Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Page 18

Víkurfréttir - 30.10.2003, Page 18
Lestur og góð lestrarkunn-átta er mikilvæg undir-staða alls náms. Til þess að leggja áherslu á það mikil- vægi hefur verið hleypt af stokkunum þriggja ára þróun- arverkefni í Reykjanesbæ .Verkefnið hefur verið nefnt “Lestrarmenning í Reykjanes- bæ” Verkefnið leggur megin áherslu á að efla lestrarfærni og málskiln- ing barna í bæjarfélaginu (2003- 2006). Markmið verkefnisins er að fá, einstaklinga, stofnanir og samtök og bæjarbúa alla til, þess að taka höndum saman um að efla mál-og lestrarþroska barna, allt frá fæðingu til fullorð- insára. Formlega var verkefninu hleypt af stokkunum í vor. Þá var öllum börnum á leikskólum bæj- arins færð bók að gjöf og kynn- ingabæklingurinn “ Viltu lesa fyrir mig” gefinn út og sendur til foreldra allra barna á leikskóla- aldri. Læsi til framtíðar. Sem lið í þessu átaki ákváðu stjórnendur grunnskólanna og skólayfirvöld bæjarins að leggja áherslu á lestur og lesskilning sem sérstakt forgangsverkefni skólaárið 2003-2004. Nágranna- sveitarfélögin Sandgerði, Garður og Stóru- Vogar óskuðu eftir þátt- töku. Valdar voru ákveðnar kennsluaðferðir sem bera sam- heitið Læsi til framtíðar og skipt- ist verkefnið í tvo hluta Gagn- virkan lestur og Hugtakakort. Í ágústmánuði var efnt til nám- skeiðs um Gagnvirkan lestur fyr- ir kennara í grunnskólum bæjar- ins. Gagnvirkur lestur” ( reciprocal teching) er kenndur í tíu vikur fyrir áramót en aðferðin sem kölluð er “Hugtakakort” ( con- cept mapping) verður kennd eft- ir áramót í aðrar tíu vikur. Kennarar munu fara á námskeið um þá aðferð í janúar. Gagnvirkur lestur. Markmiðið með því að kenna aðferðir til þess að efla lesskiln- ing er fyrst og fremst að fá nem- endum verkfæri í hendur til þess að skilja og muna það sem þeir lesa . Að þeir tileinki sér tilteknar aðferðir í námi sínu og öðlist við það betri innsýn og skilning á námsefninu hverju sinni og geti smám saman tekið ábyrgð á sínu eigin námi. Gagnvirkur lestur er skipulögð kennsluaðferð til þess ætluð að auka lesskilning nemenda og vit- und þeirra um eigið nám Aðferð- in hefur skilað góðum árangri. þar sem hún hefur verið reynd. Upphafsmenn hennar eru banda- rísku kennslufræðingarnir Anne L.Brown og Annemarie S. Pal- incsar. Þær völdu og samþættu fjóra þætti til þess að kenna nem- endum að auka lesskilning sinn. Valið byggðu þær, eftir skipu- lagðar rannsóknir og kennslu, á aðferðum sem reyndir og góðir lesarar beita en slakir lesarar hafa sjaldan á valdi sínu. Aðferðin leitast að mæta nemendunum þar sem þeir eru staddir og byggir á samvinnui nemenda, þar sem all- ir reyna að ná sameiginlegri nið- urstöðu varðandi skilning og mikilvægi textans.Tiltölulega einfalt er að aðlaga aðferðina kennslu allra námsgreina í al- mennum bekkjum. Gagnvirkur lestur felur í sér kennslu þessarra fjögurra þátta sem oftast fer fram í hópkennslu. Kennslan fer þannig fram að hún stuðlar að gagkvæmum sam- skiptum milli kennara og nem- enda og nemenda innbyrðis. Hún er gagnvirk. Fyrsta þrep hefst á lestri mis- munandi texta. Hann getur ver- ið fræðilegur eða sögulegur eftir þörfum. Nemendum er svo kennt : að taka saman meginefni textans og endursegja með eigin orðum að spyrja spurninga um hug- myndir og efni textans, að leita skýringa þegar skilning brestur eða eitthvað er óljóst, að spá fyrir um framhald texta. Til foreldra/aðstandenda. Þeir sem vilja hjálpa nemendum við heimanám geta tekið þátt í þessari kennslu með því að hafa þessa þætti sem leiðarljós. Ferlið fer í stuttu máli þannig fram: Textinn er lesinn, endur- sagður með eigin orðum, spurt er “kennaralegra” spurninga, út- skýringa er leitað ef með þarf og að lokum er spáð fyrir um í fram- hald textans. Mikilvægt er að foreldrar/að- standendur hjálpi til hér eins og í öðru námi barna sinna, Ekkert örvar og hvetur barn meira en áhugi og viðurkenning allra sem að málinu koma. Með samstilltu átaki allra aðila sem að námi og uppeldi barnanna koma náum við markmiðum um bættan ár- angur í skólastarfinu. Jónína Friðfinnsdóttir, kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. 18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ L E S T R A R M E N N I N G Í R E Y K J A N E S B Æ Gagnvirkur lestur Samtökin Betri bær semstofnuð voru á haust-dögum, hafa það m.a. að markmiði sýnu að efla ver- slun og þjónustu í Reykjanesbæ. Nú er hægt að kaupa gjafabréf sem gilda hjá þeim verslunum sem eru aði- lar að samtökunum og fást þau hjá Sparisjóðnum í Keflavík og Upplýsinga- miðstöð Reykjanesbæjar í Kjarna. Hægt er að velja um þrjár upphæðir á bréfunum, 2.500, 5.000 eða 10.000 krónur. Eftirtaldir aðilar eru félagar í samtökum um Betri bæ og taka við gjafakortum: 18 já, Hársnyrtistofa Harðar, Agentia, Studiola, Art-húsið, Álnabær, Bílasprautun Suðurnesja, Boutique Voila. Bústoð, Castro bar, Draumland, Eignamiðlun Suðurnesja, Fasteignasalan Stuðlaberg, Fjóla gullsmiður, Georg V. Hannah, Gleraugnaverslun Keflavíkur, Harpa-Sjöfn, Hárgreiðslustofan Elegans, Hársnyrtistofan Carino, Hjá Önnu, Hljómval, Hótel Keflavík, Hringlist, Húsanes, Innrömmun Suðurnesja, Íslenskir aðalverktakar, Kaffi Duus, Katrín Sigurðardóttir, Kóda, KPMG Endurskoðun hf., Lyf og heilsa, Lykil ráðgjöf ehf., Lögfræðistofa Suðurnesja, Merkjasaumur, Moby Dick ehf., Nýja bakarí, Nýja klippótek, Óskar - Sportbúð, Park, Persóna, Pizza 67, Reykjanesbær, bókasafn, Reykjanesbær, upplýsingamiðstöð, RI Ráðgjöf ehf., RV ráðgjöf - verktaka ehf., Saumastofan Liljur, Skóbúðin, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sprettur ehf., Stapinn, Toyota umboðið, Hæco, Unnur Gréta Grétarsdóttir, Útisport, Útivist og sport, Víkurfréttir, Vínheimar. Betri bær með gjafabréf VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 15:32 Page 18

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.