Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Prjónatorg Samkaupa var opnað formlega í síðustu viku og af því tilefni var fulltrúum ungu kynslóðarinnar og full- trúum eldri borgara gefin tvö kíló af prjónagarni, en garnið verður notað til að prjóna kyn- slóðabrúna. Skúli Skúlason starfsmannastjóri Samkaupa afhenti prjónakörfurnar og sagði við það tilefni að það væri ánægjulegt fyrir Samkaup að tengja ungt fólk saman við eldra fólk með prjónaskap. Skúli sagði tilefni þessara gjafa að þema ársins í starfi eldri borgara hjá Reykjanesbæ væri að tengja saman kynslóðirnar. Skúli nefndi að samskonar verkefni væri til meðal félags- miðstöðva á höfuðborgarsvæð- inu sem kallast Vinaormurinn, en það verkefni gengur út á að hópur ungmenna kemur reglu- lega saman til að prjóna vina- orm þar sem markmiðið sé að vinna að einhverju saman og gefa sköpunargáfunni lausan tauminn. Skúli sagði einnig að með þessu framtaki Samkaupa væri verslunin að leggja lið sitt við forvarnarmál á Suðurnesj- um.Að sögn Hafþórs Barða Björgvinssonar forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Fjör- heima verður kynslóðabrúin prjónuð í Selinu, félagsheimili eldri borgara frá klukkan 16 til 18 á þriðjudögum. Hafþór hvatti alla sem áhuga hefðu til að fjölmenna í Selið og taka þátt í prjónamennsku. Kynslóðabrúin prjónuð Skúli Skúlason afhenti fulltrúum eldri og yngri kynslóðarinnar tvær körfur sem innihalda tvö kíló af prjónagarni sem notað verður til að prjóna kynslóðabrúna. Í desember verður farinfyrsta hópferð íslendinga tilKína á vegum Jens Beining Jia, en hann rekur einnig veitingastaðinn Jia Jia í Reykjanesbæ. Jens rekur ein- nig ferðaþjón- ustu fyrir kín- verja sem vilja ferðast til Ís- lands og frá því í júlí hefur hann tekið á móti 350 manns frá Kína. Jens segir að vel hafi gengið og hann finni fyrir áhuga kínverja á Íslandi. „Ég býst við 200-300% aukningu á næsta ári, en ég finn fyrir miklum áhuga.” Jens hefur á síðustu mánuðum unnið að undirbúningi að ferðalögum Ís- lendinga til Kína og er hann í samstarfi við eina af 10 stærstu ferðaskrifstofum Kína. „Við náð- um samningum við kínverska flugfélagið Air China og þeir eru spenntir fyrir þessu verkefni.” Ef vel gengur þá segir Jens að for- svarsmenn Air China hafi sýnt því áhuga að bjóða upp á beint flug frá Íslandi til Kína. Jens verður fararstjóri í fyrstu ferðinni til Kína sem farin verður 7. des- ember en um er að ræða 9 daga ferð þar sem ferðast verður til 6 vinsælla borga í Kína, m.a. Pek- ing, Xian, Nanjing og Shangai. Jens segir að verðið sé gott, en innifalið í verðinu er morgun- matur, hádegismatur og fjöl- breyttar skoðunarferðir á hverj- um degi. Þeim sem hafa áhuga á að fræðast frekar um ferðir til Kína er bent á að hafa samband við Jens á veitingastaðnum Jia Jia sem staðsettur er í Hótel Keflavík. Hafa áhuga á að bjóða upp á beint flug frá Ís- landi til Kína Ef vel gengur þá segir Jens að forsvarsmenn Air China hafi sýnt því áhuga að bjóða upp á beint flug frá Íslandi til Kína. Fylgist með daglegum íþróttum á vef Víkurfrétta, www.vf.is VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 13:21 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.