið er á bráð veikindi og innlögn í með- ferðarumhverfi einungis sem einn hluta heildarmyndarinnar. Þannig er hugmyndafræði geð- hjúkrunar bæði heildræn og ein- staklingsmiðuð. Á Íslandi er hefð fyrir starfi geðhjúkrunar- fræðinga á geðdeildum, en minna í heilsugæslu og á öðrum stöðum. Í Bandaríkjunum, Bret- landi og Ástralíu, svo dæmi séu tekin, vinna geðhjúkrunarfræð- ingar í æ ríkari mæli við geð- hjúkrunarráðgjöf, sérhæfða með- ferð og samhæfingu í heilbrigðis- þjónustunni, innan og utan stofn- ana. Geðhjúkrun tekur því til alls fólks, ekki einungis þeirra sem þjást af geðröskunum. Öll höfum við geðhag, mismunandi góðan eða slæman eftir atvikum. Þannig að þetta er mikilvæg þjónusta? Gífurlega mikilvæg. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að öflug fyrirbyggjandi starfsemi í geð- heilbrigðismálum, skilar sér í færri innlögnum á sjúkrahús, betri nýtingu heilbrigðisþjónustu- úrræða, færri veikindadögum í vinnu og almennt meiri lífsgæð- um. Það er afar lofsvert framtak hjá Heilbrigðisstofnun Suður- nesja að opna sálfélagslega mót- töku og ber vott um bæði yfir- sýn, innsýn og framsýni! Hvernig verður vinnutíma þínum á HSS háttað? Móttakan verður einu sinni í viku á Heilsugæslunni, á miðvikudög- um klukkan fimm til sjö. Unnt verður að panta tíma eins og um hverja aðra heimsókn sé að ræða. Móttaka verður alla miðvikudaga fram að jólum, að undanteknum 19. og 26. nóvember, en þá verð ég í Svíþjóð í tengslum við nám mitt. Geta sjúklingar haft samband við þig? Símatími verður auglýstur síðar, en best er að láta sjá sig á Heilsu- gæslunni og tala við mig þannig. Símaviðtöl geta verið gagnleg, ef sérstaklega stendur á, en ekkert kemur alveg í staðinn fyrir viðtal þar sem einstaklingurinn mætir til mín. Eru það einungis þeir sem eru með geðræn vandamál sem eru hvattir til að leita til móttökunnar? Geðræn vandamál eru af gífur- lega mismunandi rótum og hafa ólík áhrif á þá sem af þeim þjást og umhverfi þeirra. Móttaka sem þessi er ekki einungis fyrir geðsjúka, heldur einnig ætluð þeim sem eru að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika í lífinu, eru svefnvana, kvíðnir, leiðir og finnst þeir vera að bugast. Öll heyjum við okkar stríð hvert og eitt, einhvern tímann, og getum siglt í strand - án þess að vera með geðsjúkdóm í sjálfu sér. Hvernig líst þér á að fara að starfa fyrir Suðurnesjamenn? Alveg sérlega vel. Ég hef fylgst dálítið með því sem er að gerast á þessu svæði síðustu misseri og finnst gróska á mjög mörgum sviðum. Ég tel opnun þessarar sálfélagslegu móttöku vera í takt við ágætt slagorð sem ég sá ein- hvers staðar: „Reykjanesbær á réttu róli” . Ég vona að þetta framtak Heilbrigðisstofnunar mælist vel fyrir og verði mörgum til gagns og enn fleirum til geng- is. Í byrjun nóvember tekur Guðný Anna Arnþórsdóttir geðhjúkrunarfræðingur til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðný tók Masterspróf í geðhjúkrun og stjórnun í Bandaríkjunum árið 1995 og er í doktorsnámi sem stendur. Guðný Anna hefur starfað við geðhjúkrun, hjúkrunarstjórnun á geðdeild- um og kennslu í Háskóla Íslands í yfir 20 ár. Í byrjun nóvember tekur Guðný Anna Arnþórsdóttir geðhjúkrunarfræðingur til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. SPURT&SVARAÐ ➤ H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A ➤ S T Ó R A F M Æ L I Á S U Ð U R N E S J U M Geðhjúkrun í boði hjá HSS Guðlaugur Eyjólfsson, fyrrverandi umboðsmaður Vís fagnaði 70 ára afmæli sínu og Halla Gísladóttir, kona hans 65 ára í golf- skálanum í Leiru sl. fös- tudag. Fjöldi manns heiðraði þau hjón við þetta tækifæri. Á myndunum til hliðar má sjá vini þeirra hjóna, Anton Jónsson og Jórunni Jónasdóttur konu hans og að neðan Hjalta Guðmundsson, Erlu María Andrésdóttir konu hans og Guðmund son þeirra. Á myndinni að ofan eru hjónin með börnum sínum, Guðlaugi, Gunnari, Stefáni, Önnu Maríu og Rósu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri og athafnamaður varð fertugur í sl. viku og bauð til stórveislu í Stapa. Mikið fjölmenni sótti afmælisbarnið heim og átti góða kvöldstund í Stapa með tilheyrandi fjöri að hætti athafnamannsins. Afmæli Gulla og Höllu VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:59 Page 4

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.