Víkurfréttir - 30.10.2003, Page 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ L E S I Ð Ú R B Ó K U M Í F Y R I R TÆ K J U M Á S U Ð U R N E S J U M
A tvinnumál á Suðurnesj-um hafa verið til um-ræðu um langan tíma.
Öðru hverju hafa menn fyllst
bjartsýni af því að upp hafa
komið umræður og jafn vel
áætlanir um að reisa stóriðju á
svæðinu. Álver við Keilisnes,
magnesíumverksmiðja og nú
um nokkurn tíma hefur verið
horft til svokallaðrar stálpípu-
verksmiðju. Fyrir stuttu síðan
bættist svo ein vonin enn við
sem er álþynnuverksmiðja. Allt
eru þetta stórir en sennilega
misgóðir draumar sem þurfa
jafnan mikinn aðlögunar og
undirbúningstíma. Gott svo
langt sem það nær - en það
nær því miður frekar skammt í
dag þegar vá er fyrir dyrum
vinnufólks.
Þekkt er að um mörg ár hafa
sveitarfélög á svæðinu staðið að
sterkri atvinnuþróun með kynn-
ingu á svæðinu fyrir ný fyrirtæki
sem og aðstoð við stofnun fyrir-
tækja innan svæðisins. Á þessu
sviði hafa sveitarfélögin dregið
saman seglin svo um munar. Þar
sem áður unnu þrír ráðgjafar að
atvinnuþróun og kynningu tæki-
færa á Suðurnesjum er nú aðeins
einn. Atvinnulíf á svæðinu hefur
dregist saman á síðustu árum og
viðleitni opinberra aðila til sókn-
ar hefur því miður greinilega
minnkað til mikilla muna. Enn
vantar mikið á til að endar jafnist,
á atvinnuframboði við atvinnu-
leysi. Við þessu verða sveitarfé-
lög og fyrirtæki á svæðinu að rísa
upp til sóknar. Skiptir hér miklu
að efla þau fyrirtæki sem fyrir
eru með jafnvægisaðgerðum.
Hvetja þarf ný fyrirtæki til starfa
innan svæðisins. Efla þarf áhuga-
sama um uppbyggingu einstakra
atvinnutækifæra á svæðinu.
Móta þarf atvinnustefnu sem
verður til samhæfingar aðgerða á
svæðinu í heild gegn vágesti sem
þeim er nú ríður fyrir dyrum.
Hversu oft heyrist ekki hjá
mönnum hversu rosalegir kostir
til atvinnuuppbyggingar liggi
ónýttir á Suðurnesjum. Getur
verið að kostirnir séu færri en
raun ber vitni um eða ekki eins
auðunnir og ætla mætti. Er hugs-
anlegt að mönnum væri nær að
líta til þeirra fyrirtækja sem star-
fa á svæðinu og eru að vinna að
eflingu og uppbyggingu þjón-
ustustigs á heimamarkaði. Er
þjónusta fyrirtækja á Suðurnesj-
um ekki jafn góða og í Reykja-
vík? Það getur verið kostur að
búa nálægt stóru þjónustusvæði
sem Reykjavík er - en það er líka
mikill ókostur ef menn missa
augun af þeirri nauðsyn að bygg-
ja upp þjónustustigið og þar með
störf heima fyrir. Ættu menn ekki
að horfa í eigin barm og kanna
hvort þeir fylgja orðum sínum
um uppbygginu atvinnumála og
þjónustu á svæðinu sem fljóta
svo oft fagurlega í ræðum og riti
á hátíðisdögum.
Hvar falast sveitarfélög og stofn-
anir þeirra eftir þjónustu. Hvert
er viðmið t.d. sveitarfélaga til
verslunar heima fyrir? Eru þarna
einhver atvinnutækifæri sem
hægt væri að flytja heim? Hingað
og ekki lengra. Ekki fleiri ræður.
Ekki fleiri yfirlýsingar. Nú verð-
ur að snúa þróuninni við. Eflum
atvinnulífið á svæðinu. Styrkjum
fyrirtæki sem hafa haslað sér völl
og stuðla að auknu þjónustustigi
á svæðinu, íbúum jafnt og rekstri
sveitarfélaga til framdráttar.
Gerumst ekki svo miklir yfir-
svifsmenn að það komi engum
við hvort fyrirtæki dafni eða
deyi.
Nú fer enn ein holskeflan yfir
þetta veikburða atvinnusamfélag.
Enn ein fjöldauppsögnin hjá
Varnarliðinu, hver svo sem hin
raunveruleg ástæða er að þessu
sinni þá er búið að vera nokkuð
ljóst hvert stefndi um nokkurn
tíma. Skellt hefur verið skollaeyr-
um við aðvörunum sem flotið
hafa í loftinu í marga mánuði.
