Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Side 8

Víkurfréttir - 30.10.2003, Side 8
NÍUTÍTU ÍSLENSKUM einstaklingum hefur verið sagt upp starfi sínu hjá Varnarliðinu. SEXTÍU OG NÍU Suðurnesjamenn eru í þeim hópi. Sorgardagar í lífi Suðurnesjamanna og Kallinn biður svo sannar- lega fyrir þeim sem nú missa störf sín - sama hvort fólkið búi á Suðurnesjum eða í Reykja- vík. En starfsmannahald Varnarliðsins skal ekki komast upp með að brjóta réttindi á þessu fólki - það skal aldrei verða. Kallinn treystir verkalýðsforingjum Suðurnesja til að sjá til þess að svo verði ekki. EN HVAÐ GERA stjórnvöld? Utanríkisráðu- neytið vissi af þessum uppsögnum á þriðjudag í síðustu viku. Fer Utanríkisráðherra í broddi fylkingar til Suðurnesja til að tilkynna verkalýðshreyfingunni þetta? Nei - hann kýs að láta þetta sem vind um eyru þjóta. Hann hefði átt að hugsa um fólkið sem nú missir senn vinnuna - fólk sem hefur litla möguleika á að ná sér í atvinnu á nýjan leik, enda atvinnuástandið ekki upp á það besta hér á Suðurnesjum. ÞAÐ VERÐUR AÐ horfa á þá staðreynd að í þeim hópi sem sagt var upp störfum eru einstaklingar sem nýbúnir eru að kaupa sér íbúðir og einstaklingar sem eru eina fyrirvinna heimilisins. Það verður að horfa á mannlega þáttinn í málinu öllu. ÞAÐ ER VITAÐ að Varnarliðið er ekki hér á landi til að skapa at- vinnu fyrir Suðurnesjamenn, en það gengur ekki að starfsmenn og þ.a.l. íbúar Suðurnesja eigi á hættu að verða sagt upp störfum hvenær sem er. Ekki mikið öryggi í því! ÞAÐ VERÐUR fróðlegt, að mati Kallsins, að fylgjast nú með við- brögðum bæjar- og sveitastjórna hér á svæðinu. Það er svo sannarlega mikið að gerast í atvinnumálum hér á svæðinu - en trúir því einhver að þeim sem sagt var upp störfum á þriðjudag fari að vinna í Stálpípu- verksmiðju? Það þarf að finna lausn! Það má ekki langur tími líða. NÚ EIGA ALLIR þeir sem lagt geta lóð sín á vogarskálarnar að taka höndum saman og aðstoða einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir við að koma á fót atvinnustarfsemi hér á svæðinu. Það er hægt - með sam- stilltu átaki. Nú á ekki að bíða og kæfa málið - það á strax að halda hugflæðifund þar sem hugmyndir verða ræddar og framkvæmdaáætl- un útbúin. KALLINN ÓSKAR eftir upplýsingum frá starfsmönnum - upplýs- ingum um það sem er að gerast innan varnarliðsins. Sendið tölvupóst á kallinn@vf.is LIFIÐ HEIL OG STÖNDUM SAMAN! Kveðja, Kallinn 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum ® Tökum höndum saman VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 15:35 Page 8

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.