Engin viðbrögð hafa komið frá
sveitarfélögum önnur en þau að
bíða og sjá til. Því miður, þá
verður ekki beðið lengur. Sveitar-
stjórnarmenn bera mikla ábyrgð í
þessu efni og er þeim ekki lengur
fært að horfa aðgerðarlausir í
gaupnir sér. Lesa má í Víkurfrétt-
um að margir forystumenn á
svæðinu hafa ekki áttað sig á
þessu ferli sem fram hefur farið í
„bakgarði” þeirra.
I Víkurfréttum segir m.a.: vitnað
í bæjarstjóra „fréttir af uppsögn-
um séu slæmar en sé ekki tengt
þeirri umræðu sem var um varn-
arliðið fyrir síðustu kosningar”.
Og „Það hefur verið yfirvofandi
hjá Varnarliðum Bandaríkja-
manna um allan heim að það
yrði dregið saman í rekstri“. Og
„....þessar fréttir kæmu sér á
óvart og sérstaklega hve mörgum
væri sagt upp.” OG “Þessar upp-
sagnir eru svipaðar því sem við
höfum verið að sjá í fyrirtækjum.
.... Það er ekki hlaupið til og
fundin önnur störf auðveldlega
þó allir séu að vinna að því að
byggja hér upp atvinnu. En málið
er alvarlegt,”
Og verkalýðsforinginn og sveit-
arstjórnarmaðurinn - Víkurfréttir
hafa eftir honum: „Uppsagnir
komu honum ekki á óvart” „Það
er kominn tími til að horfast í
augu við það sem þarna er að
gerast og því miður held ég að
þetta sé bara byrjunin.”
Af hverju verða menn alltaf svo
hissa? Af hverju hafa þeir ekkert
gert sem hafa alltaf búist við
þessu? Hefur ekki aðvörunin ver-
ið nóg sterk? Á svæðið skipu-
lagða mótvægisaðgerð í fórum
sínum ef illa fer? Verður ekki að-
fara að móta stefnu í atvinnumál-
um? Er ekki kominn tími til að
setja sig í stellingar til að hafa tök
á vandamálinu ef fer sem horfir
að störfum tengdum varnarstöð-
inni fækkar og fækkar með hver-
ju ári. Eða á fólk bara að flytja
burt? Johan D. Jónsson
Er í Svæðisráði
Vinnumiðlunar á Suðurnesjum
➤ AT V I N N U M Á L Á S U Ð U R N E S J U M
Er aðgerða þörf í atvinnumálum á Suðurnesjum?
Hugleiðingar um stöðu mála og viðbrögð.
Söfnun
Hjálparstarfs
kirkjunnar
Söfnun fermingarbarna og
Hjálparstarfs kirkjunnar fer
fram 4 nóv. n.k. Öll fermingar-
börn í Keflavík koma í Kirkju-
lund kl. 17 og fá innsiglaða
bauka. Þau ganga síðan skipu-
lega í hús og Keflvíkingar eru
vinsamlegast beðnir um að
taka þeim vel.
Þau skila síðan af sér baukun-
um fyrir kl. 20 sama dag.
Þannig að söfnunin stendur
aðeins yfir þann tíma.
Irene Doomo og Madanyang
Salomon kynntu fyrir þeim
stöðu fátækra í Kenýja í Afr-
íku og fermingarbörnin sáu
einnig myndasýningu þaðan.
Söfnunin er samstarfsverkefni
allra fermingarbarna á Íslandi
og í fyrra söfnuðu íslensk
fermingarbörn 4,7 milljónum
króna sem er mjög góður vitn-
isburður um landsmenn og ís-
lenska æsku.
Keflavíkurkirkja
Hjálparstarf kirkjunnar
Þ rjátíu og fjórir starfsmenn Sparisjóðsins íKeflavík í tveimur hollum hlustuðu á lest-ur Páls Ketilssonar, ritstjóra Víkurfrétta í
lestrarátaki Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar í
hádeginu sl. þriðjudag.
Lestararátakið hófst í síðustu viku þegar Eiríkur
Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar las úr
Íslandsklukku Laxness fyrir starfsmenn Víkurfrétta
og skoraði jafnframt á starfsmenn VF til að halda
áfram. VF skoraði á Sparisjóðinn í Keflavík og Páll
mætti með bókina Nýjustu fréttir undir höndum en
hún er eftir Guðjón Friðriksson og fjallar um sögu
fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra daga.
Páll las úr kafla sem heitir Fréttakapphlaup í stríð-
inu og fjallar um baráttu dagblaðanna Morgunblaðs-
ins og Vísis aðallega um stríðsfréttir úr fyrri heims-
styrjöldinni fyrir nær hundrað árum síðan. Starfs-
menn Sparisjóðsins í Keflavík hafa ákveðið að
mæta á bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar í næstu
viku og lesa!
Ritstjórinn las um fréttakapphlaup í stríðinu
VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 13:53 Page 6